Reykjavík Geothermal fær 640 milljóna króna styrk Haraldur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2014 07:15 Jarðvarmavirkjunin sem á að rísa á Corbetti-svæðinu verður ein sú stærsta í heiminum. Mynd/Reykjavík Geothermal Orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) hefur fengið styrk upp á 4,1 milljónir evra, um 640 milljónir íslenskra króna, vegna framkvæmda við fyrsta áfanga í verkefni fyrirtækisins í Suður-Eþíópíu. Þetta staðfestir Davíð Stefánsson forstöðumaður ráðgjafasviðs RG. Fyrirtækið, sem er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta, komst í haust að samkomulagi við ríkisstjórn Eþíópíu um að byggja og reka um eitt þúsund megavatta jarðvarmaorkuver í landinu.Davíð StefánssonStyrkurinn kemur úr sjóði sem er ætlað að styðja við jarðvarmaverkefni í Austur-Afríku sem nefnist The Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF). Sjóðurinn var stofnaður af framkvæmdastjórn Afríkubandalagsins (AUC), Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku og ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi, í samvinnu við þýska þróunarbankann KfW. „Markmið GRMF er að hvetja almenning og fjárfesta til að þróa raforkuframleiðslu með jarðhita í Austur-Afríku með því að veita styrki til rannsókna á yfirborði og borana á fyrstu borholum við leit að jarðhitaauðlindum til orkuframleiðslu. Sjóðurinn veitir styrki til að koma mönnum yfir fyrsta hjallann,“ segir Davíð og bætir því við að styrkurinn geti á endanum orðið enn hærri, eða um 5,8 milljónir evra, um níu hundruð milljónir króna. Verkefni RG í Eþíópíu er unnið í samstarfi við alþjóðlega fjárfesta og miðast við tvo fimm hundruð megavatta áfanga. Áætluð heildarfjárfesting hljómar upp á fimm hundruð milljarða króna. Jarðvarmaorkuverið á að rísa á svæði sem heitir Corbetti þar sem finna má virka eldstöð sem svipar til margra íslenskra eldstöðva. Davíð segir styrkinn eiga að duga fyrir að lágmarki fjörutíu prósentum af kostnaði við borun fyrstu tveggja borholanna. „Þessi styrkur mun auðvelda upphafið að þessu stóra verki sem framundan er í Corbetti-öskjunni í Suður-Eþíópíu jafnframt því að vera viðurkenning á mikilvægi verkefnisins. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku.“ Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) hefur fengið styrk upp á 4,1 milljónir evra, um 640 milljónir íslenskra króna, vegna framkvæmda við fyrsta áfanga í verkefni fyrirtækisins í Suður-Eþíópíu. Þetta staðfestir Davíð Stefánsson forstöðumaður ráðgjafasviðs RG. Fyrirtækið, sem er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta, komst í haust að samkomulagi við ríkisstjórn Eþíópíu um að byggja og reka um eitt þúsund megavatta jarðvarmaorkuver í landinu.Davíð StefánssonStyrkurinn kemur úr sjóði sem er ætlað að styðja við jarðvarmaverkefni í Austur-Afríku sem nefnist The Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF). Sjóðurinn var stofnaður af framkvæmdastjórn Afríkubandalagsins (AUC), Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku og ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi, í samvinnu við þýska þróunarbankann KfW. „Markmið GRMF er að hvetja almenning og fjárfesta til að þróa raforkuframleiðslu með jarðhita í Austur-Afríku með því að veita styrki til rannsókna á yfirborði og borana á fyrstu borholum við leit að jarðhitaauðlindum til orkuframleiðslu. Sjóðurinn veitir styrki til að koma mönnum yfir fyrsta hjallann,“ segir Davíð og bætir því við að styrkurinn geti á endanum orðið enn hærri, eða um 5,8 milljónir evra, um níu hundruð milljónir króna. Verkefni RG í Eþíópíu er unnið í samstarfi við alþjóðlega fjárfesta og miðast við tvo fimm hundruð megavatta áfanga. Áætluð heildarfjárfesting hljómar upp á fimm hundruð milljarða króna. Jarðvarmaorkuverið á að rísa á svæði sem heitir Corbetti þar sem finna má virka eldstöð sem svipar til margra íslenskra eldstöðva. Davíð segir styrkinn eiga að duga fyrir að lágmarki fjörutíu prósentum af kostnaði við borun fyrstu tveggja borholanna. „Þessi styrkur mun auðvelda upphafið að þessu stóra verki sem framundan er í Corbetti-öskjunni í Suður-Eþíópíu jafnframt því að vera viðurkenning á mikilvægi verkefnisins. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku.“
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira