Viðskipti innlent

Aukið fjármagn til landkynningar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Verkefnið fer fram undir merkjum Inspired by Iceland.
Verkefnið fer fram undir merkjum Inspired by Iceland. Mynd/aðsend
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita markaðsverkefninu „Ísland – allt árið“ allt að 200 milljónir á næstu tveimur árum sé samanlögð fjárhæð annarra þátttakenda ekki lægri upphæð.

Verkefnið er kynningarverkefni sem ætlað er að jafna árstíðasveiflur í ferðaþjónustu og bæta viðhorf ferðamanna gagnvart Íslandi.

Lágmarksframlag þátttakenda til samningsins er tuttugu milljónir króna. Aðilum er heimilt að mynda hóp sem yrði aðili að samningnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×