Kerecis stefnir á Bandaríkjamarkað innan 18 mánaða Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. janúar 2014 19:48 Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis stefnir að því að komast inn á bandarískan markað með vörur sínar á næstu 18 mánuðum. Fyrirtækið undirritaði samkomulag við Landspítalann um samstarf við klínískar rannsóknir á þrálátum sárum. Kerecis hefur sérhæft sig í þróun á plástri úr roði á íslenskum þorski sem hefur gefið góða raun í baráttunni við þrálát sár. Þorskurinn hefur í gegnum tíðina skapað íslenskum ríkissjóð gríðarlegar tekjur og þær gætu aukist talsvert. Sérfræðingar í sjávarútvegi tala um að seinni hluti þorsksins sé nú orðinn verðmætari en sá hluti sem notaður er til matvælaframleiðslu. Seinni hlutanum var á árum áður fargað en upp hafa sprottið nýsköpunarfyrirtæki í sjávarútvegi sem vinna að framsæknum og spennandi verkefnum sem eru líkleg til að gera þorskinn að enn verðmætari afurð. Eitt slíkt fyrirtæki er lækningafyrirtækið Kerecis frá Ísafirði sem þróað hefur vöru úr þorskroði. Kerecis fær roð úr þorski sem aflað er á fyrstitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS. Aflaverðmæti skipsins var um 1,8 milljarðar króna á síðasta ári. „Úr þessu roði sem kastað er á skipinu getum við selt vörur fyrir um þrjá milljarða og það er mikil aukning á verðmæti,“ segir Guðmundur F. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis.Vinsælt í Mið-Austurlöndum Í dag skrifaði fyrirtækið undir samning við Landspítalann um samstarf við klínískar rannsóknir. Kerecis fékk nýverið einkaleyfi og hóf sölu á stoðefninu MariGen Omega 3 sem hjálpað hefur mörgum í baráttunni við þrálát sár eða ör. Vörur fyrirtækisins eru komnar í sölu utan landsteinanna og hafa náð athyglisverðum árangri í Mið-Austurlöndum og það af trúarlegum ástæðum. „Samkeppnisvörurnar okkar eru búnar til úr svínaþörmum og múslimar eru ekki mikið fyrir að nota vörur sem unnar eru úr svínum. Því eru okkar vörur vinsælar,“ segir Guðmundur. Stefan er sett á Bandaríkjamarkað á næstu mánuðum. „Bandaríkjamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir okkar vörur. Í þessum flokki seljast vörur fyrir um 700 milljónir dala á ári og það er 22% vöxtur. Það þarf að huga vel að þessum málum og finna réttan samstarfsaðila. Við stefnum að því að vera komin inn á Bandaríkjamarkað eftir 12 til 18 mánuði.“ Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis stefnir að því að komast inn á bandarískan markað með vörur sínar á næstu 18 mánuðum. Fyrirtækið undirritaði samkomulag við Landspítalann um samstarf við klínískar rannsóknir á þrálátum sárum. Kerecis hefur sérhæft sig í þróun á plástri úr roði á íslenskum þorski sem hefur gefið góða raun í baráttunni við þrálát sár. Þorskurinn hefur í gegnum tíðina skapað íslenskum ríkissjóð gríðarlegar tekjur og þær gætu aukist talsvert. Sérfræðingar í sjávarútvegi tala um að seinni hluti þorsksins sé nú orðinn verðmætari en sá hluti sem notaður er til matvælaframleiðslu. Seinni hlutanum var á árum áður fargað en upp hafa sprottið nýsköpunarfyrirtæki í sjávarútvegi sem vinna að framsæknum og spennandi verkefnum sem eru líkleg til að gera þorskinn að enn verðmætari afurð. Eitt slíkt fyrirtæki er lækningafyrirtækið Kerecis frá Ísafirði sem þróað hefur vöru úr þorskroði. Kerecis fær roð úr þorski sem aflað er á fyrstitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS. Aflaverðmæti skipsins var um 1,8 milljarðar króna á síðasta ári. „Úr þessu roði sem kastað er á skipinu getum við selt vörur fyrir um þrjá milljarða og það er mikil aukning á verðmæti,“ segir Guðmundur F. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis.Vinsælt í Mið-Austurlöndum Í dag skrifaði fyrirtækið undir samning við Landspítalann um samstarf við klínískar rannsóknir. Kerecis fékk nýverið einkaleyfi og hóf sölu á stoðefninu MariGen Omega 3 sem hjálpað hefur mörgum í baráttunni við þrálát sár eða ör. Vörur fyrirtækisins eru komnar í sölu utan landsteinanna og hafa náð athyglisverðum árangri í Mið-Austurlöndum og það af trúarlegum ástæðum. „Samkeppnisvörurnar okkar eru búnar til úr svínaþörmum og múslimar eru ekki mikið fyrir að nota vörur sem unnar eru úr svínum. Því eru okkar vörur vinsælar,“ segir Guðmundur. Stefan er sett á Bandaríkjamarkað á næstu mánuðum. „Bandaríkjamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir okkar vörur. Í þessum flokki seljast vörur fyrir um 700 milljónir dala á ári og það er 22% vöxtur. Það þarf að huga vel að þessum málum og finna réttan samstarfsaðila. Við stefnum að því að vera komin inn á Bandaríkjamarkað eftir 12 til 18 mánuði.“
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent