Segir Arion banka ruglað saman við Kaupþing Haraldur Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2014 12:08 Aðeins er búið að birta lista yfir hluta þeirra fyrirtækja sem um ræðir. „Þetta hefur ekkert með Arion banka að gera, þetta er eitthvað sem tilheyrir fortíðinni og Kaupþingi, og þeir sem tóku þennan lista hafa eðlilega ekki skilning á sögulegu tengingunni. Arion banki var stofnaður í kringum innlendar eignir og skuldir Kaupþings og greiðir alla sína skatta hér á landi,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion Banka, um lista Alþjóðabandalags rannsóknarblaðamanna (ICIJ) yfir 343 fyrirtæki sem hafa notað Lúxemborg sem skattaskjól. Kaupþing er eina íslenska fyrirtækið á þeim lista og er þar sagt heita Arion banki í dag. Listinn er byggður á gögnum sem ICIJ hefur komist yfir. Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins, DR, eiga gögnin það sameiginlegt að vera unnin af Price Waterhouse Coopers í Lúxemborg og samþykkt af yfirvöldum í borginni. DR hefur fjallað talsvert um málið eftir að gögnin voru birt og sagt þau sanna að yfirvöld í Lúxemborg hafi tekið þátt í að gera samninga sem gefi stórfyrirtækjum möguleika á að komast hjá skattgreiðslum í þeim löndum þar sem þau afla tekna. Á listanum má finna erlend stórfyrirtæki á borð við Amazon, Gazprom, Apple, Ikea, Lehman Brothers, Heinz, Citigroup og FedEx. Í tilkynningu ICIJ um birtingu gagnanna kemur fram að síðar verði greint frá nöfnum annarra fyrirtækja sem hafi notað Lúxemborg sem skattaskjól. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
„Þetta hefur ekkert með Arion banka að gera, þetta er eitthvað sem tilheyrir fortíðinni og Kaupþingi, og þeir sem tóku þennan lista hafa eðlilega ekki skilning á sögulegu tengingunni. Arion banki var stofnaður í kringum innlendar eignir og skuldir Kaupþings og greiðir alla sína skatta hér á landi,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion Banka, um lista Alþjóðabandalags rannsóknarblaðamanna (ICIJ) yfir 343 fyrirtæki sem hafa notað Lúxemborg sem skattaskjól. Kaupþing er eina íslenska fyrirtækið á þeim lista og er þar sagt heita Arion banki í dag. Listinn er byggður á gögnum sem ICIJ hefur komist yfir. Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins, DR, eiga gögnin það sameiginlegt að vera unnin af Price Waterhouse Coopers í Lúxemborg og samþykkt af yfirvöldum í borginni. DR hefur fjallað talsvert um málið eftir að gögnin voru birt og sagt þau sanna að yfirvöld í Lúxemborg hafi tekið þátt í að gera samninga sem gefi stórfyrirtækjum möguleika á að komast hjá skattgreiðslum í þeim löndum þar sem þau afla tekna. Á listanum má finna erlend stórfyrirtæki á borð við Amazon, Gazprom, Apple, Ikea, Lehman Brothers, Heinz, Citigroup og FedEx. Í tilkynningu ICIJ um birtingu gagnanna kemur fram að síðar verði greint frá nöfnum annarra fyrirtækja sem hafi notað Lúxemborg sem skattaskjól.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira