Starfshópar vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2014 11:23 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvo starfshópa vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána. Öðrum hópnum er falið að annast undirbúning og gerð lagafrumvarpa í tengslum við beina niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána, en hinum að vinna heildstæðar tillögur vegna ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána.Starfshópur vegna beinnar niðurfærslu húsnæðislána Starfshópi um gerð lagafrumvarpa er ætlað að greina á hvaða sviðum þörf er á sérstökum lagaheimildum og fyrirmælum í lögum vegna beinnar niðurfærslu húsnæðislána. Þá er starfshópnum ætlað að semja frumvörp um framkvæmdina sem lögð verða fram á yfirstandandi þingi. Frumvörpin skulu byggja á þeim tillögum sem kynntar voru í skýrslu sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun húsnæðislána að teknu tilliti til niðurstaðna úr vinnu starfshópa á vegum verkefnisstjórnar, sem falið verður að taka til skoðunar ýmsa þætti um framkvæmd skuldaleiðréttingar. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn starfi fram á mitt ár 2014. Hann heyrir undir og hefur samráð við verkefnisstjórn um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Starfshópurinn er þannig skipaður: Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, fjármála- og efnhagsráðuneyti, formaður, Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður, Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri.Starfshópur um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána o.fl. Starfshópnum er falið að gera heildstæða tillögu að eftirfarandi: 1. Kerfi sem heimilar einstaklingum að nýta allt að 6% hluta séreignasparnaðargreiðslna samtals sem innborgun inn á höfuðstól húsnæðislána, skattfrjálst. 2. Húsnæðissparnaðarkerfi sem heimilar einstaklingum að leggja fyrir allt að 6% iðgjaldagreiðslna samtals í séreignasparnað á húsnæðissparnaðarreikning til fyrstu húsnæðiskaupa, skattfrjálst. Hópnum er falið að gera tillögur að öllum verklegum þáttum þessara kerfa, þ.e. draga upp heildarmynd af hvoru kerfi fyrir sig, kortleggja feril greiðslu og lista upp þá aðila sem að málunum koma. Einnig er starfshópnum falið að vinna drög að þeim lagafrumvörpum sem nauðsynleg eru vegna málsins. Starfshópurinn skilar áfangaskýrslu og drögum að lagafrumvörpum fyrir miðjan mars. Starfshópinn skipa: Maríanna Jónasdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður, Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, varaformaður, Anna Valbjörg Ólafsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Arnaldur Loftsson, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða, Elín Alma Arthursdóttir, tilnefnd af ríkisskattstjóra, Soffía Eydís Björgvinsdóttir, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Ólafur Páll Gunnarsson, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja. Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvo starfshópa vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána. Öðrum hópnum er falið að annast undirbúning og gerð lagafrumvarpa í tengslum við beina niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána, en hinum að vinna heildstæðar tillögur vegna ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána.Starfshópur vegna beinnar niðurfærslu húsnæðislána Starfshópi um gerð lagafrumvarpa er ætlað að greina á hvaða sviðum þörf er á sérstökum lagaheimildum og fyrirmælum í lögum vegna beinnar niðurfærslu húsnæðislána. Þá er starfshópnum ætlað að semja frumvörp um framkvæmdina sem lögð verða fram á yfirstandandi þingi. Frumvörpin skulu byggja á þeim tillögum sem kynntar voru í skýrslu sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun húsnæðislána að teknu tilliti til niðurstaðna úr vinnu starfshópa á vegum verkefnisstjórnar, sem falið verður að taka til skoðunar ýmsa þætti um framkvæmd skuldaleiðréttingar. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn starfi fram á mitt ár 2014. Hann heyrir undir og hefur samráð við verkefnisstjórn um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Starfshópurinn er þannig skipaður: Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, fjármála- og efnhagsráðuneyti, formaður, Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður, Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri.Starfshópur um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána o.fl. Starfshópnum er falið að gera heildstæða tillögu að eftirfarandi: 1. Kerfi sem heimilar einstaklingum að nýta allt að 6% hluta séreignasparnaðargreiðslna samtals sem innborgun inn á höfuðstól húsnæðislána, skattfrjálst. 2. Húsnæðissparnaðarkerfi sem heimilar einstaklingum að leggja fyrir allt að 6% iðgjaldagreiðslna samtals í séreignasparnað á húsnæðissparnaðarreikning til fyrstu húsnæðiskaupa, skattfrjálst. Hópnum er falið að gera tillögur að öllum verklegum þáttum þessara kerfa, þ.e. draga upp heildarmynd af hvoru kerfi fyrir sig, kortleggja feril greiðslu og lista upp þá aðila sem að málunum koma. Einnig er starfshópnum falið að vinna drög að þeim lagafrumvörpum sem nauðsynleg eru vegna málsins. Starfshópurinn skilar áfangaskýrslu og drögum að lagafrumvörpum fyrir miðjan mars. Starfshópinn skipa: Maríanna Jónasdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður, Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, varaformaður, Anna Valbjörg Ólafsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Arnaldur Loftsson, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða, Elín Alma Arthursdóttir, tilnefnd af ríkisskattstjóra, Soffía Eydís Björgvinsdóttir, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Ólafur Páll Gunnarsson, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja.
Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira