Viðskipti innlent

Commtouch heitir nú CYREN

Haraldur Guðmundsson skrifar
Friðrik Skúlason seldi hugbúnaðarfyrirtækið Frisk Software árið 2012.
Friðrik Skúlason seldi hugbúnaðarfyrirtækið Frisk Software árið 2012. Vísir/Pjetur.
Bandaríska tæknifyrirtækið Commtouch Software Ltd., sem keypti vírusvarnahluta Friðriks Skúlasonar ehf. á haustmánuðum 2012, heitir nú CYREN. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Commtouch Iceland. Þar segir að nýtt nafn sé lokahnykkur á ferli sem miði að því að CYREN verði leiðandi fyrirtæki á sviði tölvuöryggis. 

Vírusvarnahluti Friðriks Skúlasonar ehf, fyrirtækið Frisk Software, var formlega stofnað í júní 1993 en starfsemi þess hófst í raun árið 1987. Fyrirtækið lagði áherslu á að framleiða vörur sem tryggja og bæta tölvuöryggi. Þar á meðal var vírusvarnaforritið Lykla-Pétur sem var fáanlegt frá árinu 1989 og var þá eitt af fyrstu vírusvarnaforritunum til að koma á markað í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×