Drykkja á freyðivíni nálgast góðærisárin Haraldur Guðmundsson skrifar 31. desember 2014 08:00 Kampavínssala er óhefðbundinn efnahagsvísir í samanburði við aðra eins og landsframleiðslu og atvinnuleysistölur. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að sala á freyðivíni verði meiri á árinu sem nú er að líða en á öðrum árum frá efnahagshruninu. Í byrjun vikunnar höfðu tæplega 106 þúsund lítrar selst, næstum jafn mikið og í fyrra, en þá voru söluhæstu dagar ársins eftir. „Um fjórtán prósent af heildarsölu freyðivíns selst á þessum tveimur síðustu dögum ársins og því er útlit fyrir að salan verði meiri en hún hefur verið frá árinu 2008,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Alls seldust 106 þúsund lítrar af freyðivíni í fyrra. Salan hefur aukist ár frá ári frá 2009 þegar hún féll um 18 prósent milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur meðalverð á seldu freyðivíni hækkað á árinu. Ekki liggur fyrir hvort sala á kampavíni hafi aukist milli ára en Sigrún segir allt stefna í aukningu í þeirri tegund freyðivíns. „Hlutfall kampavíns í lítrasölu freyðivíns hefur verið í kringum fimm prósent. Svo hefur ólíkum tegundum af freyðivíni í verslunum ÁTVR einnig fjölgað en í árslok 2013 voru þær sextíu en 71 núna,“ segir Sigrún. Greiningardeild Arion banka gerði kampavínssölu hér á landi að umfjöllunarefni í Markaðspunktum deildarinnar í maí síðastliðnum. Kom þar fram að salan á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var sautján prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Söluaukningin átti bæði við um dýrt sem ódýrt kampavín og fólst því ekki í að kaupendur væru að færa sig í auknum mæli í ódýrari tegundir kampavíns á kostnað dýrari. „Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar af leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. […] Svo virðist sem sala kampavíns gefi nokkuð góða mynd af gangi hagkerfisins á hverjum tíma og hefur hún skýra jákvæða fylgni bæði við hagvöxt og einkaneyslu,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Mest lesið Play hættir starfsemi Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play hættir starfsemi Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Sjá meira
Útlit er fyrir að sala á freyðivíni verði meiri á árinu sem nú er að líða en á öðrum árum frá efnahagshruninu. Í byrjun vikunnar höfðu tæplega 106 þúsund lítrar selst, næstum jafn mikið og í fyrra, en þá voru söluhæstu dagar ársins eftir. „Um fjórtán prósent af heildarsölu freyðivíns selst á þessum tveimur síðustu dögum ársins og því er útlit fyrir að salan verði meiri en hún hefur verið frá árinu 2008,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Alls seldust 106 þúsund lítrar af freyðivíni í fyrra. Salan hefur aukist ár frá ári frá 2009 þegar hún féll um 18 prósent milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur meðalverð á seldu freyðivíni hækkað á árinu. Ekki liggur fyrir hvort sala á kampavíni hafi aukist milli ára en Sigrún segir allt stefna í aukningu í þeirri tegund freyðivíns. „Hlutfall kampavíns í lítrasölu freyðivíns hefur verið í kringum fimm prósent. Svo hefur ólíkum tegundum af freyðivíni í verslunum ÁTVR einnig fjölgað en í árslok 2013 voru þær sextíu en 71 núna,“ segir Sigrún. Greiningardeild Arion banka gerði kampavínssölu hér á landi að umfjöllunarefni í Markaðspunktum deildarinnar í maí síðastliðnum. Kom þar fram að salan á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var sautján prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Söluaukningin átti bæði við um dýrt sem ódýrt kampavín og fólst því ekki í að kaupendur væru að færa sig í auknum mæli í ódýrari tegundir kampavíns á kostnað dýrari. „Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar af leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. […] Svo virðist sem sala kampavíns gefi nokkuð góða mynd af gangi hagkerfisins á hverjum tíma og hefur hún skýra jákvæða fylgni bæði við hagvöxt og einkaneyslu,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar.
Mest lesið Play hættir starfsemi Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play hættir starfsemi Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Sjá meira