Hamborgarakeðjan McDonald's ætlar að taka þátt í kaffikapphlaupinu og fara í beina samkeppni við Starbucks. Þetta hefur Bloomberg eftir minnisblaði frá fyrirtækinu sem sent var út í gær.
Fyrr í þessum mánuði kynntu forsvarsmenn keðjunnar fyrirætlanir sínar fyrir eigendum McDonald's-veitingastaða og stendur til að gera keðjuna „öfundsverða í augum keppinautanna“, en þar er Starbucks-keðjan fremst í flokki.
Til stóð að breyta þúsundum McDonald's-staða í kaffihús að hætti Starbucks en sérleyfishafar kvörtuðu sáran yfir kostnaði við endurinnréttingar og tækjakaupum. Vinsældir uppáhellts kaffis á McDonald's hafa þó aukist en sömu sögu má ekki segja um aðra kaffidrykki.
Þetta telur Howard Penney hjá fjármálaráðgjafafyrirtækinu Hedgeye vera mistök. „McDonald's er að reyna að vera meira eins og Starbucks. Ég tel að það skaði þá frekar en hitt. Yfirburðir þeirra eru í skyndibitageiranum og það að búa til flókna kaffidrykki gerir lítið annað en að hægja á afgreiðslunni.“
McDonald's ætlar að mala Starbucks
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Mest lesið

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent