Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum Haraldur Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 07:15 Stærstur hluti erlendra ferðamanna gistir í Reykjavík. Vísir/Valli Seldum gistinóttum heilsárshótela fjölgaði um 31 prósent í desember síðastliðnum miðað við sama mánuð 2012. Nóttunum fjölgaði í öllum landshlutum en hótel á Vesturlandi og Vestfjörðum sáu mestu hlutfallslegu aukninguna eða 135 prósent. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. „Það er búin að vera stöðug aukning í gistinóttum í hverjum mánuði og ferðamenn hafa aldrei verið jafn margir og á síðasta ári. Ef maður tekur desember þá er hlutfallslega aukningin á landsbyggðinni augljóslega mikil þó að stærstur hluti ferðamanna gisti í Reykjavík,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Helga ÁrnadóttirHeilsárshótel á höfuðborgarsvæðinu áttu um áttatíu prósent af seldri gistingu í desember og þar jókst salan um 27 prósent frá sama mánuði 2012. Hótel á Suðurlandi sáu samanlagða 66 prósenta aukningu og á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 62 prósent. Þar á eftir komu Suðurnes með 48 prósenta aukningu en hótel á Norðurlandi ráku lestina með fjölgun upp á rúm átta prósent. „Á þessu eina ári sem um ræðir fjölgaði herbergjum á heilsárshótelum í Reykjavík um tæp þrettán prósent. Það eru um tvö hundruð herbergi og maður myndi ætla að herbergjanýtingin hafi batnað á milli ára í desembermánuði,“ segir Helga. Hún segir nokkur atriði hafa stuðlað að aukinni sölu á gistingu á landsbyggðinni og nefnir sérstaklega aukna áherslu landshlutanna á markaðssetningu og vetraropnanir. „Markaðsstofurnar hafa unnið vel með ferðaþjónustufyrirtækjunum í að efla þjónustu og úrval afþreyingarmöguleika. Menn eru að horfa til þess að það verði áframhaldandi vöxtur og ef þú horfir á aukið framboð á flugi til landsins þá er það góð vísbending um það sem koma skal.“Sigrún Björk JakobsdóttirSigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair Hótel Akureyri „Herbergjanýtingin hjá okkur í desember og janúar hefur verið þokkaleg og hefur haldist nokkuð jöfn en hún mætti alltaf vera meiri. Við höfum nú þegar fengið fjölmargar bókanir fyrir næsta sumar og núna er skíðavertíðin að byrja og þá fáum við mikið af Íslendingum til viðbótar við þá ferðamenn sem koma hingað á þessum árstíma til að skoða norðurljósin."María Bryndís ÓlafsdóttirMaría Bryndís Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Stykkishólms „Í janúar og desember bjóðum við eingöngu upp á gistingu fyrir hópa og við höfum séð miklu fleiri hópa en á sama tíma í fyrra og þeir koma allir til að sjá norðurljósin. Ég var með sex hópa í janúar en engan í sama mánuði í fyrra, og í þessum hópum eru frá fimmtán og upp í þrjátíu manns. Það er mikið um bókanir fyrir næsta sumar og við erum einnig farin að fá pantanir fyrir árið 2015."Gunnlaugur JónassonGunnlaugur Jónasson, hótelstjóri Gistihússins á Egilsstöðum „Ég hef séð aukningu upp á vel yfir þrjátíu prósent í gistingu í janúar. Hingað hafa komið fleiri norðurljósahópar þrátt fyrir að það hafi verið lítið um norðurljós. Á sama tíma og þetta hefur verið að aukast höfum við verið að reka hótel og veitingahús allt árið og erum einmitt að bæta við okkur 32 herbergjum og stækka um meira en helming enda lítur árið vel út." Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Seldum gistinóttum heilsárshótela fjölgaði um 31 prósent í desember síðastliðnum miðað við sama mánuð 2012. Nóttunum fjölgaði í öllum landshlutum en hótel á Vesturlandi og Vestfjörðum sáu mestu hlutfallslegu aukninguna eða 135 prósent. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. „Það er búin að vera stöðug aukning í gistinóttum í hverjum mánuði og ferðamenn hafa aldrei verið jafn margir og á síðasta ári. Ef maður tekur desember þá er hlutfallslega aukningin á landsbyggðinni augljóslega mikil þó að stærstur hluti ferðamanna gisti í Reykjavík,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Helga ÁrnadóttirHeilsárshótel á höfuðborgarsvæðinu áttu um áttatíu prósent af seldri gistingu í desember og þar jókst salan um 27 prósent frá sama mánuði 2012. Hótel á Suðurlandi sáu samanlagða 66 prósenta aukningu og á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 62 prósent. Þar á eftir komu Suðurnes með 48 prósenta aukningu en hótel á Norðurlandi ráku lestina með fjölgun upp á rúm átta prósent. „Á þessu eina ári sem um ræðir fjölgaði herbergjum á heilsárshótelum í Reykjavík um tæp þrettán prósent. Það eru um tvö hundruð herbergi og maður myndi ætla að herbergjanýtingin hafi batnað á milli ára í desembermánuði,“ segir Helga. Hún segir nokkur atriði hafa stuðlað að aukinni sölu á gistingu á landsbyggðinni og nefnir sérstaklega aukna áherslu landshlutanna á markaðssetningu og vetraropnanir. „Markaðsstofurnar hafa unnið vel með ferðaþjónustufyrirtækjunum í að efla þjónustu og úrval afþreyingarmöguleika. Menn eru að horfa til þess að það verði áframhaldandi vöxtur og ef þú horfir á aukið framboð á flugi til landsins þá er það góð vísbending um það sem koma skal.“Sigrún Björk JakobsdóttirSigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair Hótel Akureyri „Herbergjanýtingin hjá okkur í desember og janúar hefur verið þokkaleg og hefur haldist nokkuð jöfn en hún mætti alltaf vera meiri. Við höfum nú þegar fengið fjölmargar bókanir fyrir næsta sumar og núna er skíðavertíðin að byrja og þá fáum við mikið af Íslendingum til viðbótar við þá ferðamenn sem koma hingað á þessum árstíma til að skoða norðurljósin."María Bryndís ÓlafsdóttirMaría Bryndís Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Stykkishólms „Í janúar og desember bjóðum við eingöngu upp á gistingu fyrir hópa og við höfum séð miklu fleiri hópa en á sama tíma í fyrra og þeir koma allir til að sjá norðurljósin. Ég var með sex hópa í janúar en engan í sama mánuði í fyrra, og í þessum hópum eru frá fimmtán og upp í þrjátíu manns. Það er mikið um bókanir fyrir næsta sumar og við erum einnig farin að fá pantanir fyrir árið 2015."Gunnlaugur JónassonGunnlaugur Jónasson, hótelstjóri Gistihússins á Egilsstöðum „Ég hef séð aukningu upp á vel yfir þrjátíu prósent í gistingu í janúar. Hingað hafa komið fleiri norðurljósahópar þrátt fyrir að það hafi verið lítið um norðurljós. Á sama tíma og þetta hefur verið að aukast höfum við verið að reka hótel og veitingahús allt árið og erum einmitt að bæta við okkur 32 herbergjum og stækka um meira en helming enda lítur árið vel út."
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira