Viðskipti innlent

Spölur hagnaðist um 355 milljónir króna

Spölur er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.
Spölur er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. Vísir/Pjetur
Spölur, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, hagnaðist um 355 milljónir króna á síðasta ári sem var aukning um 117 milljónir króna frá fyrra ári. Hagnaður félagsins eftir skatta á fjórða ársfjórðungi félagsins nam 38 milljónum króna en á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 9 milljónum, samkvæmt tilkynningu um ársuppgjör félagsins.

Veggjöld um Hvalfjarðargöng námu 1,091 milljörðum króna í fyrra samanborið við 1,058 milljarða árið 2012.

Rekstrarkostnaður Spalar án afskrifta fyrir tímabilið nam 329 milljónum króna og lækkaði um tæpar 13 milljónir frá árinu áður þegar hann nam 342 milljónum. Skýrist þessi lækkun fyrst og fremst af lækkun á tryggingum og aðkeyptri sérfræðiþjónustu.

Afskriftir á árinu námu samtals 120 milljónum króna og voru á sama tímabili árið áður 116 milljónir. Skuldir lækkuðu úr 3.821 milljónum þann 31. desember 2012 í 3.473 milljónir þann 31. desember 2013.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×