Fer fram á gjaldþrotaskipti yfir Glitni Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:57 Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Sjá meira
Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Sjá meira