Segir varasamt að kaupa barnagleraugu á netinu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. janúar 2014 08:43 Fjölmargar netverslanir selja ódýr gleraugu. Vísir/Stefán „Það er vissulega dálítið keypt af gleraugum á netinu og þetta held ég að sé bara almenn breyting á verslunarháttum landans,“ segir Brynhildur Ingvarsdóttir, formaður Augnlæknafélags Íslands, spurð hvort hún verði vör við að fólk kaupi gleraugu á netinu í auknum mæli. „En ég vinn mikið með börnum og maður ætti ekki að kaupa gleraugu fyrir börn á netinu,“ undirstrikar Brynhildur og heldur áfram „Sjónin er að þroskast hjá börnum alveg fram til átta ára aldurs, það eru mikilvægustu árin, og maður á alls ekki að kaupa gleraugu handa ungum börnum á netinu því það skiptir máli að þau séu góð og að þau sitji vel á krökkunum.“ Brynhildur segir Augnlæknafélagið almennt mæla með því að fólk kaupi sín gleraugu hér heima. „Við eigum mjög vel menntaða augnlækna á Íslandi og eftir að sjóntækjafræðingar fengu starfsleyfi til að mæla sjón þá er að koma hérna stétt af ungum sjóntækjafræðingum sem eru vel menntaðir. Því mælum við með því að fólk sæki til þeirra sem eru fagmenntaðir.“Hrafnkell Freyr Magnússon, eigandi netverslunarinnar Kreppugler.is, selur gleraugu sem eru framleidd í Kína. Hann afgreiðir að eigin sögn fleiri hundruð pantanir á ári. „Þetta er búið að vera mjög stöðugt hjá mér en ég hef aftur á móti ekki auglýst síðan ég byrjaði í þessu árið 2009. Þetta var fljótt að stækka og salan hefur verið stöðug síðan,“ segir Hrafnkell. Hann segir flestar vörurnar sambærilegar þeim sem hægt er að kaupa í gleraugnabúðum hér á landi. Þar sé bæði um að ræða ódýrar umgjarðir og gler sem og vandaðri gæðavörur. „Það er hægt að fá hlutfallslega dýrari umgjarðir sem eru sambærilegar margfalt dýrari umgjörðum hér á landi. Enda eru margir farnir að kaupa gleraugun beint frá Kína.“Halldór Sigurðsson tækjastjóri kaupir sín gleraugu á netinu og hefur gert í mörg ár. „Ég veit um nokkra sem hafa gert þetta og ég hef boðið fólki aðstoð við að kaupa gleraugu á netinu. Ein kona fór eftir ráðleggingum mínum og keypti á netinu, og gleraugun sem hún fékk kostuðu hingað komin 3.177 krónur í staðinn fyrir einhvern hundrað þúsund kall.“ Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Það er vissulega dálítið keypt af gleraugum á netinu og þetta held ég að sé bara almenn breyting á verslunarháttum landans,“ segir Brynhildur Ingvarsdóttir, formaður Augnlæknafélags Íslands, spurð hvort hún verði vör við að fólk kaupi gleraugu á netinu í auknum mæli. „En ég vinn mikið með börnum og maður ætti ekki að kaupa gleraugu fyrir börn á netinu,“ undirstrikar Brynhildur og heldur áfram „Sjónin er að þroskast hjá börnum alveg fram til átta ára aldurs, það eru mikilvægustu árin, og maður á alls ekki að kaupa gleraugu handa ungum börnum á netinu því það skiptir máli að þau séu góð og að þau sitji vel á krökkunum.“ Brynhildur segir Augnlæknafélagið almennt mæla með því að fólk kaupi sín gleraugu hér heima. „Við eigum mjög vel menntaða augnlækna á Íslandi og eftir að sjóntækjafræðingar fengu starfsleyfi til að mæla sjón þá er að koma hérna stétt af ungum sjóntækjafræðingum sem eru vel menntaðir. Því mælum við með því að fólk sæki til þeirra sem eru fagmenntaðir.“Hrafnkell Freyr Magnússon, eigandi netverslunarinnar Kreppugler.is, selur gleraugu sem eru framleidd í Kína. Hann afgreiðir að eigin sögn fleiri hundruð pantanir á ári. „Þetta er búið að vera mjög stöðugt hjá mér en ég hef aftur á móti ekki auglýst síðan ég byrjaði í þessu árið 2009. Þetta var fljótt að stækka og salan hefur verið stöðug síðan,“ segir Hrafnkell. Hann segir flestar vörurnar sambærilegar þeim sem hægt er að kaupa í gleraugnabúðum hér á landi. Þar sé bæði um að ræða ódýrar umgjarðir og gler sem og vandaðri gæðavörur. „Það er hægt að fá hlutfallslega dýrari umgjarðir sem eru sambærilegar margfalt dýrari umgjörðum hér á landi. Enda eru margir farnir að kaupa gleraugun beint frá Kína.“Halldór Sigurðsson tækjastjóri kaupir sín gleraugu á netinu og hefur gert í mörg ár. „Ég veit um nokkra sem hafa gert þetta og ég hef boðið fólki aðstoð við að kaupa gleraugu á netinu. Ein kona fór eftir ráðleggingum mínum og keypti á netinu, og gleraugun sem hún fékk kostuðu hingað komin 3.177 krónur í staðinn fyrir einhvern hundrað þúsund kall.“
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira