Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2014 08:00 Ólafur stýrir Valsliðinu ekki fyrri hluta Íslandsmótsins. Fréttablaðið/Stefán „Maður er ekki alveg búinn að melta þetta enn þá. Hann tilkynnti okkur þetta eftir æfingu í hádeginu í dag (gær). Þetta var mikið sjokk fyrir alla,“ segir Hlynur Morthens, markvörður Vals í Olís-deild karla, en í gær fór Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins, í frí fram að áramótum til að sinna nýrri vinnu sem hann er kominn í. „Þetta er einhver mesta þruma úr heiðskíru lofti sem ég hef lent í. Maður var alveg orðlaus,“ segir Hlynur, sem var enn að melta tíðindin er hann sat í ferjunni Baldri á leið til Vestmannaeyja seinni partinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Nýstofnað fyrirtæki Ólafs kallar á mikla viðveru, meiri en svo að hægt sé sinna bæði þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins af þeim metnaði og fagmennsku sem krafist er á báðum stöðum,“ sagði í fréttatilkynningu Valsmanna um ákvörðunina í gær, en við stjórnartaumunum taka þeir Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson sem gerði Valsmenn að Íslandsmeisturum árið 2007. „Óli útskýrði þetta vel og stjórnin tilkynnti nýja þjálfara um leið. Menn fá núna helgina til að melta þetta, en þetta var mikið áfall,“ segir Hlynur, en hvernig tóku leikmenn liðsins fréttunum? „Það var misjafnt hljóðið í mönnum. Sumir voru mjög reiðir og aðrir í miklu áfalli. Það er náttúrulega alveg fáránlega stutt í fyrsta leik þannig að tímasetningin er ekki góð. En menn þurfa bara að þjappa sér saman. Við tökum bara góðan fund eftir helgi leikmennirnir og förum vel yfir þetta.“ Þegar Ólafur Stefánsson tók við Valsliðinu höfðu margir leikmenn áhuga á að spila undir handleiðslu þessa besta handboltamanns Íslands frá upphafi. Frændurnir og stórskytturnar frá Akureyri, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, fluttu suður og gengu í raðir Vals svo dæmi má nefna. „Það er nefnilega málið. Ég fann sérstaklega til með þeim leikmönnum. En hann mun vera í kringum okkur og kíkja við,“ segir Hlynur, en telur markvörðurinn að Ólafur snúi aftur um áramótin eins og til stendur? „Ég vona það. Það er bara vonandi að hann komi þessu fyrirtæki á ról. Hann vill gera það 100 prósent og það tekur bara mikinn tíma. Ég vona svo sannarlega að hann komi aftur.“ Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira
„Maður er ekki alveg búinn að melta þetta enn þá. Hann tilkynnti okkur þetta eftir æfingu í hádeginu í dag (gær). Þetta var mikið sjokk fyrir alla,“ segir Hlynur Morthens, markvörður Vals í Olís-deild karla, en í gær fór Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins, í frí fram að áramótum til að sinna nýrri vinnu sem hann er kominn í. „Þetta er einhver mesta þruma úr heiðskíru lofti sem ég hef lent í. Maður var alveg orðlaus,“ segir Hlynur, sem var enn að melta tíðindin er hann sat í ferjunni Baldri á leið til Vestmannaeyja seinni partinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Nýstofnað fyrirtæki Ólafs kallar á mikla viðveru, meiri en svo að hægt sé sinna bæði þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins af þeim metnaði og fagmennsku sem krafist er á báðum stöðum,“ sagði í fréttatilkynningu Valsmanna um ákvörðunina í gær, en við stjórnartaumunum taka þeir Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson sem gerði Valsmenn að Íslandsmeisturum árið 2007. „Óli útskýrði þetta vel og stjórnin tilkynnti nýja þjálfara um leið. Menn fá núna helgina til að melta þetta, en þetta var mikið áfall,“ segir Hlynur, en hvernig tóku leikmenn liðsins fréttunum? „Það var misjafnt hljóðið í mönnum. Sumir voru mjög reiðir og aðrir í miklu áfalli. Það er náttúrulega alveg fáránlega stutt í fyrsta leik þannig að tímasetningin er ekki góð. En menn þurfa bara að þjappa sér saman. Við tökum bara góðan fund eftir helgi leikmennirnir og förum vel yfir þetta.“ Þegar Ólafur Stefánsson tók við Valsliðinu höfðu margir leikmenn áhuga á að spila undir handleiðslu þessa besta handboltamanns Íslands frá upphafi. Frændurnir og stórskytturnar frá Akureyri, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, fluttu suður og gengu í raðir Vals svo dæmi má nefna. „Það er nefnilega málið. Ég fann sérstaklega til með þeim leikmönnum. En hann mun vera í kringum okkur og kíkja við,“ segir Hlynur, en telur markvörðurinn að Ólafur snúi aftur um áramótin eins og til stendur? „Ég vona það. Það er bara vonandi að hann komi þessu fyrirtæki á ról. Hann vill gera það 100 prósent og það tekur bara mikinn tíma. Ég vona svo sannarlega að hann komi aftur.“
Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira