Fer fram á gjaldþrotaskipti yfir Glitni Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:57 Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira