Tap MP banka 477 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2014 09:02 visir/arnaldur MP banki tapaði 477 milljónum króna á síðasta ári en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. MP banki afskrifaði viðskiptavild að fjárhæð 772 milljónir króna sem veldur því að afkoma ársins var neikvæð um 477 milljónir króna eftir skatta samanborið við 251 milljón króna jákvæða afkomu árið 2012. Þá var gjaldfærður umtalsverður kostnaður á 4. ársfjórðungi vegna hagræðingaraðgerða og skipulagsbreytinga. Að teknu tilliti til þessara gjaldfærslna var hagnaður af reglulegri starfsemi 346 milljónir króna á árinu 2013. Fram kemur í tilkynningunni að lausafjárstaða bankans í lok síðasta árs hafi verið mjög traust og nam lausafjárþekja bankans, samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands frá 1. desember í fyrra, 134% en lágmarkshlutfall er 70%. Vanskil útlána eru í lágmarki hjá bankanum og námu 90 daga vanskil 1,3% af lánum til viðskiptavina í lok árs. Þetta hlutfall á bankamarkaði hér á landi er á bilinu 3,5% - 6,3% og er vanskilahlutfall MP banka því sérstaklega gott. Eigið fé bankans í árslok nam 5.037 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall bankans hækkaði um 3,4 prósentustig frá upphafi til loka árs og var 14,2% um áramót. Eiginfjárhlutfallið stóð í stað frá lokum september til loka desember þrátt fyrir að afkoma hafi færst úr 590 milljóna króna hagnaði eftir fyrstu 9 mánuði ársins í 477 milljón króna tap fyrir árið í heild. Samkvæmt tilkynningunni skýrist það m.a. af því að óefnislegar eignir, svo sem viðskiptavild, eru ekki hluti af eiginfjárgrunni banka og gjaldfærsla þeirra hefur engin áhrif á eiginfjárhlutfall. Bankinn er vel umfram bæði lögbundið eiginfjárhlutfall og innri viðmið sín. Hreinar þóknanatekjur jukust um 26% á milli ára og námu 1.754 milljónum króna á árinu 2013 samanborið við 1.395 milljónir árið á undan. Hreinar rekstrartekjur lækkuðu lítillega milli ára og voru 3.604 milljónir króna á árinu 2013 samanborið við 3.994 milljónir króna árið 2012. Bankinn minnkaði efnahag sinn á síðasta ári um 13% og námu áhættuvegnar eignir 47% af heildareignum í árslok. Rekstur bankans byggir á hreinum efnahagsreikningi með áherslu á gæði og sveigjanleika eignasafnsins. Langtímaeignir eru tiltölulega lítið hlutfall af efnahagsreikningi sem gerir það að verkum að auðvelt er að aðlaga efnahagsreikninginn að aðstæðum hverju sinni.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka.„Góð afkoma var eftir fyrstu 9 mánuði ársins en afkoma á 4. ársfjórðungi litast af gjaldfærðum kostnaði vegna endurskipulagningar og afskrift viðskiptavildar,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. „Stefnan er að halda áfram að byggja upp traustan banka með hreinan efnahagsreikning og áherslu á gæði og sveigjanleika. Um áramót var eiginfjárhlutfall bankans sterkt eða 14,2%, lausafjárhlutfall er gott og vanskilahlutfall útlána hið lægsta á bankamarkaði.“ Sigurður segir það mikinn styrkleikamerki að viðhalda vaxtatekjum og auka þóknanatekjur um 26% á sama tíma og dregið sé úr áhættu, ráðist í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir og starfsemi aðlöguð að minni efnahag en upphaflega var gert ráð fyrir. „Sá árangur byggir á öflugu starfsfólki bankans. Staða bankans er mjög traust og framundan eru margvísleg spennandi verkefni við uppbyggingu bankans,“ segir Sigurður. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
MP banki tapaði 477 milljónum króna á síðasta ári en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. MP banki afskrifaði viðskiptavild að fjárhæð 772 milljónir króna sem veldur því að afkoma ársins var neikvæð um 477 milljónir króna eftir skatta samanborið við 251 milljón króna jákvæða afkomu árið 2012. Þá var gjaldfærður umtalsverður kostnaður á 4. ársfjórðungi vegna hagræðingaraðgerða og skipulagsbreytinga. Að teknu tilliti til þessara gjaldfærslna var hagnaður af reglulegri starfsemi 346 milljónir króna á árinu 2013. Fram kemur í tilkynningunni að lausafjárstaða bankans í lok síðasta árs hafi verið mjög traust og nam lausafjárþekja bankans, samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands frá 1. desember í fyrra, 134% en lágmarkshlutfall er 70%. Vanskil útlána eru í lágmarki hjá bankanum og námu 90 daga vanskil 1,3% af lánum til viðskiptavina í lok árs. Þetta hlutfall á bankamarkaði hér á landi er á bilinu 3,5% - 6,3% og er vanskilahlutfall MP banka því sérstaklega gott. Eigið fé bankans í árslok nam 5.037 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall bankans hækkaði um 3,4 prósentustig frá upphafi til loka árs og var 14,2% um áramót. Eiginfjárhlutfallið stóð í stað frá lokum september til loka desember þrátt fyrir að afkoma hafi færst úr 590 milljóna króna hagnaði eftir fyrstu 9 mánuði ársins í 477 milljón króna tap fyrir árið í heild. Samkvæmt tilkynningunni skýrist það m.a. af því að óefnislegar eignir, svo sem viðskiptavild, eru ekki hluti af eiginfjárgrunni banka og gjaldfærsla þeirra hefur engin áhrif á eiginfjárhlutfall. Bankinn er vel umfram bæði lögbundið eiginfjárhlutfall og innri viðmið sín. Hreinar þóknanatekjur jukust um 26% á milli ára og námu 1.754 milljónum króna á árinu 2013 samanborið við 1.395 milljónir árið á undan. Hreinar rekstrartekjur lækkuðu lítillega milli ára og voru 3.604 milljónir króna á árinu 2013 samanborið við 3.994 milljónir króna árið 2012. Bankinn minnkaði efnahag sinn á síðasta ári um 13% og námu áhættuvegnar eignir 47% af heildareignum í árslok. Rekstur bankans byggir á hreinum efnahagsreikningi með áherslu á gæði og sveigjanleika eignasafnsins. Langtímaeignir eru tiltölulega lítið hlutfall af efnahagsreikningi sem gerir það að verkum að auðvelt er að aðlaga efnahagsreikninginn að aðstæðum hverju sinni.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka.„Góð afkoma var eftir fyrstu 9 mánuði ársins en afkoma á 4. ársfjórðungi litast af gjaldfærðum kostnaði vegna endurskipulagningar og afskrift viðskiptavildar,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. „Stefnan er að halda áfram að byggja upp traustan banka með hreinan efnahagsreikning og áherslu á gæði og sveigjanleika. Um áramót var eiginfjárhlutfall bankans sterkt eða 14,2%, lausafjárhlutfall er gott og vanskilahlutfall útlána hið lægsta á bankamarkaði.“ Sigurður segir það mikinn styrkleikamerki að viðhalda vaxtatekjum og auka þóknanatekjur um 26% á sama tíma og dregið sé úr áhættu, ráðist í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir og starfsemi aðlöguð að minni efnahag en upphaflega var gert ráð fyrir. „Sá árangur byggir á öflugu starfsfólki bankans. Staða bankans er mjög traust og framundan eru margvísleg spennandi verkefni við uppbyggingu bankans,“ segir Sigurður.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira