Viðskipti innlent

Símafélagið veitir Landsbankanum internetþjónustu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins, og Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, skrifa undir samninginn.
Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins, og Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, skrifa undir samninginn. mynd/aðsend
Landsbankinn og Símafélagið hafa gengið frá samkomulagi um að Símafélagið veiti Landsbankanum internetþjónustu fyrir alla starfsemi bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símafélaginu.

Þjónustan felur í sér að Símafélagið rekur og viðheldur tengileið Landsbankans inn á internetið fyrir alla starfsemi bankans.

„Við erum afar stolt og þakklát fyrir það traust sem Símafélaginu er sýnt með þessum samningi við Landsbankann sem er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins og stærsta fjármálafyrirtækið. Við höfum lagt mikla áherslu á að byggja upp traust og öflug upplýsinga- og fjarskiptakerfi og teljum okkur nú vera jafnoka stóru símafyrirtækjanna á þessu sviði,” segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins.

„Traust fjarskiptaþjónusta er afar mikilvæg fyrir Landsbankann. Við erum ánægð með að semja við Símafélagið um internetþjónustu sem er að sjálfsögðu veigamikill þáttur í bankastarfsemi nútímans. Hjá Landsbankanum starfa rúmlega 1000 starfsmenn í víðtæku útibúaneti um land allt og því mikilvægt að fjarskipti séu bæði örugg og hröð,” segir Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×