Guðjón og Aron í Norðurlandaúrvalinu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2014 10:30 Henrik Möllgaard passar hér upp á Aron Pálmarsson í leik Íslands og Danmerkur á Evrópumótinu. Vísir/DANÍEL Íslensku handboltamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru valdir í Norðurlandaúrvalslið sem Morgunblaðið stóð fyrir en blaðið leitaði til helstu spekinga Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Íslands. Báðir leika þeir fyrir þýska liðið Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Kosningin fór þannig fram að hver og einn valdi átta manna byrjunarlið; markvörð, sex útispilara og sérhæfðan varnarmann. Eftir það þurfti svo hver og einn kjörgengur maður að velja jafnmarga í hverja stöðu sem varamenn þannig að úr varð 16 manna úrvalshópur bestu spilara Norðurlanda. Alexander Petersson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, komst einnig á blað en hann er varamaður í úrvalsliði Norðurlandanna. Fjórir Danir komast í byrjunarliðið en Niklas Landin stendur á milli stanganna, Mikkel Hansen er í vinstri skyttu, Hand Lindberg í hægra horninu og á línunni er tröllið Rene Toft Hansen.Byrjunarlið Norðurlandaúrvalsins: Markvörður: Niklas Landin, Danmörki Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi Vinstri skytta: Mikkel Hansen, Danmörku Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson, Íslandi Hægri skytta: Kim Andersson, Svíþjóð Hægra horn: Hans Óttar Lindberg, Danmörku Lína: Rene Toft Hansen, Danmörku Varnarmaður: Tobias Karlsson, Svíþjóð Handbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Íslensku handboltamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru valdir í Norðurlandaúrvalslið sem Morgunblaðið stóð fyrir en blaðið leitaði til helstu spekinga Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Íslands. Báðir leika þeir fyrir þýska liðið Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Kosningin fór þannig fram að hver og einn valdi átta manna byrjunarlið; markvörð, sex útispilara og sérhæfðan varnarmann. Eftir það þurfti svo hver og einn kjörgengur maður að velja jafnmarga í hverja stöðu sem varamenn þannig að úr varð 16 manna úrvalshópur bestu spilara Norðurlanda. Alexander Petersson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, komst einnig á blað en hann er varamaður í úrvalsliði Norðurlandanna. Fjórir Danir komast í byrjunarliðið en Niklas Landin stendur á milli stanganna, Mikkel Hansen er í vinstri skyttu, Hand Lindberg í hægra horninu og á línunni er tröllið Rene Toft Hansen.Byrjunarlið Norðurlandaúrvalsins: Markvörður: Niklas Landin, Danmörki Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi Vinstri skytta: Mikkel Hansen, Danmörku Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson, Íslandi Hægri skytta: Kim Andersson, Svíþjóð Hægra horn: Hans Óttar Lindberg, Danmörku Lína: Rene Toft Hansen, Danmörku Varnarmaður: Tobias Karlsson, Svíþjóð
Handbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira