Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Haraldur Guðmundsson skrifar 23. júní 2014 10:05 Benedikt er Íslandsmeistari öldunga í Crossfit í aldursflokknum 45-50 ára. Vísir/Daníel „Ég er búinn að vera hjá þessu fyrirtæki í tuttugu ár. Ég var fimmti starfsmaðurinn en við erum nú 27 hér á Íslandi, þrettán í Síle og tveir í Noregi,“ segir Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa. Benedikt var áður markaðsstjóri Vaka en fyrirtækið var stofnað árið 1986. „Við höfum einbeitt okkur að rafeindabúnaði fyrir fiskeldi. Við erum leiðandi fyrirtæki í ákveðnum lausnum sem snúa að talningu og stærðarmælingum á eldisfiski. Í seiðastöðvum erum við kannski að telja tvö til þrjú hundruð þúsund seiði á klukkutíma.“ Búnaður Vaka er seldur til 50 landa. Noregur, Skotland, Síle, Kanada og Færeyjar eru helstu markaðir fyrirtækisins. „Laxeldið er gríðarstór markaður og annar stærsti útflutningsatvinnuvegur Norðmanna á eftir olíu og gasi. Í fyrra voru framleidd um þrettán hundruð þúsund tonn af laxi í Noregi en það samsvarar sexföldum þorskkvóta Íslendinga og útflutningsverðmæti vörunnar var rúmlega 800 milljarðar króna á síðasta ári,“ segir Benedikt. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1985. Þaðan lá leiðin til Samvinnutrygginga, síðar VÍS, þar sem Benedikt vann við sölu á tryggingum og í fyrirtækjaþjónustu. Síðar fór hann í mastersnám í markaðs- og viðskiptafræði við Háskólann í Ósló. Þar vann Benedikt lokaverkefni þar sem hann skoðaði tækifæri í markaðssetningu á vörum Vaka í Noregi. „Það var birt lítil klausa í fréttablaði Útflutningsráðs um að ég væri nemandi í Noregi sem vildi gera lokaverkefni um íslenskt fyrirtæki í útflutningi. Á baksíðu blaðsins var grein um Vaka og ég las hana og sá að þetta var fyrirtæki sem var að selja vörur fyrir fiskeldi. Ég hafði unnið við fiskeldi og hringdi strax í Hermann Kristjánsson, aðaleiganda og stofnanda fyrirtækisins. Þá hafði hann séð þetta blað og séð klausuna um mig og hafði þá áður ákveðið að hafa samband.“ Benedikt er giftur Önnu Maríu Helgadóttur, ráðgjafa á fyrirtækjasviði Arion banka. Þau hafa verið saman í 28 ár og eiga tvö börn; tvítugan son og tólf ára dóttur. Benedikt fer mikið á skíði og í göngur á fjöll og nefnir einnig stang- og skotveiði sem áhugamál. Eitt virðist þó standa upp úr. „Ég er búinn að vera í crossfit í mörg ár, æfi margsinnis í viku og þykist vera í ægilega fínu formi. Ég hef keppt reglulega í mörg ár og er Íslandsmeistari öldunga í aldursflokknum 45-50 ára. Svo er ég að sprikla í mótorkrossi með stráknum mínum og hef mikinn áhuga á ljósmyndun,“ segir Benedikt.Þóra ÁsgeirsdóttirÞóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu„Benni er einn af þessum mönnum sem vita ekki hvað „þetta er ekki hægt“ þýðir. Við kynntumst í MBA-náminu og okkur varð strax vel til vina og gerðum fjölmörg verkefni saman. Hann er dugnaðarforkur með góða yfirsýn, þrautseigju og alltaf tilbúinn að tileinka sér nýja hluti og kafa dýpra. Hann er frábær vinur og það er eiginlega alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, hvort um er að ræða eldamennsku, veislustjórn, fararstjórn á fjöll eða að syngja Megas, hann getur þetta allt. Ég er sannfærð um að hann mun stýra því flotta fyrirtæki sem Vaki er af framsækni, öryggi og húmor.“Leifur Geir HafsteinssonLeifur Geir Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs „Nú er ég í einhverju veseni“ flaug í gegnum hugann þegar nauðasköllóttur og töluvert ógnvekjandi náungi með stingandi augu, líkamsvöxt veðhlaupahests og hreinræktað no-nonsense viðmót vatt sér rösklega að mér í æfingasal CrossFit Sport hér um árið. Sem betur fer, og eins og svo oft vill verða, voru þessi fyrstu hughrif mín kolröng. Benni var svo sannarlega enginn handrukkari heldur reyndist hann vera óvenjulega einbeittur og þrautseigur öðlingur, gæddur auðmýkt og visku þess sem leitar stöðugt að tækifærum til að vaxa, dafna og þroskast. Framkvæmdastjórastaðan er verðskulduð áskorun sem hann mun án efa standast með glæsibrag.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Ég er búinn að vera hjá þessu fyrirtæki í tuttugu ár. Ég var fimmti starfsmaðurinn en við erum nú 27 hér á Íslandi, þrettán í Síle og tveir í Noregi,“ segir Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa. Benedikt var áður markaðsstjóri Vaka en fyrirtækið var stofnað árið 1986. „Við höfum einbeitt okkur að rafeindabúnaði fyrir fiskeldi. Við erum leiðandi fyrirtæki í ákveðnum lausnum sem snúa að talningu og stærðarmælingum á eldisfiski. Í seiðastöðvum erum við kannski að telja tvö til þrjú hundruð þúsund seiði á klukkutíma.“ Búnaður Vaka er seldur til 50 landa. Noregur, Skotland, Síle, Kanada og Færeyjar eru helstu markaðir fyrirtækisins. „Laxeldið er gríðarstór markaður og annar stærsti útflutningsatvinnuvegur Norðmanna á eftir olíu og gasi. Í fyrra voru framleidd um þrettán hundruð þúsund tonn af laxi í Noregi en það samsvarar sexföldum þorskkvóta Íslendinga og útflutningsverðmæti vörunnar var rúmlega 800 milljarðar króna á síðasta ári,“ segir Benedikt. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1985. Þaðan lá leiðin til Samvinnutrygginga, síðar VÍS, þar sem Benedikt vann við sölu á tryggingum og í fyrirtækjaþjónustu. Síðar fór hann í mastersnám í markaðs- og viðskiptafræði við Háskólann í Ósló. Þar vann Benedikt lokaverkefni þar sem hann skoðaði tækifæri í markaðssetningu á vörum Vaka í Noregi. „Það var birt lítil klausa í fréttablaði Útflutningsráðs um að ég væri nemandi í Noregi sem vildi gera lokaverkefni um íslenskt fyrirtæki í útflutningi. Á baksíðu blaðsins var grein um Vaka og ég las hana og sá að þetta var fyrirtæki sem var að selja vörur fyrir fiskeldi. Ég hafði unnið við fiskeldi og hringdi strax í Hermann Kristjánsson, aðaleiganda og stofnanda fyrirtækisins. Þá hafði hann séð þetta blað og séð klausuna um mig og hafði þá áður ákveðið að hafa samband.“ Benedikt er giftur Önnu Maríu Helgadóttur, ráðgjafa á fyrirtækjasviði Arion banka. Þau hafa verið saman í 28 ár og eiga tvö börn; tvítugan son og tólf ára dóttur. Benedikt fer mikið á skíði og í göngur á fjöll og nefnir einnig stang- og skotveiði sem áhugamál. Eitt virðist þó standa upp úr. „Ég er búinn að vera í crossfit í mörg ár, æfi margsinnis í viku og þykist vera í ægilega fínu formi. Ég hef keppt reglulega í mörg ár og er Íslandsmeistari öldunga í aldursflokknum 45-50 ára. Svo er ég að sprikla í mótorkrossi með stráknum mínum og hef mikinn áhuga á ljósmyndun,“ segir Benedikt.Þóra ÁsgeirsdóttirÞóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu„Benni er einn af þessum mönnum sem vita ekki hvað „þetta er ekki hægt“ þýðir. Við kynntumst í MBA-náminu og okkur varð strax vel til vina og gerðum fjölmörg verkefni saman. Hann er dugnaðarforkur með góða yfirsýn, þrautseigju og alltaf tilbúinn að tileinka sér nýja hluti og kafa dýpra. Hann er frábær vinur og það er eiginlega alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, hvort um er að ræða eldamennsku, veislustjórn, fararstjórn á fjöll eða að syngja Megas, hann getur þetta allt. Ég er sannfærð um að hann mun stýra því flotta fyrirtæki sem Vaki er af framsækni, öryggi og húmor.“Leifur Geir HafsteinssonLeifur Geir Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs „Nú er ég í einhverju veseni“ flaug í gegnum hugann þegar nauðasköllóttur og töluvert ógnvekjandi náungi með stingandi augu, líkamsvöxt veðhlaupahests og hreinræktað no-nonsense viðmót vatt sér rösklega að mér í æfingasal CrossFit Sport hér um árið. Sem betur fer, og eins og svo oft vill verða, voru þessi fyrstu hughrif mín kolröng. Benni var svo sannarlega enginn handrukkari heldur reyndist hann vera óvenjulega einbeittur og þrautseigur öðlingur, gæddur auðmýkt og visku þess sem leitar stöðugt að tækifærum til að vaxa, dafna og þroskast. Framkvæmdastjórastaðan er verðskulduð áskorun sem hann mun án efa standast með glæsibrag.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira