Tillögur verðtryggingarnefndar bæta ekki hag eins né neins Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2014 12:05 Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir tillögur verðtryggingarnefndar litlu breyta en flækja lánamálin nokkuð. Hann hefur enga trú á að verðtrygging verði afnumin eftir tvö ár. Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir erfitt að sjá að tillögur verðtryggingarnefndar bæti hag eins né neins. Fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst mús. Hann hefur litla trú á því að verðtrygging verði að fullu afnumin eftir tvö ár. Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar skilaði niðurstöðum sínum í gær, þar sem gert er ráð fyrir verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára verði bönnuð og hámarks lánstími slíkra lána verði 25 ár og slík verðtrygging verði ekki heimiluð á lánum til skemmri tíma en tíu ára. Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir þetta ekki breyta miklu. „Ég á nú mjög mjög bágt með að sjá að það sé nokkuð í þessu sem bætir hag eins né neins. Það helsta í þessu er að skammtíma verðtryggð lán eru bönnuð, þ.e.a.s. að lágmarks lánstíminn er lengdur upp í tíu ár. Það kemur þá fyrst og fremst niður á þeim sem hefðu viljað taka verðtryggð bílalán,“ segir Gylfi. Það sé erfitt að sjá að þetta breyti hag nokkurs manns. Það megi segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi mús. „Já, það má eiginlega lýsa því þannig. Þetta er nánast ekkert skref í neina átt,“ segir Gylfi. Hann telji að margir þeirra sem talað hafi djarflega um afnám verðtryggingarinnar hafi haldið að eitthvað allt annað myndi gerast en tillögur nefndarinnar ganga út á. Þær muni einnig flækja lánamálin í landinu að einhverju leyti. „Án þess að það bæti neitt, hvorki hag lántakenda né hagstjórn,“ segir Gylfi.Hefur þú trú á því að seinni hlutinn í tillögunni sem gengur út á það að verðtrygging verði afnumin með öllu upp úr 2016 nái fram að ganga?„Nei, það finnst mér afar ólíklegt. Það þarf eitthvað róttækt að gerast til að það verði niðurstaðan. Væntanlega verður verðtryggingin aldrei afnumin að fullu en hún verður vonandi einhvern tíma orðin ónauðsynleg vegna þess að við höfum náð þeim stöðugleika sem þarf til þess að óverðtryggð langtímalán verði raunhæfur kostur,“ sagði Gylfi Magnússon. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir erfitt að sjá að tillögur verðtryggingarnefndar bæti hag eins né neins. Fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst mús. Hann hefur litla trú á því að verðtrygging verði að fullu afnumin eftir tvö ár. Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar skilaði niðurstöðum sínum í gær, þar sem gert er ráð fyrir verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára verði bönnuð og hámarks lánstími slíkra lána verði 25 ár og slík verðtrygging verði ekki heimiluð á lánum til skemmri tíma en tíu ára. Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir þetta ekki breyta miklu. „Ég á nú mjög mjög bágt með að sjá að það sé nokkuð í þessu sem bætir hag eins né neins. Það helsta í þessu er að skammtíma verðtryggð lán eru bönnuð, þ.e.a.s. að lágmarks lánstíminn er lengdur upp í tíu ár. Það kemur þá fyrst og fremst niður á þeim sem hefðu viljað taka verðtryggð bílalán,“ segir Gylfi. Það sé erfitt að sjá að þetta breyti hag nokkurs manns. Það megi segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi mús. „Já, það má eiginlega lýsa því þannig. Þetta er nánast ekkert skref í neina átt,“ segir Gylfi. Hann telji að margir þeirra sem talað hafi djarflega um afnám verðtryggingarinnar hafi haldið að eitthvað allt annað myndi gerast en tillögur nefndarinnar ganga út á. Þær muni einnig flækja lánamálin í landinu að einhverju leyti. „Án þess að það bæti neitt, hvorki hag lántakenda né hagstjórn,“ segir Gylfi.Hefur þú trú á því að seinni hlutinn í tillögunni sem gengur út á það að verðtrygging verði afnumin með öllu upp úr 2016 nái fram að ganga?„Nei, það finnst mér afar ólíklegt. Það þarf eitthvað róttækt að gerast til að það verði niðurstaðan. Væntanlega verður verðtryggingin aldrei afnumin að fullu en hún verður vonandi einhvern tíma orðin ónauðsynleg vegna þess að við höfum náð þeim stöðugleika sem þarf til þess að óverðtryggð langtímalán verði raunhæfur kostur,“ sagði Gylfi Magnússon.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira