Undirbúa 2500 fermetra gagnaver í Reykjanesbæ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. maí 2014 17:21 Advania undirbýr nú byggingu 2500 fermetra gagnavers á Fitjum í Reykjanesbæ. Þegar rekur Advania gagnaver í Hafnarfirði, en rekstur þess mun haldast óbreyttur. Vöxtur hefur verið í gagnaversþjónustu fyrirtækisins en Advania tók við gagnaverinu Thor í Hafnarfirði í lok árs 2011. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í mars.Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania segir undirbúning þegar hafinn og ef vel gengur með framkvæmdir og öflun viðskiptavina muni fyrsti áfangi verða tekinn í notkun í ár. Þá segir hann Fitjar hentugt svæði fyrir gagnaversstarfsemi og segir gott aðgengi að orku. „Fyrir okkur sem reka gagnaver skiptir mestu máli að hafa gott aðgengi að orku og svölu lofti sem hjálpar til við að kæla tölvubúnað á umhverfisvænan og hagkvæman hátt,“ segir Eyjólfur.Nú nýta um 80 alþjóðlegir aðilar þjónustu gagnavers Advania og er stærsti einstaki viðskiptavinurinn Opera Software, en um 230 milljón viðskiptavina fyrirtækisins fara í gegnum búnaðinn sem hýstur er í gagnaveri Advania. „Það er orðið forgangsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum um allan heim að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda í sinni upplýsingatækni. Við getum boðið græna orku og fyrirsjáanlegan orkukostnað til langs tíma. Fyrir viðskiptavini okkar þýðir þessi stækkun aukna möguleika á að hagnýta svokölluð tölvuský þar sem hýsa má gögn, hugbúnað og tölvuumhverfi,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Þá segir hann ávinning viðskipavina felast í öruggum, hagkvæmum og sveigjanlegum tölvurekstri sem knúinn sé með grænni orku, Ávinningur þeirra felst í öruggum, hagkvæmum og sveigjanlegum tölvurekstri sem knúinn er með grænni orku. „Það er einnig ánægjuefni að geta stuðlað að uppbyggingu atvinnulífsins í Reykjanesbæ með þessari framkvæmd,“segir Gestur. Tengdar fréttir Nýr sæstrengur ekki tekinn í notkun á árinu Sæstrengur sem á að tengja Ísland við Evrópu og Norður-Ameríku verður ekki tekinn í notkun á árinu eins og gert var ráð fyrir. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu gagnaversiðnaðar. Tvö félög skoða lóðir undir gagnaver í Reykjanesbæ. 5. apríl 2014 00:01 Advania skoðar byggingu nýs gagnavers Fyrirtækið skoðar nú lóðir undir tvö þúsund fermetra gagnaver. Fjárfestingin gæti numið tveimur til þremur milljörðum króna. Thor Data Center í Hafnarfirði verður líklega orðið fullt í haust. 19. mars 2014 07:15 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Advania undirbýr nú byggingu 2500 fermetra gagnavers á Fitjum í Reykjanesbæ. Þegar rekur Advania gagnaver í Hafnarfirði, en rekstur þess mun haldast óbreyttur. Vöxtur hefur verið í gagnaversþjónustu fyrirtækisins en Advania tók við gagnaverinu Thor í Hafnarfirði í lok árs 2011. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í mars.Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania segir undirbúning þegar hafinn og ef vel gengur með framkvæmdir og öflun viðskiptavina muni fyrsti áfangi verða tekinn í notkun í ár. Þá segir hann Fitjar hentugt svæði fyrir gagnaversstarfsemi og segir gott aðgengi að orku. „Fyrir okkur sem reka gagnaver skiptir mestu máli að hafa gott aðgengi að orku og svölu lofti sem hjálpar til við að kæla tölvubúnað á umhverfisvænan og hagkvæman hátt,“ segir Eyjólfur.Nú nýta um 80 alþjóðlegir aðilar þjónustu gagnavers Advania og er stærsti einstaki viðskiptavinurinn Opera Software, en um 230 milljón viðskiptavina fyrirtækisins fara í gegnum búnaðinn sem hýstur er í gagnaveri Advania. „Það er orðið forgangsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum um allan heim að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda í sinni upplýsingatækni. Við getum boðið græna orku og fyrirsjáanlegan orkukostnað til langs tíma. Fyrir viðskiptavini okkar þýðir þessi stækkun aukna möguleika á að hagnýta svokölluð tölvuský þar sem hýsa má gögn, hugbúnað og tölvuumhverfi,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Þá segir hann ávinning viðskipavina felast í öruggum, hagkvæmum og sveigjanlegum tölvurekstri sem knúinn sé með grænni orku, Ávinningur þeirra felst í öruggum, hagkvæmum og sveigjanlegum tölvurekstri sem knúinn er með grænni orku. „Það er einnig ánægjuefni að geta stuðlað að uppbyggingu atvinnulífsins í Reykjanesbæ með þessari framkvæmd,“segir Gestur.
Tengdar fréttir Nýr sæstrengur ekki tekinn í notkun á árinu Sæstrengur sem á að tengja Ísland við Evrópu og Norður-Ameríku verður ekki tekinn í notkun á árinu eins og gert var ráð fyrir. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu gagnaversiðnaðar. Tvö félög skoða lóðir undir gagnaver í Reykjanesbæ. 5. apríl 2014 00:01 Advania skoðar byggingu nýs gagnavers Fyrirtækið skoðar nú lóðir undir tvö þúsund fermetra gagnaver. Fjárfestingin gæti numið tveimur til þremur milljörðum króna. Thor Data Center í Hafnarfirði verður líklega orðið fullt í haust. 19. mars 2014 07:15 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Nýr sæstrengur ekki tekinn í notkun á árinu Sæstrengur sem á að tengja Ísland við Evrópu og Norður-Ameríku verður ekki tekinn í notkun á árinu eins og gert var ráð fyrir. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu gagnaversiðnaðar. Tvö félög skoða lóðir undir gagnaver í Reykjanesbæ. 5. apríl 2014 00:01
Advania skoðar byggingu nýs gagnavers Fyrirtækið skoðar nú lóðir undir tvö þúsund fermetra gagnaver. Fjárfestingin gæti numið tveimur til þremur milljörðum króna. Thor Data Center í Hafnarfirði verður líklega orðið fullt í haust. 19. mars 2014 07:15