Segir innistæðu fyrir lægra matarverði Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Ólafía B. Rafnsdóttir segir þróun matarverðs ekki hafa fylgt styrkingu krónunnar. Styrking krónunnar hefur ekki skilað sér í lægra verði dagvöru. Þetta segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR stéttarfélags, í grein sem birtist í næsta VR blaði. „Á tímabilinu lækkaði gengisvísitalan um 11% (12,4% styrking gengis). Matarverð eða verð á dagvöru hækkaði á sama tímabili um 1,8% og verð á innfluttri mat- og drykkjarvöru lækkaði um 0,6% samkvæmt mælingum Hagstofunnar,“ segir Ólafía í greininni. Ólafía segist sjá fátt sem bendir til þess að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra matarverði. „Og það er í takt við það sem við neytendur sjáum í buddunni um hver mánaðamót,“ segir Ólafía. Hún spyr því þá sem halda því fram að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra verði á nauðsynjavörum hvar ávinningurinn sé. „Í umræðunni hefur því oft verið haldið fram að útgjöld til matvæla séu sambærileg hjá öllum heimilum, burtséð frá tekjum. Það er ekki allskostar rétt. VR hefur bent á að þeir sem eru á lægri launum verji hlutfallslega meira af sínum ráðstöfunartekjum í matarinnkaup en þeir sem hæstu launin hafa, eins og Útgjaldarannsókn Hagstofunnar sýnir,“ segir Ólafía í grein sinni. Hún segir að tekjuhæstu heimilin verji að meðaltali 10,7% ráðstöfunartekna sinna í mat- og drykkjarvöru en þau tekjulægstu 17,6%. Hagnaður Haga, sem rekur matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, nam rúmum tveimur milljörðum króna á tímabilinu mars til ágúst síðastliðinn. Þetta má sjá í árshlutauppgjöri sem var kynnt síðla í október. Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, sagði við það tilefni að það væri stöðugleiki í verðlagi og tekjuvöxtur lítill. Hann sagði að styrking krónunnar kæmi glöggt fram í því uppgjöri enda væri framlegðin óbreytt. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í samtali við Fréttablaðið það vera alveg ljóst að gengi krónunnar hafi afgerandi áhrif á verðlagið. Hann bendir á tölur Hagstofunnar varðandi verðlag máli sínu til stuðnings. Tólf mánaða verðbólga var eitt prósent í nóvember, en lækkunin skýrist að mestu af lækkun flugfargjalda og lægra olíuverði. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Styrking krónunnar hefur ekki skilað sér í lægra verði dagvöru. Þetta segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR stéttarfélags, í grein sem birtist í næsta VR blaði. „Á tímabilinu lækkaði gengisvísitalan um 11% (12,4% styrking gengis). Matarverð eða verð á dagvöru hækkaði á sama tímabili um 1,8% og verð á innfluttri mat- og drykkjarvöru lækkaði um 0,6% samkvæmt mælingum Hagstofunnar,“ segir Ólafía í greininni. Ólafía segist sjá fátt sem bendir til þess að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra matarverði. „Og það er í takt við það sem við neytendur sjáum í buddunni um hver mánaðamót,“ segir Ólafía. Hún spyr því þá sem halda því fram að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra verði á nauðsynjavörum hvar ávinningurinn sé. „Í umræðunni hefur því oft verið haldið fram að útgjöld til matvæla séu sambærileg hjá öllum heimilum, burtséð frá tekjum. Það er ekki allskostar rétt. VR hefur bent á að þeir sem eru á lægri launum verji hlutfallslega meira af sínum ráðstöfunartekjum í matarinnkaup en þeir sem hæstu launin hafa, eins og Útgjaldarannsókn Hagstofunnar sýnir,“ segir Ólafía í grein sinni. Hún segir að tekjuhæstu heimilin verji að meðaltali 10,7% ráðstöfunartekna sinna í mat- og drykkjarvöru en þau tekjulægstu 17,6%. Hagnaður Haga, sem rekur matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, nam rúmum tveimur milljörðum króna á tímabilinu mars til ágúst síðastliðinn. Þetta má sjá í árshlutauppgjöri sem var kynnt síðla í október. Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, sagði við það tilefni að það væri stöðugleiki í verðlagi og tekjuvöxtur lítill. Hann sagði að styrking krónunnar kæmi glöggt fram í því uppgjöri enda væri framlegðin óbreytt. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í samtali við Fréttablaðið það vera alveg ljóst að gengi krónunnar hafi afgerandi áhrif á verðlagið. Hann bendir á tölur Hagstofunnar varðandi verðlag máli sínu til stuðnings. Tólf mánaða verðbólga var eitt prósent í nóvember, en lækkunin skýrist að mestu af lækkun flugfargjalda og lægra olíuverði.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent