NBA í nótt: Cleveland stöðvaði New York Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 09:00 New York missti af upplögðu tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Cleveland vann New York á útivelli, 106-100, þar sem Jarret Jack skoraði 31 stig og var óstöðvandi undir lok leiksins. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Knicks-mönnum og þá sérstaklega Carmelo Anthony sem klikkaði á síðustu fimm skotum sínum í leiknum. Fyrr um kvöldið hafði Atlanta tapað fyrir Toronto og hefði því sigur fært New York enn nær sæti í úrslitakeppninni. En Atlanta, sem er í áttunda sæti austurdeildarinnar, er enn með tveggja sigurleikja forystu á Knicks. Toronto vann tíu stiga sigur á Atlanta, 96-86, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í fjórða leikhluta. Kyle Lowry skoraði 25 stig fyrir Toronto en þetta var annað tap Atlanta í röð eftir fimm sigurleiki í röð. Spennan er ekki síður mikil vestanmegin um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Phoenix er nú í mikilli baráttu við Memphis og Dallas um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni eftir frábæra endurkomu gegn Minnesota í nótt. Phoenix vann, 127-120, en var mest 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Kevin Love var með 36 stig og fjórtán fráköst fyrir Minnesota en Phoenix skaut frábærlega í síðari hálfleik og tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að staðan var jöfn, 118-118.Dallas tapaði hins vegar fyrir Brooklyn, 107-104, í framlengdum leik þar sem Joe Johnson var allt í öllu. Hann skoraði 22 stig fyrir Nets, tryggði liðinu framlengingu og setti niður þrist í lok framlengingarinnar sem fór langt með að tryggja sigurinn. Brooklyn er í góðri stöðu í fimmta sæti austurdeildarinnar en þjálfari liðsins er Jason Kidd, fyrrum leikmaður Dallas. Hann hélt upp á 41 árs afmæli sitt í gær.Úrslit næturinnar: Toronto - Atlanta 96-86 Minnesota - Phoenix 120-127 Denver - Washington 105-102 Sacramento - Milwaukee 124-107 Dallas - Brooklyn 104-107 New York - Cleveland 100-106 LA Lakers - Orlando 103-94 NBA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
New York missti af upplögðu tækifæri til að styrkja stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Cleveland vann New York á útivelli, 106-100, þar sem Jarret Jack skoraði 31 stig og var óstöðvandi undir lok leiksins. Að sama skapi gekk ekkert upp hjá Knicks-mönnum og þá sérstaklega Carmelo Anthony sem klikkaði á síðustu fimm skotum sínum í leiknum. Fyrr um kvöldið hafði Atlanta tapað fyrir Toronto og hefði því sigur fært New York enn nær sæti í úrslitakeppninni. En Atlanta, sem er í áttunda sæti austurdeildarinnar, er enn með tveggja sigurleikja forystu á Knicks. Toronto vann tíu stiga sigur á Atlanta, 96-86, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir í fjórða leikhluta. Kyle Lowry skoraði 25 stig fyrir Toronto en þetta var annað tap Atlanta í röð eftir fimm sigurleiki í röð. Spennan er ekki síður mikil vestanmegin um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Phoenix er nú í mikilli baráttu við Memphis og Dallas um síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni eftir frábæra endurkomu gegn Minnesota í nótt. Phoenix vann, 127-120, en var mest 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Kevin Love var með 36 stig og fjórtán fráköst fyrir Minnesota en Phoenix skaut frábærlega í síðari hálfleik og tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að staðan var jöfn, 118-118.Dallas tapaði hins vegar fyrir Brooklyn, 107-104, í framlengdum leik þar sem Joe Johnson var allt í öllu. Hann skoraði 22 stig fyrir Nets, tryggði liðinu framlengingu og setti niður þrist í lok framlengingarinnar sem fór langt með að tryggja sigurinn. Brooklyn er í góðri stöðu í fimmta sæti austurdeildarinnar en þjálfari liðsins er Jason Kidd, fyrrum leikmaður Dallas. Hann hélt upp á 41 árs afmæli sitt í gær.Úrslit næturinnar: Toronto - Atlanta 96-86 Minnesota - Phoenix 120-127 Denver - Washington 105-102 Sacramento - Milwaukee 124-107 Dallas - Brooklyn 104-107 New York - Cleveland 100-106 LA Lakers - Orlando 103-94
NBA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira