Kobe Bryant fjórði maðurinn sem skorar 32.000 stig í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Kobe Bryant gekk sáttur af velli í nótt. vísir/getty Los Angels Lakers vann fyrsta útileik liðsins á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði Atlanta Hawks, 114-109, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þó aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu, en það er í heildina búið að spila ellefu leiki. Lakers er á botni vesturdeildarinnar með tvo sigra og níu töp. Stóra saga leiksins var sú að Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Los Angeles-liðið í leiknum auk þess sem hann tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta. Með stigunum 28 komst hann yfir 32.000 stiga múrinn, en hann er aðeins fjórði maðurinn í sögu NBA sem tekst að skora 32.000 stig eða meira. Hann fékk vítaskot að auki eftir að hann skoraði 32.000 stigið sem hann nýtti og lauk hann leik með 32.001 stig í heildina.Michael Jordan er næsta skotmark Kobe Bryant.vísir/gettyKobe vantar nú aðeins 292 stig til að komast upp fyrir Michael Jordan á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi, en Jordan skoraði 32.292 stig fyrir Chicago Bulls og Washington Wizards á sautján ára ferli í NBA-deildinni. Jordan var þó öllu sneggri en Kobe að skora 32.000 stig. Það tók hann „aðeins“ 1.059 leiki á meðan Kobe var að spila 1.256 leikinn sinn í NBA deildinni. Bæði Kareem Abdul-Jabaar (1.194 leikir) og Karl Malone (1.235 leikir) voru fljótari en Kobe að ná þessum áfanga. Kobe mun vafalítið ná Jordan og komast í þriðja sæti stigalistans, en það er þó öllu lengra í Karl Malone sem er í öðru sæti með 36.928 stig. Kareem Abdul-Jabbar trónir öruggur á toppnum með 38.387 stig. Af tíu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar eru aðeins tveir sem eru að spila í deildinni, en það eru Kobe Bryant og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks. Þrír aðrir leikir fóru fram í nótt. Oklahoma City Thunder heldur áfram að eiga í erfiðleikum án Russells Westbrooks og Kevins Durants, en liðið tapaði fyrir Utah Jazz, 98-81, á útivelli í nótt. Anthony Davis heldur áfram að spila eins og kóngur fyrir New Orleans Pelicans, en hann skoraði 28 stig og tók 9 fráköst í 106-100 útisigur á Sacramento Kings og þá lagði Milwaukee Bucks lið New York Knicks á heimavelli, 117-113.Stigahæstir í sögu NBA-deildarinnar: 1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387 2. Karl Malone 36.928 3. Michael Jordan 32.292 4. Kobe Bryant 32.001 5. Wilt Chamberlain 31.419 6. Shaquille O'Neal 28.596 7. Moses Malone 27.409 8. Elvin Hayes 7.313 9. Dirk Nowitzki 27.002 10. Hakeem Olajuwon 26.946Kobe Bryant becomes the 4th player in NBA history to surpass the 32,000 point mark (Jordan, K. Malone, Abdul-Jabbar)— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2014 Games to reach 32,000 career points: • Michael Jordan - 1,059 • Kareem Abdul-Jabaar - 1,194 • Karl Malone - 1,235 • Kobe Bryant - 1,256— SportsCenter (@SportsCenter) November 19, 2014 32,001 in the books. 292 from passing MJ. Details of @kobebryant joining the 32K club: http://t.co/uxrB2DH5S3 pic.twitter.com/Ibib2Nb4XH— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 Point #32,000 for @kobebryant and he's fouled!! Lakers up 107-102 with a FT coming.— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Los Angels Lakers vann fyrsta útileik liðsins á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði Atlanta Hawks, 114-109, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þó aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu, en það er í heildina búið að spila ellefu leiki. Lakers er á botni vesturdeildarinnar með tvo sigra og níu töp. Stóra saga leiksins var sú að Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Los Angeles-liðið í leiknum auk þess sem hann tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta. Með stigunum 28 komst hann yfir 32.000 stiga múrinn, en hann er aðeins fjórði maðurinn í sögu NBA sem tekst að skora 32.000 stig eða meira. Hann fékk vítaskot að auki eftir að hann skoraði 32.000 stigið sem hann nýtti og lauk hann leik með 32.001 stig í heildina.Michael Jordan er næsta skotmark Kobe Bryant.vísir/gettyKobe vantar nú aðeins 292 stig til að komast upp fyrir Michael Jordan á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi, en Jordan skoraði 32.292 stig fyrir Chicago Bulls og Washington Wizards á sautján ára ferli í NBA-deildinni. Jordan var þó öllu sneggri en Kobe að skora 32.000 stig. Það tók hann „aðeins“ 1.059 leiki á meðan Kobe var að spila 1.256 leikinn sinn í NBA deildinni. Bæði Kareem Abdul-Jabaar (1.194 leikir) og Karl Malone (1.235 leikir) voru fljótari en Kobe að ná þessum áfanga. Kobe mun vafalítið ná Jordan og komast í þriðja sæti stigalistans, en það er þó öllu lengra í Karl Malone sem er í öðru sæti með 36.928 stig. Kareem Abdul-Jabbar trónir öruggur á toppnum með 38.387 stig. Af tíu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar eru aðeins tveir sem eru að spila í deildinni, en það eru Kobe Bryant og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks. Þrír aðrir leikir fóru fram í nótt. Oklahoma City Thunder heldur áfram að eiga í erfiðleikum án Russells Westbrooks og Kevins Durants, en liðið tapaði fyrir Utah Jazz, 98-81, á útivelli í nótt. Anthony Davis heldur áfram að spila eins og kóngur fyrir New Orleans Pelicans, en hann skoraði 28 stig og tók 9 fráköst í 106-100 útisigur á Sacramento Kings og þá lagði Milwaukee Bucks lið New York Knicks á heimavelli, 117-113.Stigahæstir í sögu NBA-deildarinnar: 1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387 2. Karl Malone 36.928 3. Michael Jordan 32.292 4. Kobe Bryant 32.001 5. Wilt Chamberlain 31.419 6. Shaquille O'Neal 28.596 7. Moses Malone 27.409 8. Elvin Hayes 7.313 9. Dirk Nowitzki 27.002 10. Hakeem Olajuwon 26.946Kobe Bryant becomes the 4th player in NBA history to surpass the 32,000 point mark (Jordan, K. Malone, Abdul-Jabbar)— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2014 Games to reach 32,000 career points: • Michael Jordan - 1,059 • Kareem Abdul-Jabaar - 1,194 • Karl Malone - 1,235 • Kobe Bryant - 1,256— SportsCenter (@SportsCenter) November 19, 2014 32,001 in the books. 292 from passing MJ. Details of @kobebryant joining the 32K club: http://t.co/uxrB2DH5S3 pic.twitter.com/Ibib2Nb4XH— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 Point #32,000 for @kobebryant and he's fouled!! Lakers up 107-102 with a FT coming.— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira