Hátt í 30 starfsmönnum ráðuneyta verður sagt upp í dag. RÚV greinir frá þessu.
Ástæðan mun vera hagræðingarkrafa upp á 5 prósent sem lögð var á stjórnarráðið í fjárlögum, sem nemur alls um 330 milljónum króna. Þessar aðgerðir verða kynntar starfsfólki ráðuneytanna í dag.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu verður fækkað um sjö stöðugildi í ráðuneytinu og taka uppsagnir gildi um mánaðamót.
Á undanförnum vikum hafa einstök ráðuneyti leitað leiða til að lækka útgjöld sín, en ljóst er að það verður ekki gert nema með því að draga úr launagjöldum, segir í tilkynningunni, auk lækkunar annarra liða.
Hátt í 30 starfsmönnum ráðuneyta sagt upp
