NBA í nótt: Cleveland stöðvaði New York Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 09:00 New York missti af upplögðu tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Cleveland vann New York á útivelli, 106-100, þar sem Jarret Jack skoraði 31 stig og var óstöðvandi undir lok leiksins. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Knicks-mönnum og þá sérstaklega Carmelo Anthony sem klikkaði á síðustu fimm skotum sínum í leiknum. Fyrr um kvöldið hafði Atlanta tapað fyrir Toronto og hefði því sigur fært New York enn nær sæti í úrslitakeppninni. En Atlanta, sem er í áttunda sæti austurdeildarinnar, er enn með tveggja sigurleikja forystu á Knicks. Toronto vann tíu stiga sigur á Atlanta, 96-86, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í fjórða leikhluta. Kyle Lowry skoraði 25 stig fyrir Toronto en þetta var annað tap Atlanta í röð eftir fimm sigurleiki í röð. Spennan er ekki síður mikil vestanmegin um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Phoenix er nú í mikilli baráttu við Memphis og Dallas um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni eftir frábæra endurkomu gegn Minnesota í nótt. Phoenix vann, 127-120, en var mest 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Kevin Love var með 36 stig og fjórtán fráköst fyrir Minnesota en Phoenix skaut frábærlega í síðari hálfleik og tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að staðan var jöfn, 118-118.Dallas tapaði hins vegar fyrir Brooklyn, 107-104, í framlengdum leik þar sem Joe Johnson var allt í öllu. Hann skoraði 22 stig fyrir Nets, tryggði liðinu framlengingu og setti niður þrist í lok framlengingarinnar sem fór langt með að tryggja sigurinn. Brooklyn er í góðri stöðu í fimmta sæti austurdeildarinnar en þjálfari liðsins er Jason Kidd, fyrrum leikmaður Dallas. Hann hélt upp á 41 árs afmæli sitt í gær.Úrslit næturinnar: Toronto - Atlanta 96-86 Minnesota - Phoenix 120-127 Denver - Washington 105-102 Sacramento - Milwaukee 124-107 Dallas - Brooklyn 104-107 New York - Cleveland 100-106 LA Lakers - Orlando 103-94 NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
New York missti af upplögðu tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Cleveland vann New York á útivelli, 106-100, þar sem Jarret Jack skoraði 31 stig og var óstöðvandi undir lok leiksins. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Knicks-mönnum og þá sérstaklega Carmelo Anthony sem klikkaði á síðustu fimm skotum sínum í leiknum. Fyrr um kvöldið hafði Atlanta tapað fyrir Toronto og hefði því sigur fært New York enn nær sæti í úrslitakeppninni. En Atlanta, sem er í áttunda sæti austurdeildarinnar, er enn með tveggja sigurleikja forystu á Knicks. Toronto vann tíu stiga sigur á Atlanta, 96-86, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í fjórða leikhluta. Kyle Lowry skoraði 25 stig fyrir Toronto en þetta var annað tap Atlanta í röð eftir fimm sigurleiki í röð. Spennan er ekki síður mikil vestanmegin um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Phoenix er nú í mikilli baráttu við Memphis og Dallas um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni eftir frábæra endurkomu gegn Minnesota í nótt. Phoenix vann, 127-120, en var mest 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Kevin Love var með 36 stig og fjórtán fráköst fyrir Minnesota en Phoenix skaut frábærlega í síðari hálfleik og tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að staðan var jöfn, 118-118.Dallas tapaði hins vegar fyrir Brooklyn, 107-104, í framlengdum leik þar sem Joe Johnson var allt í öllu. Hann skoraði 22 stig fyrir Nets, tryggði liðinu framlengingu og setti niður þrist í lok framlengingarinnar sem fór langt með að tryggja sigurinn. Brooklyn er í góðri stöðu í fimmta sæti austurdeildarinnar en þjálfari liðsins er Jason Kidd, fyrrum leikmaður Dallas. Hann hélt upp á 41 árs afmæli sitt í gær.Úrslit næturinnar: Toronto - Atlanta 96-86 Minnesota - Phoenix 120-127 Denver - Washington 105-102 Sacramento - Milwaukee 124-107 Dallas - Brooklyn 104-107 New York - Cleveland 100-106 LA Lakers - Orlando 103-94
NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira