Rússar loka úkraínsku súkkulaðifyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 14:08 Petro Poroshenko. AFP Sjöundi ríkasti maður Úkraínu, Petro Poroshenko, er ekki í náðinni hjá rússneskum yfirvöldum nú og hafa þau lokað stórri súkkulaðiverksmiðju í hans eigu. Poroshenko hefur boðað framboð sitt til forseta í Úkraínu í maí og hann hefur verið á meðal áhrifamikilla Úkraínubúa sem mótmælt hafa yfirtöku Rússa á Krímskaga og afskiptum þeirra í Úkraínu. Það fellur ekki vel í kramið í Kreml og réðist rússneska lögreglan inn í súkkulaðiverksmiðju hans á miðvikudaginn og sendi alla starfsmenn heim. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem rússnesk yfirvöld hafa afskipti af fyrirtæki Poroshenko, en í júlí síðastliðnum bönnuðu þau sölu súkkulaðis frá Úkraínu í Rússlandi af heislufarsástæðum. Yfirvöld í Úkraínu hafa bent á að það hafi aðeins yfirskyn og ekkert vaki fyrir rússneskum yfirvöldum nema að leggja stein í götu Poroshenko. Banninu var síðan aflétt í nóvember, en nú hafa rússnesk stjórnvöld gengið enn lengra og lokað verksmiðju hans. Aðgerðir Rússa eru því víðtækari en svo að þau einskorðist við Krímskaga, afskipti af viðskiptalífi í Úkraínu eru því hafin í því augnamiði að veikja andstöðu þeirra sem berjast gegn afskiptum Rússa í Úkraínu sjálfri. Roshen, í eigu Petro Poroshenko, er mjög stórsúkkulaðiframleiðandi. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sjöundi ríkasti maður Úkraínu, Petro Poroshenko, er ekki í náðinni hjá rússneskum yfirvöldum nú og hafa þau lokað stórri súkkulaðiverksmiðju í hans eigu. Poroshenko hefur boðað framboð sitt til forseta í Úkraínu í maí og hann hefur verið á meðal áhrifamikilla Úkraínubúa sem mótmælt hafa yfirtöku Rússa á Krímskaga og afskiptum þeirra í Úkraínu. Það fellur ekki vel í kramið í Kreml og réðist rússneska lögreglan inn í súkkulaðiverksmiðju hans á miðvikudaginn og sendi alla starfsmenn heim. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem rússnesk yfirvöld hafa afskipti af fyrirtæki Poroshenko, en í júlí síðastliðnum bönnuðu þau sölu súkkulaðis frá Úkraínu í Rússlandi af heislufarsástæðum. Yfirvöld í Úkraínu hafa bent á að það hafi aðeins yfirskyn og ekkert vaki fyrir rússneskum yfirvöldum nema að leggja stein í götu Poroshenko. Banninu var síðan aflétt í nóvember, en nú hafa rússnesk stjórnvöld gengið enn lengra og lokað verksmiðju hans. Aðgerðir Rússa eru því víðtækari en svo að þau einskorðist við Krímskaga, afskipti af viðskiptalífi í Úkraínu eru því hafin í því augnamiði að veikja andstöðu þeirra sem berjast gegn afskiptum Rússa í Úkraínu sjálfri. Roshen, í eigu Petro Poroshenko, er mjög stórsúkkulaðiframleiðandi.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira