Svipmynd Markaðarins: Kenndi þolfimi og keppti í þríþraut Haraldur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2014 10:21 Tinna Laufey segir heilsuhagfræði vera vaxandi undirgrein hagfræðinnar. Vísir/Daníel Nokkur erlend vísindatímarit hafa á síðustu mánuðum fjallað um rannsóknir heilsuhagfræðingsins Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur á áhrifum íslenska efnahagshrunsins á hegðun og heilsu Íslendinga. Rannsóknirnar sýna að hrunið hafði mikil áhrif á heilsuhegðun landans. „Fólk drekkur minna, reykir minna en sefur meira. Það er orðið ódýrara að sofa en á árunum fyrir hrun gat það reynst kostnaðarsamt þegar allir höfðu alltof mikið að gera,“ segir Tinna. Hún starfar sem lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands og sinnir þar bæði kennslu og rannsóknum. Hefðbundinn vinnudagur fer að stórum hluta í að sinna framhaldsnámi í heilsuhagfræði, en Tinna er í forsvari fyrir það nám. „Síðan er ég að sinna mínum eigin rannsóknum þar sem ég er að skoða allt mögulegt. Ég rannsaka heilbrigðisþjónustuna mikið og skoða þá til dæmis hvort við séum að fá sem mest fyrir þau verðmæti sem til þjónustunnar er varið. Ein af ástæðum þess að heilsuhagfræði er vaxandi undirgrein hagfræðinnar er einmitt sú að heilbrigðiskerfið er orðinn svo stór hluti af opinberum útgjöldum.“ Af öðrum athyglisverðum rannsóknum Tinnu má meðal annars nefna rannsóknir á eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og fjármögnun heilbrigðistrygginga. Tinna á eitt barn, soninn Pétur Bjarna Einarsson, ellefu ára, og hún er gift Sigurði Gylfa Magnússyni sagnfræðingi. Hún lauk doktorsprófi í hagfræði frá Háskólanum í Miami í Bandaríkjunum árið 2006. Þá starfaði hún einnig sem nýdoktor við rannsóknastofnun í New York áður en hún flutti aftur heim og fór að starfa við Háskóla Íslands. Tinna er einnig með BA-próf í sagnfræði. Tinna ferðast mikið vegna vinnunnar en hún hefur að undanförnu átt samstarfsfólk beggja vegna Atlantshafsins. „Hreyfing hefur alltaf verið eitt af mínum helstu áhugamálum. Árum saman kenndi ég þolfimi og keppti í þríþraut, en hreyfingin hefur að einhverju leyti skipt um form. Þegar ég sjálf bregð mér í ferðalög á eigin forsendum þá reyni ég helst að komast í einhver fjöll á skíði. Mér finnst voðalega skemmtilegt að vera á skíðum á þessum árstíma og uppi á fjöllum á öðrum árstímum.“Hulda ÞórisdóttirHulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ „Tinna er eins og Phoebe í Friends, nema hún er eldklár, dökkhærð og mjög vel læs á félagslegar aðstæður. Í raun eiga þær bara sameiginlegt að þær dreymir báðar um að slá í gegn sem gítarleikarar. Tinna er fræðimaður og háskólakennari fram í fingurgóma. Vinsæll samstarfsmaður og sáttasemjari enda fengin í allar nefndir sem máli skipta. Hún ljær vinum alltaf eyra og eru samræður við hana skemmtilegri en við flesta. Hún er eina konan sem ég þekki sem gerði eiginmann sinn svo ástfanginn af sér að hann skrifaði ekki bara eina heldur tvær skáldsögur um hana.“Ásgeir HaraldssonÁsgeir Haraldsson, læknir og faðir Tinnu „Hún er og hefur alltaf verið frábær. Persónueiginleikar hennar eru mjög gott skap, jákvæðni og bjartsýni. Systur mínar segja að Tinna hafi þessa eiginleika frá ömmum sínum. Þær telja af og frá að þeir gætu verið frá mér. Fóru yfir ættlið! Í starfi kemur það Tinnu vel að vera greind og skipulögð sem er í fullkominni andstöðu við hversdagslífið. Enginn týnir lyklum jafn hratt og oft og örugglega og Tinna. Það ætti að koma fram í hagtölum mánaðarins. Tinna er frábær mamma og er afastrákurinn Pétur Bjarni flottur, skynsamur og skemmtilegur með góða mannkosti. Það er líklega besta hrósið um Tinnu.“ Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Nokkur erlend vísindatímarit hafa á síðustu mánuðum fjallað um rannsóknir heilsuhagfræðingsins Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur á áhrifum íslenska efnahagshrunsins á hegðun og heilsu Íslendinga. Rannsóknirnar sýna að hrunið hafði mikil áhrif á heilsuhegðun landans. „Fólk drekkur minna, reykir minna en sefur meira. Það er orðið ódýrara að sofa en á árunum fyrir hrun gat það reynst kostnaðarsamt þegar allir höfðu alltof mikið að gera,“ segir Tinna. Hún starfar sem lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands og sinnir þar bæði kennslu og rannsóknum. Hefðbundinn vinnudagur fer að stórum hluta í að sinna framhaldsnámi í heilsuhagfræði, en Tinna er í forsvari fyrir það nám. „Síðan er ég að sinna mínum eigin rannsóknum þar sem ég er að skoða allt mögulegt. Ég rannsaka heilbrigðisþjónustuna mikið og skoða þá til dæmis hvort við séum að fá sem mest fyrir þau verðmæti sem til þjónustunnar er varið. Ein af ástæðum þess að heilsuhagfræði er vaxandi undirgrein hagfræðinnar er einmitt sú að heilbrigðiskerfið er orðinn svo stór hluti af opinberum útgjöldum.“ Af öðrum athyglisverðum rannsóknum Tinnu má meðal annars nefna rannsóknir á eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og fjármögnun heilbrigðistrygginga. Tinna á eitt barn, soninn Pétur Bjarna Einarsson, ellefu ára, og hún er gift Sigurði Gylfa Magnússyni sagnfræðingi. Hún lauk doktorsprófi í hagfræði frá Háskólanum í Miami í Bandaríkjunum árið 2006. Þá starfaði hún einnig sem nýdoktor við rannsóknastofnun í New York áður en hún flutti aftur heim og fór að starfa við Háskóla Íslands. Tinna er einnig með BA-próf í sagnfræði. Tinna ferðast mikið vegna vinnunnar en hún hefur að undanförnu átt samstarfsfólk beggja vegna Atlantshafsins. „Hreyfing hefur alltaf verið eitt af mínum helstu áhugamálum. Árum saman kenndi ég þolfimi og keppti í þríþraut, en hreyfingin hefur að einhverju leyti skipt um form. Þegar ég sjálf bregð mér í ferðalög á eigin forsendum þá reyni ég helst að komast í einhver fjöll á skíði. Mér finnst voðalega skemmtilegt að vera á skíðum á þessum árstíma og uppi á fjöllum á öðrum árstímum.“Hulda ÞórisdóttirHulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ „Tinna er eins og Phoebe í Friends, nema hún er eldklár, dökkhærð og mjög vel læs á félagslegar aðstæður. Í raun eiga þær bara sameiginlegt að þær dreymir báðar um að slá í gegn sem gítarleikarar. Tinna er fræðimaður og háskólakennari fram í fingurgóma. Vinsæll samstarfsmaður og sáttasemjari enda fengin í allar nefndir sem máli skipta. Hún ljær vinum alltaf eyra og eru samræður við hana skemmtilegri en við flesta. Hún er eina konan sem ég þekki sem gerði eiginmann sinn svo ástfanginn af sér að hann skrifaði ekki bara eina heldur tvær skáldsögur um hana.“Ásgeir HaraldssonÁsgeir Haraldsson, læknir og faðir Tinnu „Hún er og hefur alltaf verið frábær. Persónueiginleikar hennar eru mjög gott skap, jákvæðni og bjartsýni. Systur mínar segja að Tinna hafi þessa eiginleika frá ömmum sínum. Þær telja af og frá að þeir gætu verið frá mér. Fóru yfir ættlið! Í starfi kemur það Tinnu vel að vera greind og skipulögð sem er í fullkominni andstöðu við hversdagslífið. Enginn týnir lyklum jafn hratt og oft og örugglega og Tinna. Það ætti að koma fram í hagtölum mánaðarins. Tinna er frábær mamma og er afastrákurinn Pétur Bjarni flottur, skynsamur og skemmtilegur með góða mannkosti. Það er líklega besta hrósið um Tinnu.“
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira