Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2014 19:15 Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. Jarðhitasvæðið á Þeistareykjum er á náttúruminjaskrá vegna fjölbreyttra jarðhitamyndana, gufu- og leirhvera. Þar er fer nú fram umfangsmikil jarðvegsvinna vegna nýrrar gufuaflsvirkjunar en þótt aðalframkvæmdasvæðið sé um tvo kílómetra frá hverasvæðinu er óhjákvæmilegt að ásýnd Þeistareykjasvæðisins breytist. Við mat á umhverfisáhrifum lýsti Landsvirkjun því yfir að reynt yrði að fella mannvirkin vel að umhverfinu. Leitast yrði við að draga úr sýnileika þeirra og þar með áhrifum framkvæmdar á ásýnd.Hér má sjá lyng og mosa utan á stóru vinnuplani á Þeistareykjum.Stöð 2/Egill AðalsteinssonÍ ferð okkar um svæðið á dögunum sáum við nokkur dæmi um þetta. Mikil jarðvegsnáma var til dæmis rækilega falin nánast inni í hól. Þá tókum við eftir því að verið var að þekja vegkanta með lynggróðri og mosa, samskonar og er á svæðinu. Þá var einnig verið að reisa stóra sjónmön við væntanlegt stöðvarhús og hún var einnig klædd lyngi. Hjálmar Guðmundsson er verkstjóri hjá G. Hjálmarsson ehf., aðalverktakanum á svæðinu. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sýndi hann sjónmönina sem verður milli stöðvarhússins og vegarins um Þeistareyki. Torf sem kemur upp úr jarðvegsvinnunni er notað til að klæða mönina. Þannig er þess freistað að fella stöðvarhúsið inn í landið. „Landsvirkjun fær mikið lof frá mér fyrir þetta. Mér finnst þetta vera vel hugsað,” sagði Hjálmar. Tengdar fréttir Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. Jarðhitasvæðið á Þeistareykjum er á náttúruminjaskrá vegna fjölbreyttra jarðhitamyndana, gufu- og leirhvera. Þar er fer nú fram umfangsmikil jarðvegsvinna vegna nýrrar gufuaflsvirkjunar en þótt aðalframkvæmdasvæðið sé um tvo kílómetra frá hverasvæðinu er óhjákvæmilegt að ásýnd Þeistareykjasvæðisins breytist. Við mat á umhverfisáhrifum lýsti Landsvirkjun því yfir að reynt yrði að fella mannvirkin vel að umhverfinu. Leitast yrði við að draga úr sýnileika þeirra og þar með áhrifum framkvæmdar á ásýnd.Hér má sjá lyng og mosa utan á stóru vinnuplani á Þeistareykjum.Stöð 2/Egill AðalsteinssonÍ ferð okkar um svæðið á dögunum sáum við nokkur dæmi um þetta. Mikil jarðvegsnáma var til dæmis rækilega falin nánast inni í hól. Þá tókum við eftir því að verið var að þekja vegkanta með lynggróðri og mosa, samskonar og er á svæðinu. Þá var einnig verið að reisa stóra sjónmön við væntanlegt stöðvarhús og hún var einnig klædd lyngi. Hjálmar Guðmundsson er verkstjóri hjá G. Hjálmarsson ehf., aðalverktakanum á svæðinu. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sýndi hann sjónmönina sem verður milli stöðvarhússins og vegarins um Þeistareyki. Torf sem kemur upp úr jarðvegsvinnunni er notað til að klæða mönina. Þannig er þess freistað að fella stöðvarhúsið inn í landið. „Landsvirkjun fær mikið lof frá mér fyrir þetta. Mér finnst þetta vera vel hugsað,” sagði Hjálmar.
Tengdar fréttir Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26