Alfreð Gíslason opnaði þessar dyr upp á gátt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2014 08:00 Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Mynd/Aðsend „Það skemmir svo sannarlega ekki fyrir að vera Íslendingur. Við erum vinsælir í dag,“ segir Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Eisenach, en hann er einn fjögurra íslenskra þjálfara í sterkustu handboltadeild heims. Hinir eru Alfreð Gíslason, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. „Það var Alfreð Gíslason sem opnaði þessar dyr upp á gátt fyrir íslenskum þjálfurum. Ef hann hefði ekki náð þessum árangri frá aldamótum þá væru klárlega ekki fjórir íslenskir þjálfarar í þessari deild í dag. Hann er maðurinn sem opnaði fyrir okkur hinum.“Hefur verið hraður uppgangur Ferill Aðalsteins er mjög áhugaverður en hann skapaði sér fyrst nafn sem þjálfari kvennaliða og þeir voru líklega ekki margir sem trúðu því að hann myndi þjálfa í bestu deild heims er hann tók við neðrideildarliði Kassel fyrir sex árum. Þangað kom hann eftir að hafa verið þjálfari kvennaliðs Fylkis. „Það væri frekja að pirra sig á því hvar ég er staddur í dag. Ég var að þjálfa kvennalið Fylkis árið 2008. Þetta hefur verið hraður uppgangur en það er alltaf vont að lenda á vegg eins og í vetur. Ég hef verið vanari því að berjast um titla á mínum ferli. Þetta er því ný reynsla fyrir mig. Þetta er mjög lærdómsríkt og ég tek því með auðmýkt og reyni að bæta mig. Ég er alltaf að læra. Þetta hefur verið mikil vinna hjá mér og eitthvað sem ég ætlaði mér alltaf. Það er gaman að þessi draumur hjá mér hafi ræst.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá liði Aðalsteins í vetur. Því var spáð neðsta sæti deildarinnar af öllum miðlum fyrir veturinn enda með lítinn hóp og ekkert lið í deildinni hefur úr eins litlum peningum að moða og Eisenach. Aðalsteinn tók við liðinu í fallsæti í B-deildinni og hefur skilað því í úrvalsdeild þrátt fyrir að hafa úr litlu að moða.Aðalsteinn Eyjólfsson lætur tilfinningar sínar í ljós á hliðarlínunni.Mynd/Aðsend„Fyrstu umferðir mótsins vorum við fyrir ofan fallsæti þó að við ættum erfiðari leiki fyrir áramót en eftir. Við erum í fallsæti núna en það er mikið eftir og við eigum enn möguleika á því að bjarga okkur,“ segir þjálfarinn en lið hans tapaði fyrir meisturum Kiel á miðvikudag með níu marka mun. Liðið hefur þó komið á óvart og tókst meðal annars að skella liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin. „Við eigum minnst af peningum í deildinni og erum að gera mikið úr litlu. Við getum ekki keppt fjárhagslega við önnur lið í deildinni. Miðað við allt sem hefur gengið á er vel gert að vera komnir með ellefu punkta. Það er eitthvað sem enginn átti von á. Það hafa þrír brotnað hjá okkur í vetur. Aðalvarnarmennirnir báðir meiddust í fimm mánuði, örvhenta skyttan hefur spilað þrjá leiki í vetur. Svo hefur Hannes Jón verið mikið frá og aðeins náð 5-6 leikjum á fullum krafti. Þetta er of mikið fyrir okkur,“ segir Aðalsteinn en hann hefur þó ekki gefist upp enda leikmenn að skríða til baka úr meiðslum um þessar mundir. Þar á meðal lykilleikmaður liðsins, Hannes Jón Jónsson, en hann hefur verið að glíma við krabbamein og nú síðast lífshættulega sýkingu í öxl. „Hann þurfti að fara í tvöfalda aðgerð til að bjarga axlarliðnum. Hann er á fullu að fá sig góðan og stefnir á að koma til baka í mars. Ef einhverjum tekst það þá er það Hannes.“Aðalsteinn Eyjólfsson.Mynd/AðsendVerður áfram hjá Eisenach Aðalsteinn er að klára sitt fjórða ár með Eisenach og allt bendir til þess að hann verði þar næsta vetur, sama hvaða deild liðið verður í. „Ég er einn langlífasti þjálfarinn í sögu félagsins. Samningur minn rennur út í sumar og það er nánast klárt að ég framlengi um eitt ár í viðbót með möguleika á öðru ári. Ég var með önnur járn í eldinum sem ekki gengu upp en ég er ánægður með að það sé vilji hjá þeim að semja við mig í þriðja skiptið. Það er ákveðinn gæðastimpill í Þýskalandi.“ Handbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Það skemmir svo sannarlega ekki fyrir að vera Íslendingur. Við erum vinsælir í dag,“ segir Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Eisenach, en hann er einn fjögurra íslenskra þjálfara í sterkustu handboltadeild heims. Hinir eru Alfreð Gíslason, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. „Það var Alfreð Gíslason sem opnaði þessar dyr upp á gátt fyrir íslenskum þjálfurum. Ef hann hefði ekki náð þessum árangri frá aldamótum þá væru klárlega ekki fjórir íslenskir þjálfarar í þessari deild í dag. Hann er maðurinn sem opnaði fyrir okkur hinum.“Hefur verið hraður uppgangur Ferill Aðalsteins er mjög áhugaverður en hann skapaði sér fyrst nafn sem þjálfari kvennaliða og þeir voru líklega ekki margir sem trúðu því að hann myndi þjálfa í bestu deild heims er hann tók við neðrideildarliði Kassel fyrir sex árum. Þangað kom hann eftir að hafa verið þjálfari kvennaliðs Fylkis. „Það væri frekja að pirra sig á því hvar ég er staddur í dag. Ég var að þjálfa kvennalið Fylkis árið 2008. Þetta hefur verið hraður uppgangur en það er alltaf vont að lenda á vegg eins og í vetur. Ég hef verið vanari því að berjast um titla á mínum ferli. Þetta er því ný reynsla fyrir mig. Þetta er mjög lærdómsríkt og ég tek því með auðmýkt og reyni að bæta mig. Ég er alltaf að læra. Þetta hefur verið mikil vinna hjá mér og eitthvað sem ég ætlaði mér alltaf. Það er gaman að þessi draumur hjá mér hafi ræst.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá liði Aðalsteins í vetur. Því var spáð neðsta sæti deildarinnar af öllum miðlum fyrir veturinn enda með lítinn hóp og ekkert lið í deildinni hefur úr eins litlum peningum að moða og Eisenach. Aðalsteinn tók við liðinu í fallsæti í B-deildinni og hefur skilað því í úrvalsdeild þrátt fyrir að hafa úr litlu að moða.Aðalsteinn Eyjólfsson lætur tilfinningar sínar í ljós á hliðarlínunni.Mynd/Aðsend„Fyrstu umferðir mótsins vorum við fyrir ofan fallsæti þó að við ættum erfiðari leiki fyrir áramót en eftir. Við erum í fallsæti núna en það er mikið eftir og við eigum enn möguleika á því að bjarga okkur,“ segir þjálfarinn en lið hans tapaði fyrir meisturum Kiel á miðvikudag með níu marka mun. Liðið hefur þó komið á óvart og tókst meðal annars að skella liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin. „Við eigum minnst af peningum í deildinni og erum að gera mikið úr litlu. Við getum ekki keppt fjárhagslega við önnur lið í deildinni. Miðað við allt sem hefur gengið á er vel gert að vera komnir með ellefu punkta. Það er eitthvað sem enginn átti von á. Það hafa þrír brotnað hjá okkur í vetur. Aðalvarnarmennirnir báðir meiddust í fimm mánuði, örvhenta skyttan hefur spilað þrjá leiki í vetur. Svo hefur Hannes Jón verið mikið frá og aðeins náð 5-6 leikjum á fullum krafti. Þetta er of mikið fyrir okkur,“ segir Aðalsteinn en hann hefur þó ekki gefist upp enda leikmenn að skríða til baka úr meiðslum um þessar mundir. Þar á meðal lykilleikmaður liðsins, Hannes Jón Jónsson, en hann hefur verið að glíma við krabbamein og nú síðast lífshættulega sýkingu í öxl. „Hann þurfti að fara í tvöfalda aðgerð til að bjarga axlarliðnum. Hann er á fullu að fá sig góðan og stefnir á að koma til baka í mars. Ef einhverjum tekst það þá er það Hannes.“Aðalsteinn Eyjólfsson.Mynd/AðsendVerður áfram hjá Eisenach Aðalsteinn er að klára sitt fjórða ár með Eisenach og allt bendir til þess að hann verði þar næsta vetur, sama hvaða deild liðið verður í. „Ég er einn langlífasti þjálfarinn í sögu félagsins. Samningur minn rennur út í sumar og það er nánast klárt að ég framlengi um eitt ár í viðbót með möguleika á öðru ári. Ég var með önnur járn í eldinum sem ekki gengu upp en ég er ánægður með að það sé vilji hjá þeim að semja við mig í þriðja skiptið. Það er ákveðinn gæðastimpill í Þýskalandi.“
Handbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira