Beðið eftir ákvörðun um hlutafjárútboð Alibaba Haraldur Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2014 07:00 Fyrirtækið er með um 24 þúsund starfsmenn. Mynd/AFP Líklegt þykir að stjórnendur kínverska netrisans Alibaba Group, sem meðal annars á sölusíðuna AliExpress, ákveði að skrá fyrirtækið á markað á árinu. Afkoma Alibaba á þriðja ársfjórðungi 2013, þegar reksturinn skilaði tekjum upp á 1,78 milljarða Bandaríkjadala, um 204 milljarða króna, þótti renna stoðum undir fyrri spár sérfræðinga á hlutabréfamarkaði um að hlutafjárútboð væri á næsta leiti. Útboðið yrði að öllum líkindum það stærsta síðan Facebook fór á markað vorið 2012. Þriðji ársfjórðungur síðasta árs var fjórði fjórðungurinn í röð þar sem Alibaba skilaði meiri hagnaði en síðustu þrjá mánuðina á undan. Fyrirtækið hagnaðist þá um 801 milljón dala, um 92 milljarða króna. Bæði Ebay og Facebook skiluðu minni tekjum en Alibaba á fjórðungnum og Amazon var rekið með tapi. Alibaba er nú verðmetið á um 190 milljarða Bandaríkjadala, um 22 þúsund milljarða króna. Facebook var metið á 104 milljarða dala fyrir hlutafjárútboðið 2012. Alibaba er því annað verðmætasta netfyrirtæki heims á eftir Google.Jack Ma, 49 ára gamall fyrrverandi enskukennari og einn ríkasti maður heims, stofnaði fyrirtækið árið 1999. Hann hefur frá þeim tíma byggt upp netveldi sem rekur margar ólíkar sölusíður á borð við Taobao Marketplace og Tmall.com. Hann hætti sem forstjóri fyrirtækisins í maí á síðasta ári en hann er sagður vera enn við stjórnvölinn. Ma er sagður horfa á hlutafjárútboð Twitter frá því í nóvember síðastliðnum sem einhvers konar mælikvarða á eftirspurn fjárfesta eftir hlutabréfum í tæknifyrirtækjum. Spár sérfræðinga gera ráð fyrir að hlutafjárútboðið geti skilað fyrirtækinu um fimmtán milljörðum dala, um 1.700 milljörðum króna. Að lokum velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort Ma og félagar hans ákveði að skrá fyrirtækið vestanhafs eða í Hong Kong. Líklegt þykir að New York verði fyrir valinu. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Líklegt þykir að stjórnendur kínverska netrisans Alibaba Group, sem meðal annars á sölusíðuna AliExpress, ákveði að skrá fyrirtækið á markað á árinu. Afkoma Alibaba á þriðja ársfjórðungi 2013, þegar reksturinn skilaði tekjum upp á 1,78 milljarða Bandaríkjadala, um 204 milljarða króna, þótti renna stoðum undir fyrri spár sérfræðinga á hlutabréfamarkaði um að hlutafjárútboð væri á næsta leiti. Útboðið yrði að öllum líkindum það stærsta síðan Facebook fór á markað vorið 2012. Þriðji ársfjórðungur síðasta árs var fjórði fjórðungurinn í röð þar sem Alibaba skilaði meiri hagnaði en síðustu þrjá mánuðina á undan. Fyrirtækið hagnaðist þá um 801 milljón dala, um 92 milljarða króna. Bæði Ebay og Facebook skiluðu minni tekjum en Alibaba á fjórðungnum og Amazon var rekið með tapi. Alibaba er nú verðmetið á um 190 milljarða Bandaríkjadala, um 22 þúsund milljarða króna. Facebook var metið á 104 milljarða dala fyrir hlutafjárútboðið 2012. Alibaba er því annað verðmætasta netfyrirtæki heims á eftir Google.Jack Ma, 49 ára gamall fyrrverandi enskukennari og einn ríkasti maður heims, stofnaði fyrirtækið árið 1999. Hann hefur frá þeim tíma byggt upp netveldi sem rekur margar ólíkar sölusíður á borð við Taobao Marketplace og Tmall.com. Hann hætti sem forstjóri fyrirtækisins í maí á síðasta ári en hann er sagður vera enn við stjórnvölinn. Ma er sagður horfa á hlutafjárútboð Twitter frá því í nóvember síðastliðnum sem einhvers konar mælikvarða á eftirspurn fjárfesta eftir hlutabréfum í tæknifyrirtækjum. Spár sérfræðinga gera ráð fyrir að hlutafjárútboðið geti skilað fyrirtækinu um fimmtán milljörðum dala, um 1.700 milljörðum króna. Að lokum velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort Ma og félagar hans ákveði að skrá fyrirtækið vestanhafs eða í Hong Kong. Líklegt þykir að New York verði fyrir valinu.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira