Viðskipti innlent

Aukin meðvitund um hollari vörur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sirrý Svöludóttir sölu- og markaðsstjóri Yggdrasils.
Sirrý Svöludóttir sölu- og markaðsstjóri Yggdrasils.
„Markaðurinn er að stækka. Hann er búinn að breytast mjög mikið á undanförnum árum og þróun markaðarins hefur verið í margfeldi,“ segir Sirrý Svöludóttir, sölu og markaðsstjóri heildsölunnar Yggdrasils. „Sem fyrirtæki erum við mjög sterkt og stöðug í mjög góðum rekstri. Það vinnur ofboðslega mikið með okkur að það er svo mikil meðvitund í samfélaginu um hollari vörur. Það er eitthvað sem við stefnum á að vera best í,“ bætir hún við.

Hún segir að Yggdrasil hafi byrjað sem smásala árið 1986, en síðan þróast út í það að verða heildsala. Það var slitin í sundur heildsala og smásala. „En við héldum okkar kennitölu,“ segir Sirrý. Hún segist finna fyrir auknum áhuga á vörum fyrirtækisins og þakkar það miklum áhuga á starfseminni, aukinni meðvitund neytenda og velgengni í markaðsstarfi. Hún bendir á að fyrirtækið hafði náð að tvöfalda söluna á NOW vörumerkinu sem sé undraverður árangur.

„Þetta er blanda af góðri markaðssetningu og góðri vöru. Það er mikill meðbyr í samfélaginu. Hann er ekkert að minnka heldur verða miklu miklu meiri,“ segir hún.

--------

Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, var fullyrt að Yggdrasil hefði skipt um kennitölu þegar smásölu- og heildsölu Yggdrasils var skipt upp og Lifandi markaður tók við smásölunni. Gjaldþrotið hefði numið 15 milljónum króna. Það er rangt og tilkynning um skiptalok sem birtist í Lögbirtingablaðinu þriðjudaginn 4. nóvember síðastliðinn vísaði til þrotabús auglýsingastofunnar Asks Yggdrasils. Það félag er alls ótengt heildsölunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×