Meira um ýsu-vandamál smábáta Bárður Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Vegna frétta af fundum sjávarútvegsráðherra, Hafrannsóknastofnunar og smábátasjómanna vegna mikillar ýsuveiði, má ég til með að koma upplifun minni að, sem skipstjóri á línubát af miðunum í kringum Snæfellsnes. Kannski er rétt að taka fram að ég hef verið til sjós frá 1968 og skipstjóri frá 1988. Ég hef ekki lagt einn einasta línuspotta á hefðbundna veiðislóð á þessu fiskveiðiári til þess að forðast ýsuna. Samt er ýsan 40-45% af aflanum á móti þorski á veiðislóð þar sem ýsa hefur ekki fengist nema í mjög litlum mæli síðustu áratugi. Leggi maður línuna á hefðbundna veiðislóð á þessum tíma árs þar sem eðlilegt væri að ýsan væri 20-30% af aflanum er hlutfallið í dag 80-90% ýsa og mjög mikil veiði. Við þessar aðstæður sem hér er lýst neyðumst við til þess að róa 15 til 20 mílum dýpra með því óhagræði og kostnaði sem því fylgir. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að slíkt er mjög óheppilegt á þessum árstíma þegar veður geta verið válynd eins og verið hefur undanfarnar vikur. Smábátaflotinn kláraði ýsuheimildir sínar fyrir jól og hefur síðan leigt hundruð tonna úr aflamarkskerfinu og nú er staðan sú að menn fá ekki lengur leigt, það er ekkert framboð af leigukvóta. Nú er útlit fyrir að mörgum bátum verði lagt og beitningamönnum sagt upp þó að talsverðar heimildir í þorski, ufsa og steinbít séu óveiddar. Þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem að framan er lýst þá virðist engin lausn í sjónmáli hjá stjórnvöldum. Því tel ég tilefni til að minna á tillögur Samtaka smærri útgerða, SSÚ, frá aðalfundi samtakanna þar sem m.a. var bent á leiðir til lausnar þessum vanda. Þar var m.a. lögð til svokölluð ígildaleið en í henni felst að menn gætu veitt ákveðinn hluta af úthlutuðum aflaheimildum í ígildum óháð tegund. Önnur tillaga felst í því að krókaaflamarksbátar fái heimild til að veiða eigin kvóta í þorskanet. SSÚ kom inn á ýmsar leiðir á aðalfundi samtakanna sem geta orðið til bóta við væntanlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og erum við reiðubúnir til viðræðna hvenær sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Vegna frétta af fundum sjávarútvegsráðherra, Hafrannsóknastofnunar og smábátasjómanna vegna mikillar ýsuveiði, má ég til með að koma upplifun minni að, sem skipstjóri á línubát af miðunum í kringum Snæfellsnes. Kannski er rétt að taka fram að ég hef verið til sjós frá 1968 og skipstjóri frá 1988. Ég hef ekki lagt einn einasta línuspotta á hefðbundna veiðislóð á þessu fiskveiðiári til þess að forðast ýsuna. Samt er ýsan 40-45% af aflanum á móti þorski á veiðislóð þar sem ýsa hefur ekki fengist nema í mjög litlum mæli síðustu áratugi. Leggi maður línuna á hefðbundna veiðislóð á þessum tíma árs þar sem eðlilegt væri að ýsan væri 20-30% af aflanum er hlutfallið í dag 80-90% ýsa og mjög mikil veiði. Við þessar aðstæður sem hér er lýst neyðumst við til þess að róa 15 til 20 mílum dýpra með því óhagræði og kostnaði sem því fylgir. Allir ættu að gera sér grein fyrir því að slíkt er mjög óheppilegt á þessum árstíma þegar veður geta verið válynd eins og verið hefur undanfarnar vikur. Smábátaflotinn kláraði ýsuheimildir sínar fyrir jól og hefur síðan leigt hundruð tonna úr aflamarkskerfinu og nú er staðan sú að menn fá ekki lengur leigt, það er ekkert framboð af leigukvóta. Nú er útlit fyrir að mörgum bátum verði lagt og beitningamönnum sagt upp þó að talsverðar heimildir í þorski, ufsa og steinbít séu óveiddar. Þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem að framan er lýst þá virðist engin lausn í sjónmáli hjá stjórnvöldum. Því tel ég tilefni til að minna á tillögur Samtaka smærri útgerða, SSÚ, frá aðalfundi samtakanna þar sem m.a. var bent á leiðir til lausnar þessum vanda. Þar var m.a. lögð til svokölluð ígildaleið en í henni felst að menn gætu veitt ákveðinn hluta af úthlutuðum aflaheimildum í ígildum óháð tegund. Önnur tillaga felst í því að krókaaflamarksbátar fái heimild til að veiða eigin kvóta í þorskanet. SSÚ kom inn á ýmsar leiðir á aðalfundi samtakanna sem geta orðið til bóta við væntanlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og erum við reiðubúnir til viðræðna hvenær sem er.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar