Mér var ekki nauðgað Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2014 07:00 Kunningjakona mín birti mjög áhrifamikinn pistil á Facebook í vikunni. Í pistlinum lýsti hún því hvernig henni var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Reykjavík. Hve heppin hún hefði verið að lenda ekki í klóm þess sem sá sér leik á borði þegar hann setti lyfið í drykkinn hennar. Fyrir níu árum, nánast upp á dag, var mér og vinkonu minni byrlað nauðgunarlyf á bar í Reykjavík. Bar sem við heimsóttum nánast hverja helgi. Oftar en ekki vorum við ágætlega hífaðar þegar á barinn var komið en þetta kvöld vorum við allsgáðar. Og nei, við vorum ekki klæddar eins og „druslur“. Og nei, við höfðum ekki hátt og „báðum um“ að vera nauðgað. Við vildum bara fá okkur einn bjór, spjalla saman og fara síðan heim áður en skemmtanalífið færi í þriðja gír. Við, eins og þessi kunningjakona mín, vorum heppnar. Eftir þennan eina bjór man ég ekkert fyrr en ég vaknaði heima hjá mér í engum skóm mörgum klukkutímum seinna. Ég var aum í líkamanum. Og enn þá undir einhvers konar áhrifum. Síðan hitti ég fólk sem hitti mig þetta kvöld. Gott fólk, sem betur fer. Það náði að tengja saman atburði kvöldsins og var það morgunljóst að einstaklingnum sem fannst það vænlegt til árangurs að byrla mér lyf hefði ekki tekist ætlunarverk sitt. Hann nauðgaði mér ekki. Og ekki vinkonu minni heldur. Stundum segi ég frá þessu kvöldi og færi það auðvitað í kómískan búning. Til að láta það ekki á mig fá. En oft kemur upp í huga minn hugsunin „hvað ef ég hefði ekki verið svona heppin? Hvar væri ég í dag? Hvernig væri líf mitt öðru vísi?“ Þessum spurningum get ég ekki svarað því ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki sloppið. Það fylgdi því nógu mikil skömm og reiði að vera ekki nauðgað þetta kvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun
Kunningjakona mín birti mjög áhrifamikinn pistil á Facebook í vikunni. Í pistlinum lýsti hún því hvernig henni var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Reykjavík. Hve heppin hún hefði verið að lenda ekki í klóm þess sem sá sér leik á borði þegar hann setti lyfið í drykkinn hennar. Fyrir níu árum, nánast upp á dag, var mér og vinkonu minni byrlað nauðgunarlyf á bar í Reykjavík. Bar sem við heimsóttum nánast hverja helgi. Oftar en ekki vorum við ágætlega hífaðar þegar á barinn var komið en þetta kvöld vorum við allsgáðar. Og nei, við vorum ekki klæddar eins og „druslur“. Og nei, við höfðum ekki hátt og „báðum um“ að vera nauðgað. Við vildum bara fá okkur einn bjór, spjalla saman og fara síðan heim áður en skemmtanalífið færi í þriðja gír. Við, eins og þessi kunningjakona mín, vorum heppnar. Eftir þennan eina bjór man ég ekkert fyrr en ég vaknaði heima hjá mér í engum skóm mörgum klukkutímum seinna. Ég var aum í líkamanum. Og enn þá undir einhvers konar áhrifum. Síðan hitti ég fólk sem hitti mig þetta kvöld. Gott fólk, sem betur fer. Það náði að tengja saman atburði kvöldsins og var það morgunljóst að einstaklingnum sem fannst það vænlegt til árangurs að byrla mér lyf hefði ekki tekist ætlunarverk sitt. Hann nauðgaði mér ekki. Og ekki vinkonu minni heldur. Stundum segi ég frá þessu kvöldi og færi það auðvitað í kómískan búning. Til að láta það ekki á mig fá. En oft kemur upp í huga minn hugsunin „hvað ef ég hefði ekki verið svona heppin? Hvar væri ég í dag? Hvernig væri líf mitt öðru vísi?“ Þessum spurningum get ég ekki svarað því ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki sloppið. Það fylgdi því nógu mikil skömm og reiði að vera ekki nauðgað þetta kvöld.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun