Mér var ekki nauðgað Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2014 07:00 Kunningjakona mín birti mjög áhrifamikinn pistil á Facebook í vikunni. Í pistlinum lýsti hún því hvernig henni var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Reykjavík. Hve heppin hún hefði verið að lenda ekki í klóm þess sem sá sér leik á borði þegar hann setti lyfið í drykkinn hennar. Fyrir níu árum, nánast upp á dag, var mér og vinkonu minni byrlað nauðgunarlyf á bar í Reykjavík. Bar sem við heimsóttum nánast hverja helgi. Oftar en ekki vorum við ágætlega hífaðar þegar á barinn var komið en þetta kvöld vorum við allsgáðar. Og nei, við vorum ekki klæddar eins og „druslur“. Og nei, við höfðum ekki hátt og „báðum um“ að vera nauðgað. Við vildum bara fá okkur einn bjór, spjalla saman og fara síðan heim áður en skemmtanalífið færi í þriðja gír. Við, eins og þessi kunningjakona mín, vorum heppnar. Eftir þennan eina bjór man ég ekkert fyrr en ég vaknaði heima hjá mér í engum skóm mörgum klukkutímum seinna. Ég var aum í líkamanum. Og enn þá undir einhvers konar áhrifum. Síðan hitti ég fólk sem hitti mig þetta kvöld. Gott fólk, sem betur fer. Það náði að tengja saman atburði kvöldsins og var það morgunljóst að einstaklingnum sem fannst það vænlegt til árangurs að byrla mér lyf hefði ekki tekist ætlunarverk sitt. Hann nauðgaði mér ekki. Og ekki vinkonu minni heldur. Stundum segi ég frá þessu kvöldi og færi það auðvitað í kómískan búning. Til að láta það ekki á mig fá. En oft kemur upp í huga minn hugsunin „hvað ef ég hefði ekki verið svona heppin? Hvar væri ég í dag? Hvernig væri líf mitt öðru vísi?“ Þessum spurningum get ég ekki svarað því ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki sloppið. Það fylgdi því nógu mikil skömm og reiði að vera ekki nauðgað þetta kvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun
Kunningjakona mín birti mjög áhrifamikinn pistil á Facebook í vikunni. Í pistlinum lýsti hún því hvernig henni var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Reykjavík. Hve heppin hún hefði verið að lenda ekki í klóm þess sem sá sér leik á borði þegar hann setti lyfið í drykkinn hennar. Fyrir níu árum, nánast upp á dag, var mér og vinkonu minni byrlað nauðgunarlyf á bar í Reykjavík. Bar sem við heimsóttum nánast hverja helgi. Oftar en ekki vorum við ágætlega hífaðar þegar á barinn var komið en þetta kvöld vorum við allsgáðar. Og nei, við vorum ekki klæddar eins og „druslur“. Og nei, við höfðum ekki hátt og „báðum um“ að vera nauðgað. Við vildum bara fá okkur einn bjór, spjalla saman og fara síðan heim áður en skemmtanalífið færi í þriðja gír. Við, eins og þessi kunningjakona mín, vorum heppnar. Eftir þennan eina bjór man ég ekkert fyrr en ég vaknaði heima hjá mér í engum skóm mörgum klukkutímum seinna. Ég var aum í líkamanum. Og enn þá undir einhvers konar áhrifum. Síðan hitti ég fólk sem hitti mig þetta kvöld. Gott fólk, sem betur fer. Það náði að tengja saman atburði kvöldsins og var það morgunljóst að einstaklingnum sem fannst það vænlegt til árangurs að byrla mér lyf hefði ekki tekist ætlunarverk sitt. Hann nauðgaði mér ekki. Og ekki vinkonu minni heldur. Stundum segi ég frá þessu kvöldi og færi það auðvitað í kómískan búning. Til að láta það ekki á mig fá. En oft kemur upp í huga minn hugsunin „hvað ef ég hefði ekki verið svona heppin? Hvar væri ég í dag? Hvernig væri líf mitt öðru vísi?“ Þessum spurningum get ég ekki svarað því ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki sloppið. Það fylgdi því nógu mikil skömm og reiði að vera ekki nauðgað þetta kvöld.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun