Útflutningur á lambakjöti til Rússlands sexfaldaðist Haraldur Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Erlendur Garðarsson segir utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Moskvu hafa veitt mikla aðstoð við að koma kjötinu í sölu í Rússlandi. Vísir/Pjetur Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur. Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur.
Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira