Segir varasamt að kaupa barnagleraugu á netinu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. janúar 2014 08:43 Fjölmargar netverslanir selja ódýr gleraugu. Vísir/Stefán „Það er vissulega dálítið keypt af gleraugum á netinu og þetta held ég að sé bara almenn breyting á verslunarháttum landans,“ segir Brynhildur Ingvarsdóttir, formaður Augnlæknafélags Íslands, spurð hvort hún verði vör við að fólk kaupi gleraugu á netinu í auknum mæli. „En ég vinn mikið með börnum og maður ætti ekki að kaupa gleraugu fyrir börn á netinu,“ undirstrikar Brynhildur og heldur áfram „Sjónin er að þroskast hjá börnum alveg fram til átta ára aldurs, það eru mikilvægustu árin, og maður á alls ekki að kaupa gleraugu handa ungum börnum á netinu því það skiptir máli að þau séu góð og að þau sitji vel á krökkunum.“ Brynhildur segir Augnlæknafélagið almennt mæla með því að fólk kaupi sín gleraugu hér heima. „Við eigum mjög vel menntaða augnlækna á Íslandi og eftir að sjóntækjafræðingar fengu starfsleyfi til að mæla sjón þá er að koma hérna stétt af ungum sjóntækjafræðingum sem eru vel menntaðir. Því mælum við með því að fólk sæki til þeirra sem eru fagmenntaðir.“Hrafnkell Freyr Magnússon, eigandi netverslunarinnar Kreppugler.is, selur gleraugu sem eru framleidd í Kína. Hann afgreiðir að eigin sögn fleiri hundruð pantanir á ári. „Þetta er búið að vera mjög stöðugt hjá mér en ég hef aftur á móti ekki auglýst síðan ég byrjaði í þessu árið 2009. Þetta var fljótt að stækka og salan hefur verið stöðug síðan,“ segir Hrafnkell. Hann segir flestar vörurnar sambærilegar þeim sem hægt er að kaupa í gleraugnabúðum hér á landi. Þar sé bæði um að ræða ódýrar umgjarðir og gler sem og vandaðri gæðavörur. „Það er hægt að fá hlutfallslega dýrari umgjarðir sem eru sambærilegar margfalt dýrari umgjörðum hér á landi. Enda eru margir farnir að kaupa gleraugun beint frá Kína.“Halldór Sigurðsson tækjastjóri kaupir sín gleraugu á netinu og hefur gert í mörg ár. „Ég veit um nokkra sem hafa gert þetta og ég hef boðið fólki aðstoð við að kaupa gleraugu á netinu. Ein kona fór eftir ráðleggingum mínum og keypti á netinu, og gleraugun sem hún fékk kostuðu hingað komin 3.177 krónur í staðinn fyrir einhvern hundrað þúsund kall.“ Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
„Það er vissulega dálítið keypt af gleraugum á netinu og þetta held ég að sé bara almenn breyting á verslunarháttum landans,“ segir Brynhildur Ingvarsdóttir, formaður Augnlæknafélags Íslands, spurð hvort hún verði vör við að fólk kaupi gleraugu á netinu í auknum mæli. „En ég vinn mikið með börnum og maður ætti ekki að kaupa gleraugu fyrir börn á netinu,“ undirstrikar Brynhildur og heldur áfram „Sjónin er að þroskast hjá börnum alveg fram til átta ára aldurs, það eru mikilvægustu árin, og maður á alls ekki að kaupa gleraugu handa ungum börnum á netinu því það skiptir máli að þau séu góð og að þau sitji vel á krökkunum.“ Brynhildur segir Augnlæknafélagið almennt mæla með því að fólk kaupi sín gleraugu hér heima. „Við eigum mjög vel menntaða augnlækna á Íslandi og eftir að sjóntækjafræðingar fengu starfsleyfi til að mæla sjón þá er að koma hérna stétt af ungum sjóntækjafræðingum sem eru vel menntaðir. Því mælum við með því að fólk sæki til þeirra sem eru fagmenntaðir.“Hrafnkell Freyr Magnússon, eigandi netverslunarinnar Kreppugler.is, selur gleraugu sem eru framleidd í Kína. Hann afgreiðir að eigin sögn fleiri hundruð pantanir á ári. „Þetta er búið að vera mjög stöðugt hjá mér en ég hef aftur á móti ekki auglýst síðan ég byrjaði í þessu árið 2009. Þetta var fljótt að stækka og salan hefur verið stöðug síðan,“ segir Hrafnkell. Hann segir flestar vörurnar sambærilegar þeim sem hægt er að kaupa í gleraugnabúðum hér á landi. Þar sé bæði um að ræða ódýrar umgjarðir og gler sem og vandaðri gæðavörur. „Það er hægt að fá hlutfallslega dýrari umgjarðir sem eru sambærilegar margfalt dýrari umgjörðum hér á landi. Enda eru margir farnir að kaupa gleraugun beint frá Kína.“Halldór Sigurðsson tækjastjóri kaupir sín gleraugu á netinu og hefur gert í mörg ár. „Ég veit um nokkra sem hafa gert þetta og ég hef boðið fólki aðstoð við að kaupa gleraugu á netinu. Ein kona fór eftir ráðleggingum mínum og keypti á netinu, og gleraugun sem hún fékk kostuðu hingað komin 3.177 krónur í staðinn fyrir einhvern hundrað þúsund kall.“
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira