NBA í nótt: Cleveland stöðvaði New York Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 09:00 New York missti af upplögðu tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Cleveland vann New York á útivelli, 106-100, þar sem Jarret Jack skoraði 31 stig og var óstöðvandi undir lok leiksins. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Knicks-mönnum og þá sérstaklega Carmelo Anthony sem klikkaði á síðustu fimm skotum sínum í leiknum. Fyrr um kvöldið hafði Atlanta tapað fyrir Toronto og hefði því sigur fært New York enn nær sæti í úrslitakeppninni. En Atlanta, sem er í áttunda sæti austurdeildarinnar, er enn með tveggja sigurleikja forystu á Knicks. Toronto vann tíu stiga sigur á Atlanta, 96-86, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í fjórða leikhluta. Kyle Lowry skoraði 25 stig fyrir Toronto en þetta var annað tap Atlanta í röð eftir fimm sigurleiki í röð. Spennan er ekki síður mikil vestanmegin um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Phoenix er nú í mikilli baráttu við Memphis og Dallas um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni eftir frábæra endurkomu gegn Minnesota í nótt. Phoenix vann, 127-120, en var mest 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Kevin Love var með 36 stig og fjórtán fráköst fyrir Minnesota en Phoenix skaut frábærlega í síðari hálfleik og tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að staðan var jöfn, 118-118.Dallas tapaði hins vegar fyrir Brooklyn, 107-104, í framlengdum leik þar sem Joe Johnson var allt í öllu. Hann skoraði 22 stig fyrir Nets, tryggði liðinu framlengingu og setti niður þrist í lok framlengingarinnar sem fór langt með að tryggja sigurinn. Brooklyn er í góðri stöðu í fimmta sæti austurdeildarinnar en þjálfari liðsins er Jason Kidd, fyrrum leikmaður Dallas. Hann hélt upp á 41 árs afmæli sitt í gær.Úrslit næturinnar: Toronto - Atlanta 96-86 Minnesota - Phoenix 120-127 Denver - Washington 105-102 Sacramento - Milwaukee 124-107 Dallas - Brooklyn 104-107 New York - Cleveland 100-106 LA Lakers - Orlando 103-94 NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
New York missti af upplögðu tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Cleveland vann New York á útivelli, 106-100, þar sem Jarret Jack skoraði 31 stig og var óstöðvandi undir lok leiksins. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Knicks-mönnum og þá sérstaklega Carmelo Anthony sem klikkaði á síðustu fimm skotum sínum í leiknum. Fyrr um kvöldið hafði Atlanta tapað fyrir Toronto og hefði því sigur fært New York enn nær sæti í úrslitakeppninni. En Atlanta, sem er í áttunda sæti austurdeildarinnar, er enn með tveggja sigurleikja forystu á Knicks. Toronto vann tíu stiga sigur á Atlanta, 96-86, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í fjórða leikhluta. Kyle Lowry skoraði 25 stig fyrir Toronto en þetta var annað tap Atlanta í röð eftir fimm sigurleiki í röð. Spennan er ekki síður mikil vestanmegin um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Phoenix er nú í mikilli baráttu við Memphis og Dallas um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni eftir frábæra endurkomu gegn Minnesota í nótt. Phoenix vann, 127-120, en var mest 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Kevin Love var með 36 stig og fjórtán fráköst fyrir Minnesota en Phoenix skaut frábærlega í síðari hálfleik og tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að staðan var jöfn, 118-118.Dallas tapaði hins vegar fyrir Brooklyn, 107-104, í framlengdum leik þar sem Joe Johnson var allt í öllu. Hann skoraði 22 stig fyrir Nets, tryggði liðinu framlengingu og setti niður þrist í lok framlengingarinnar sem fór langt með að tryggja sigurinn. Brooklyn er í góðri stöðu í fimmta sæti austurdeildarinnar en þjálfari liðsins er Jason Kidd, fyrrum leikmaður Dallas. Hann hélt upp á 41 árs afmæli sitt í gær.Úrslit næturinnar: Toronto - Atlanta 96-86 Minnesota - Phoenix 120-127 Denver - Washington 105-102 Sacramento - Milwaukee 124-107 Dallas - Brooklyn 104-107 New York - Cleveland 100-106 LA Lakers - Orlando 103-94
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira