Beðið eftir ákvörðun um hlutafjárútboð Alibaba Haraldur Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2014 07:00 Fyrirtækið er með um 24 þúsund starfsmenn. Mynd/AFP Líklegt þykir að stjórnendur kínverska netrisans Alibaba Group, sem meðal annars á sölusíðuna AliExpress, ákveði að skrá fyrirtækið á markað á árinu. Afkoma Alibaba á þriðja ársfjórðungi 2013, þegar reksturinn skilaði tekjum upp á 1,78 milljarða Bandaríkjadala, um 204 milljarða króna, þótti renna stoðum undir fyrri spár sérfræðinga á hlutabréfamarkaði um að hlutafjárútboð væri á næsta leiti. Útboðið yrði að öllum líkindum það stærsta síðan Facebook fór á markað vorið 2012. Þriðji ársfjórðungur síðasta árs var fjórði fjórðungurinn í röð þar sem Alibaba skilaði meiri hagnaði en síðustu þrjá mánuðina á undan. Fyrirtækið hagnaðist þá um 801 milljón dala, um 92 milljarða króna. Bæði Ebay og Facebook skiluðu minni tekjum en Alibaba á fjórðungnum og Amazon var rekið með tapi. Alibaba er nú verðmetið á um 190 milljarða Bandaríkjadala, um 22 þúsund milljarða króna. Facebook var metið á 104 milljarða dala fyrir hlutafjárútboðið 2012. Alibaba er því annað verðmætasta netfyrirtæki heims á eftir Google.Jack Ma, 49 ára gamall fyrrverandi enskukennari og einn ríkasti maður heims, stofnaði fyrirtækið árið 1999. Hann hefur frá þeim tíma byggt upp netveldi sem rekur margar ólíkar sölusíður á borð við Taobao Marketplace og Tmall.com. Hann hætti sem forstjóri fyrirtækisins í maí á síðasta ári en hann er sagður vera enn við stjórnvölinn. Ma er sagður horfa á hlutafjárútboð Twitter frá því í nóvember síðastliðnum sem einhvers konar mælikvarða á eftirspurn fjárfesta eftir hlutabréfum í tæknifyrirtækjum. Spár sérfræðinga gera ráð fyrir að hlutafjárútboðið geti skilað fyrirtækinu um fimmtán milljörðum dala, um 1.700 milljörðum króna. Að lokum velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort Ma og félagar hans ákveði að skrá fyrirtækið vestanhafs eða í Hong Kong. Líklegt þykir að New York verði fyrir valinu. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Líklegt þykir að stjórnendur kínverska netrisans Alibaba Group, sem meðal annars á sölusíðuna AliExpress, ákveði að skrá fyrirtækið á markað á árinu. Afkoma Alibaba á þriðja ársfjórðungi 2013, þegar reksturinn skilaði tekjum upp á 1,78 milljarða Bandaríkjadala, um 204 milljarða króna, þótti renna stoðum undir fyrri spár sérfræðinga á hlutabréfamarkaði um að hlutafjárútboð væri á næsta leiti. Útboðið yrði að öllum líkindum það stærsta síðan Facebook fór á markað vorið 2012. Þriðji ársfjórðungur síðasta árs var fjórði fjórðungurinn í röð þar sem Alibaba skilaði meiri hagnaði en síðustu þrjá mánuðina á undan. Fyrirtækið hagnaðist þá um 801 milljón dala, um 92 milljarða króna. Bæði Ebay og Facebook skiluðu minni tekjum en Alibaba á fjórðungnum og Amazon var rekið með tapi. Alibaba er nú verðmetið á um 190 milljarða Bandaríkjadala, um 22 þúsund milljarða króna. Facebook var metið á 104 milljarða dala fyrir hlutafjárútboðið 2012. Alibaba er því annað verðmætasta netfyrirtæki heims á eftir Google.Jack Ma, 49 ára gamall fyrrverandi enskukennari og einn ríkasti maður heims, stofnaði fyrirtækið árið 1999. Hann hefur frá þeim tíma byggt upp netveldi sem rekur margar ólíkar sölusíður á borð við Taobao Marketplace og Tmall.com. Hann hætti sem forstjóri fyrirtækisins í maí á síðasta ári en hann er sagður vera enn við stjórnvölinn. Ma er sagður horfa á hlutafjárútboð Twitter frá því í nóvember síðastliðnum sem einhvers konar mælikvarða á eftirspurn fjárfesta eftir hlutabréfum í tæknifyrirtækjum. Spár sérfræðinga gera ráð fyrir að hlutafjárútboðið geti skilað fyrirtækinu um fimmtán milljörðum dala, um 1.700 milljörðum króna. Að lokum velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort Ma og félagar hans ákveði að skrá fyrirtækið vestanhafs eða í Hong Kong. Líklegt þykir að New York verði fyrir valinu.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira