Trúa enn á metanið þrátt fyrir mikið hrun Haraldur Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2014 07:30 Norðurorka á Akureyri og Olís opnuðu í september metanafgreiðslustöð sem getur séð 600 fólksbílum á ári fyrir eldsneyti. Vísir/Auðunn Nýskráningar metanbíla drógust saman um 82 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við sama tíma árið 2012. Bifreiðum sem hefur verið breytt í metanbíla, og voru nýskráðar á þessu ári, fækkaði sömuleiðis en úr 175 í sex. Þetta kemur fram í tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt þeim hafa alls 34 nýskráðir metanbílar farið á götuna á árinu en á fyrstu tíu mánuðum 2012 voru þeir 184. Vinsældir bílanna halda því áfram að minnka en töluverður samdráttur var einnig í nýskráningum í fyrra miðað við árin á undan. „Við höfum í fyrsta lagi rakið samdráttinn til þess að metanbílum fjölgaði hér gríðarlega hratt á sama tíma og eldsneytið var einungis selt á einum útsölustað. Síðan fór hér í gang ákveðið gullgrafaraæði þegar bílum sem voru ekki hannaðir til að brenna metani var breytt í metanbíla. Þá komu upp ýmis vandamál og fúsk sem komu óorði á bílana að ósekju,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Olíufélögin Skeljungur, Olís og N1 hafa nú öll opnað metanafgreiðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og einnig var opnuð stöð á Akureyri í byrjun september. „Það er búið að bæta úr þessu og því bind ég vonir við að sala á metanbílum aukist aftur og að við nýtum áfram þetta eldsneyti sem við eigum hér bundið í öskuhaugum landsins í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið,“ segir Özur. Sigurður Ástgeirsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, sem hefur breytt bílum í metanbíla frá árinu 2006, tekur undir með Özuri um að aðgengi að metani hafi sett strik í reikninginn. „Hins vegar er ég ekki sammála því að ýmsum vandamálum í tengslum við breytingar á bílum sé hér um að kenna. Það komu upp hin og þessi breytingarverkstæði en þau voru öll undir eftirliti Umferðarstofu og það var mikil vinna lögð í úttektir á þessum bílum,“ segir Sigurður. „Menn gengu einfaldlega á vegg því metanið var mjög ódýrt eftir hrun, í samanburði við bensín, og þess vegna fjölgaði metanbílum mjög hratt á sama tíma og dælunum fjölgaði ekki. Við byrjuðum því kannski öll á vitlausum enda en nú er nýtt upphaf og ég held að það sé nú komið að bílaumboðunum að svara kalli þeirra fyrirtækja sem hafa fjárfest í þessu.“ Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Nýskráningar metanbíla drógust saman um 82 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við sama tíma árið 2012. Bifreiðum sem hefur verið breytt í metanbíla, og voru nýskráðar á þessu ári, fækkaði sömuleiðis en úr 175 í sex. Þetta kemur fram í tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt þeim hafa alls 34 nýskráðir metanbílar farið á götuna á árinu en á fyrstu tíu mánuðum 2012 voru þeir 184. Vinsældir bílanna halda því áfram að minnka en töluverður samdráttur var einnig í nýskráningum í fyrra miðað við árin á undan. „Við höfum í fyrsta lagi rakið samdráttinn til þess að metanbílum fjölgaði hér gríðarlega hratt á sama tíma og eldsneytið var einungis selt á einum útsölustað. Síðan fór hér í gang ákveðið gullgrafaraæði þegar bílum sem voru ekki hannaðir til að brenna metani var breytt í metanbíla. Þá komu upp ýmis vandamál og fúsk sem komu óorði á bílana að ósekju,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Olíufélögin Skeljungur, Olís og N1 hafa nú öll opnað metanafgreiðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og einnig var opnuð stöð á Akureyri í byrjun september. „Það er búið að bæta úr þessu og því bind ég vonir við að sala á metanbílum aukist aftur og að við nýtum áfram þetta eldsneyti sem við eigum hér bundið í öskuhaugum landsins í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið,“ segir Özur. Sigurður Ástgeirsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, sem hefur breytt bílum í metanbíla frá árinu 2006, tekur undir með Özuri um að aðgengi að metani hafi sett strik í reikninginn. „Hins vegar er ég ekki sammála því að ýmsum vandamálum í tengslum við breytingar á bílum sé hér um að kenna. Það komu upp hin og þessi breytingarverkstæði en þau voru öll undir eftirliti Umferðarstofu og það var mikil vinna lögð í úttektir á þessum bílum,“ segir Sigurður. „Menn gengu einfaldlega á vegg því metanið var mjög ódýrt eftir hrun, í samanburði við bensín, og þess vegna fjölgaði metanbílum mjög hratt á sama tíma og dælunum fjölgaði ekki. Við byrjuðum því kannski öll á vitlausum enda en nú er nýtt upphaf og ég held að það sé nú komið að bílaumboðunum að svara kalli þeirra fyrirtækja sem hafa fjárfest í þessu.“
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent