Viðskipti innlent

Jákvæð afkoma Hafnarfjarðar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að þakka megi starfsfólki bæjarins árangurinn.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að þakka megi starfsfólki bæjarins árangurinn. Fréttablaðið/GVA
Rekstrarafgangur Hafnarfjarðarkaupstaðar var umfram áætlanir í fyrra og lækkuðu skuldir um 1.335 milljónir króna. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2013 var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir að þær tölur sem fram koma í ársreikningnum sýni styrka og stöðuga fjármálastjórn.

Í tilkynningu frá Hafnarfirði segir að leitað hafi verið eftir endurfjármögnun á erlendum lánum bæjarins og samþykkt hafi verið að ganga að tilboði Íslandsbanka um endurfjármögnun sem feli í sér grunn að heildstæðri lausn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×