Lýsingu gert að endurgreiða verktaka Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2014 17:15 vísir Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Lýsingu bæri að endurgreiða verktakafyrirtækinu Eykt rúmar 65 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna 32 kaupleigusamninga er höfðu að geyma ólöglega gengistryggingu. Hæstiréttur hafnaði þeim málatilbúnaði Lýsingar að umræddir kaupleigusamningar væru í raun leigusamningar sem heimiluðu gengistryggingu. Ennfremur taldi rétturinn að Lýsing gæti ekki ekki krafið Eykt um viðbótargreiðslu vegna afborgana og vaxta af skuld þess síðarnefnda, sem innt var af hendi á tímabilinu fram að endurútreikningum samninganna, enda verður litið svo á að fyrirtækið sé eins sett og hefði það fengið í hendur fullnaðarkvittun fyrir hverri afborgun. Vísaði Hæstiréttur til forsenda héraðsdóms varðandi aðrar málsástæður. Þar kom m.a. fram að aðstöðumunur væri á milli aðilanna. Lýsing væri fjármálafyrirtæki og m.a. sérfræðingur í fyrirtækjafjármögnun. Ekkert í gögnum málsins hafi bent til þess að Eykt hefði búið yfir slíkri sérþekkingu um fjármálastarfsemi. Sem fjármálafyrirtæki stóð það því nær Lýsingu að gæta að því að samningarnir væru í samræmi við lög nr. 38/2001. Auk þess var ljóst að skilmálar kaupleigusamninganna voru ákveðnir einhliða af Lýsingu. Fram kemur í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins Fram kemur í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins að þau fanga þessari niðurstöðu.Hún varpi skýru ljósi á réttarstöðu þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem voru með kaupleigusamninga hjá Lýsingu. „Dómurinn er í samræmi við fjölmarga aðra dóma er fjölluðu um hvernig haga skuli vaxtarreikningi ólöglegra gengistryggðra kaupleigusamninga. SI gera þá kröfu að Lýsing leiðrétti tafarlaust alla kaupleigusamninga og skora á yfirvöld að fylgja því eftir að Lýsing, sem og önnur fjármálafyrirtæki, virði afdráttarlausar niðurstöður dómstóla varðandi endurútreikninga á ólöglegum gengistryggðum samningum,“ segir Sigurður B. Halldórsson, lögfræðingur SI. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Lýsingu bæri að endurgreiða verktakafyrirtækinu Eykt rúmar 65 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna 32 kaupleigusamninga er höfðu að geyma ólöglega gengistryggingu. Hæstiréttur hafnaði þeim málatilbúnaði Lýsingar að umræddir kaupleigusamningar væru í raun leigusamningar sem heimiluðu gengistryggingu. Ennfremur taldi rétturinn að Lýsing gæti ekki ekki krafið Eykt um viðbótargreiðslu vegna afborgana og vaxta af skuld þess síðarnefnda, sem innt var af hendi á tímabilinu fram að endurútreikningum samninganna, enda verður litið svo á að fyrirtækið sé eins sett og hefði það fengið í hendur fullnaðarkvittun fyrir hverri afborgun. Vísaði Hæstiréttur til forsenda héraðsdóms varðandi aðrar málsástæður. Þar kom m.a. fram að aðstöðumunur væri á milli aðilanna. Lýsing væri fjármálafyrirtæki og m.a. sérfræðingur í fyrirtækjafjármögnun. Ekkert í gögnum málsins hafi bent til þess að Eykt hefði búið yfir slíkri sérþekkingu um fjármálastarfsemi. Sem fjármálafyrirtæki stóð það því nær Lýsingu að gæta að því að samningarnir væru í samræmi við lög nr. 38/2001. Auk þess var ljóst að skilmálar kaupleigusamninganna voru ákveðnir einhliða af Lýsingu. Fram kemur í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins Fram kemur í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins að þau fanga þessari niðurstöðu.Hún varpi skýru ljósi á réttarstöðu þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem voru með kaupleigusamninga hjá Lýsingu. „Dómurinn er í samræmi við fjölmarga aðra dóma er fjölluðu um hvernig haga skuli vaxtarreikningi ólöglegra gengistryggðra kaupleigusamninga. SI gera þá kröfu að Lýsing leiðrétti tafarlaust alla kaupleigusamninga og skora á yfirvöld að fylgja því eftir að Lýsing, sem og önnur fjármálafyrirtæki, virði afdráttarlausar niðurstöður dómstóla varðandi endurútreikninga á ólöglegum gengistryggðum samningum,“ segir Sigurður B. Halldórsson, lögfræðingur SI.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira