Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2014 08:59 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. visir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur en þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Stýrivextir bankans eru því nú 5,25 prósent. Hagvöxtur á þessu ári, þar af einkum vöxtur einkaneyslu, stefnir í að verða minni en áður var spáð, ef marka má nýjustu þjóðhagsreikninga. Þær tölur eru hins vegar verulega á skjön við aðrar vísbendingar um þróun eftirspurnar, hvort heldur gögn um innflutning eða ýmsa mælikvarða á veltu. Í tilkynningunni segir að batinn á vinnumarkaði haldi áfram, þótt eitthvað hafi hægt á vexti vinnuaflseftirspurnar. Áfram sé útlit fyrir góðan vöxt innlendrar eftirspurnar og landsframleiðslu á næstu misserum. Verðbólga minnkaði í 1% í nóvember og lítils háttar verðhjöðnun mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu þrátt fyrir töluverðar launahækkanir. Því eru horfur á minni verðbólgu á næstunni en við síðustu vaxtaákvörðun í nóvember eftir því sem fram kemur í tilkynningu bankans. Verðbólga verður því ef að líkum lætur nokkuð undir markmiði a.m.k. fram yfir mitt næsta ár. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað á undanförnum mánuðum og eru nú á helstu mælikvarða við verðbólgumarkmiðið. Þrátt fyrir lækkun nafnvaxta í nóvember hafa raunvextir bankans hækkað frekar sökum umtalsverðrar hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga og eru hærri en staða hagsveiflunnar og nærhorfur gefa tilefni til. Því eru forsendur til að draga hluta hækkunar raunvaxta til baka. Framvinda nafnvaxta ræðst eins og alltaf af þróun eftirspurnar og verðbólgu. Nafnvextir eru nú nálægt því sem ætla má að samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum og verðbólgu við markmið. Haldist verðbólga undir markmiði og verði launahækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun nafnvaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur en þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Stýrivextir bankans eru því nú 5,25 prósent. Hagvöxtur á þessu ári, þar af einkum vöxtur einkaneyslu, stefnir í að verða minni en áður var spáð, ef marka má nýjustu þjóðhagsreikninga. Þær tölur eru hins vegar verulega á skjön við aðrar vísbendingar um þróun eftirspurnar, hvort heldur gögn um innflutning eða ýmsa mælikvarða á veltu. Í tilkynningunni segir að batinn á vinnumarkaði haldi áfram, þótt eitthvað hafi hægt á vexti vinnuaflseftirspurnar. Áfram sé útlit fyrir góðan vöxt innlendrar eftirspurnar og landsframleiðslu á næstu misserum. Verðbólga minnkaði í 1% í nóvember og lítils háttar verðhjöðnun mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu þrátt fyrir töluverðar launahækkanir. Því eru horfur á minni verðbólgu á næstunni en við síðustu vaxtaákvörðun í nóvember eftir því sem fram kemur í tilkynningu bankans. Verðbólga verður því ef að líkum lætur nokkuð undir markmiði a.m.k. fram yfir mitt næsta ár. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað á undanförnum mánuðum og eru nú á helstu mælikvarða við verðbólgumarkmiðið. Þrátt fyrir lækkun nafnvaxta í nóvember hafa raunvextir bankans hækkað frekar sökum umtalsverðrar hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga og eru hærri en staða hagsveiflunnar og nærhorfur gefa tilefni til. Því eru forsendur til að draga hluta hækkunar raunvaxta til baka. Framvinda nafnvaxta ræðst eins og alltaf af þróun eftirspurnar og verðbólgu. Nafnvextir eru nú nálægt því sem ætla má að samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum og verðbólgu við markmið. Haldist verðbólga undir markmiði og verði launahækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun nafnvaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira