Svipmynd Markaðarins: Vill framleiða 5.000 gaffla á næsta ári Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2014 10:30 Benedikt hefur mikinn áhuga á hjólreiðum og hefur síðustu ár unnið að því að smíða léttustu hágæðahjólagaffla í heimi. Vísir/GVA „Þessa dagana erum við að vinna í að koma vörunni á erlenda markaði en það tekur ansi mikinn tíma að ná utan um þau mál,“ segir Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Lauf Forks. Fyrirtækið hefur þróað og framleitt nýja gerð af hjólagöfflum sem eru smíðaðir úr koltrefjum. Eins og kom fram í Markaðinum í október síðastliðnum þá hefur Lauf samið við bandaríska fyrirtækið QBP um dreifingu á göfflunum í Kanada, Mexíkó og Mið-Ameríku. „QBP er stærsti dreifingaraðili hjólavarnings í heiminum. Þessi samningur er eins og að fá útgáfusamning hjá plötufyrirtæki því varan er nú orðin aðgengileg en svo þarf að gera eitthvað svo hún hreyfist í hillum verslananna. Við erum nú að vinna í því og svo einnig að búa okkur undir vörusýningar í Kaliforníu og Þýskalandi, og úti um allar trissur, sem verða eftir áramót,“ segir Benedikt. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2011, ásamt Guðberg Björnssyni, en fyrirtækið er nú með fimm starfsmenn í fullu starfi. „Við erum núna í fyrsta skipti að fara inn í fulla framleiðslu en gafflarnir eru framleiddir í Kína. Við stefnum að því að framleiða fimm þúsund gaffla á næsta ári.“ Benedikt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2004 og námi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 2007. „Á þeim tíma var lítið mál að fá vinnu og ég réð mig til Ísal í Straumsvík þar sem ég vann á þróunarsviði fyrirtækisins í eitt ár. Síðan fór ég í mastersnám til Bandaríkjanna við Columbia-háskólann.“ Benedikt hóf störf hjá Marorku þegar hann kom aftur heim og var síðar ráðinn til stoðtækjaframleiðandans Össurar. „Ég fór til Össurar af því að ég hafði brennandi áhuga á að hanna áþreifanlegar vörur úr koltrefjum og ég vann á koltrefjadeild fyrirtækisins í um það bil ár. Síðar stofnaði ég Lauf og var þá með mjög grófa frumgerð af göfflunum í höndunum.“ Benedikt er í sambúð með Ragnheiði Jónsdóttur, ritara í forsætisráðuneytinu. Spurður um áhugamál nefnir hann meðal annars hjólreiðar og skvass. „Eins og gefur augaleið þá hef ég mikinn áhuga á hjólreiðum en ég er kannski ekki sá harðasti í nagladekkjunum og hjóla því ekki allt árið um kring. Á veturna er ég ýmist í skvassi eða að æfa hjá Bootcamp. Ég er mest í einhverju sporti þegar ég er ekki hér í vinnunni að reyna að koma þessum málum sem tengjast fyrirtækinu á koppinn.“Brynja HalldórsdóttirBrynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvikur „Ég hef þekkt Benna í allmörg ár en ég og fjölskylda mín kynntust honum í Veggsporti, sem er samkomustaður þeirra sem iðka skvass á Íslandi. Benni er á líkum aldri og börnin mín og þau spila iðulega. Ég sá fljótt hversu mikill eðaldrengur hann Benni er og ekki hef ég enn séð hann missa sig í hita leiksins sem er þó býsna algengt meðal félaganna. Benni er fylginn sér í salnum og mér sýnist að það einkenni hann í því sem hann tekur sér fyrir hendur í lífinu. Þessi eiginleiki hans að hafa stjórn á sér í hita leiksins er svo sannarlega eitthvað sem nýtist honum á þeim vettvangi þar sem hann starfar. Framtíð Íslands er björt með slíka menn innanborðs.“Árni Pétur GunnsteinssonÁrni Pétur Gunnsteinsson, verkfræðingur hjá Össuri ehf „Benni er alltaf léttur í lundu og stutt í húmor og gleði hjá honum. Hann hefur skemmtilega nærveru og tekur sig ekki of hátíðlega. Hann er heldur ekki mikið að stressa sig á einhverjum smáhlutum. Mér er minnisstæð þriggja daga gönguferð sem við fórum saman í skógi í Taílandi og hann tók ekkert með sér nema fötin sem hann var í, stuttbuxur, bol og strigaskó. Í þrjá daga! Það sem er lýsandi fyrir Benna er þessi ástríða sem hann hefur í þeim verkefnum sem honum finnst áhugaverð. Hann hefur mjög skýra rökhugsun og mikla þrautseigju svo það virðist sem ekkert verkefni sé of stórt eða flókið fyrir hann." Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
„Þessa dagana erum við að vinna í að koma vörunni á erlenda markaði en það tekur ansi mikinn tíma að ná utan um þau mál,“ segir Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Lauf Forks. Fyrirtækið hefur þróað og framleitt nýja gerð af hjólagöfflum sem eru smíðaðir úr koltrefjum. Eins og kom fram í Markaðinum í október síðastliðnum þá hefur Lauf samið við bandaríska fyrirtækið QBP um dreifingu á göfflunum í Kanada, Mexíkó og Mið-Ameríku. „QBP er stærsti dreifingaraðili hjólavarnings í heiminum. Þessi samningur er eins og að fá útgáfusamning hjá plötufyrirtæki því varan er nú orðin aðgengileg en svo þarf að gera eitthvað svo hún hreyfist í hillum verslananna. Við erum nú að vinna í því og svo einnig að búa okkur undir vörusýningar í Kaliforníu og Þýskalandi, og úti um allar trissur, sem verða eftir áramót,“ segir Benedikt. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2011, ásamt Guðberg Björnssyni, en fyrirtækið er nú með fimm starfsmenn í fullu starfi. „Við erum núna í fyrsta skipti að fara inn í fulla framleiðslu en gafflarnir eru framleiddir í Kína. Við stefnum að því að framleiða fimm þúsund gaffla á næsta ári.“ Benedikt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2004 og námi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 2007. „Á þeim tíma var lítið mál að fá vinnu og ég réð mig til Ísal í Straumsvík þar sem ég vann á þróunarsviði fyrirtækisins í eitt ár. Síðan fór ég í mastersnám til Bandaríkjanna við Columbia-háskólann.“ Benedikt hóf störf hjá Marorku þegar hann kom aftur heim og var síðar ráðinn til stoðtækjaframleiðandans Össurar. „Ég fór til Össurar af því að ég hafði brennandi áhuga á að hanna áþreifanlegar vörur úr koltrefjum og ég vann á koltrefjadeild fyrirtækisins í um það bil ár. Síðar stofnaði ég Lauf og var þá með mjög grófa frumgerð af göfflunum í höndunum.“ Benedikt er í sambúð með Ragnheiði Jónsdóttur, ritara í forsætisráðuneytinu. Spurður um áhugamál nefnir hann meðal annars hjólreiðar og skvass. „Eins og gefur augaleið þá hef ég mikinn áhuga á hjólreiðum en ég er kannski ekki sá harðasti í nagladekkjunum og hjóla því ekki allt árið um kring. Á veturna er ég ýmist í skvassi eða að æfa hjá Bootcamp. Ég er mest í einhverju sporti þegar ég er ekki hér í vinnunni að reyna að koma þessum málum sem tengjast fyrirtækinu á koppinn.“Brynja HalldórsdóttirBrynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvikur „Ég hef þekkt Benna í allmörg ár en ég og fjölskylda mín kynntust honum í Veggsporti, sem er samkomustaður þeirra sem iðka skvass á Íslandi. Benni er á líkum aldri og börnin mín og þau spila iðulega. Ég sá fljótt hversu mikill eðaldrengur hann Benni er og ekki hef ég enn séð hann missa sig í hita leiksins sem er þó býsna algengt meðal félaganna. Benni er fylginn sér í salnum og mér sýnist að það einkenni hann í því sem hann tekur sér fyrir hendur í lífinu. Þessi eiginleiki hans að hafa stjórn á sér í hita leiksins er svo sannarlega eitthvað sem nýtist honum á þeim vettvangi þar sem hann starfar. Framtíð Íslands er björt með slíka menn innanborðs.“Árni Pétur GunnsteinssonÁrni Pétur Gunnsteinsson, verkfræðingur hjá Össuri ehf „Benni er alltaf léttur í lundu og stutt í húmor og gleði hjá honum. Hann hefur skemmtilega nærveru og tekur sig ekki of hátíðlega. Hann er heldur ekki mikið að stressa sig á einhverjum smáhlutum. Mér er minnisstæð þriggja daga gönguferð sem við fórum saman í skógi í Taílandi og hann tók ekkert með sér nema fötin sem hann var í, stuttbuxur, bol og strigaskó. Í þrjá daga! Það sem er lýsandi fyrir Benna er þessi ástríða sem hann hefur í þeim verkefnum sem honum finnst áhugaverð. Hann hefur mjög skýra rökhugsun og mikla þrautseigju svo það virðist sem ekkert verkefni sé of stórt eða flókið fyrir hann."
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent