Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2014 08:00 Ólafur stýrir Valsliðinu ekki fyrri hluta Íslandsmótsins. Fréttablaðið/Stefán „Maður er ekki alveg búinn að melta þetta enn þá. Hann tilkynnti okkur þetta eftir æfingu í hádeginu í dag (gær). Þetta var mikið sjokk fyrir alla,“ segir Hlynur Morthens, markvörður Vals í Olís-deild karla, en í gær fór Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins, í frí fram að áramótum til að sinna nýrri vinnu sem hann er kominn í. „Þetta er einhver mesta þruma úr heiðskíru lofti sem ég hef lent í. Maður var alveg orðlaus,“ segir Hlynur, sem var enn að melta tíðindin er hann sat í ferjunni Baldri á leið til Vestmannaeyja seinni partinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Nýstofnað fyrirtæki Ólafs kallar á mikla viðveru, meiri en svo að hægt sé sinna bæði þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins af þeim metnaði og fagmennsku sem krafist er á báðum stöðum,“ sagði í fréttatilkynningu Valsmanna um ákvörðunina í gær, en við stjórnartaumunum taka þeir Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson sem gerði Valsmenn að Íslandsmeisturum árið 2007. „Óli útskýrði þetta vel og stjórnin tilkynnti nýja þjálfara um leið. Menn fá núna helgina til að melta þetta, en þetta var mikið áfall,“ segir Hlynur, en hvernig tóku leikmenn liðsins fréttunum? „Það var misjafnt hljóðið í mönnum. Sumir voru mjög reiðir og aðrir í miklu áfalli. Það er náttúrulega alveg fáránlega stutt í fyrsta leik þannig að tímasetningin er ekki góð. En menn þurfa bara að þjappa sér saman. Við tökum bara góðan fund eftir helgi leikmennirnir og förum vel yfir þetta.“ Þegar Ólafur Stefánsson tók við Valsliðinu höfðu margir leikmenn áhuga á að spila undir handleiðslu þessa besta handboltamanns Íslands frá upphafi. Frændurnir og stórskytturnar frá Akureyri, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, fluttu suður og gengu í raðir Vals svo dæmi má nefna. „Það er nefnilega málið. Ég fann sérstaklega til með þeim leikmönnum. En hann mun vera í kringum okkur og kíkja við,“ segir Hlynur, en telur markvörðurinn að Ólafur snúi aftur um áramótin eins og til stendur? „Ég vona það. Það er bara vonandi að hann komi þessu fyrirtæki á ról. Hann vill gera það 100 prósent og það tekur bara mikinn tíma. Ég vona svo sannarlega að hann komi aftur.“ Handbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira
„Maður er ekki alveg búinn að melta þetta enn þá. Hann tilkynnti okkur þetta eftir æfingu í hádeginu í dag (gær). Þetta var mikið sjokk fyrir alla,“ segir Hlynur Morthens, markvörður Vals í Olís-deild karla, en í gær fór Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins, í frí fram að áramótum til að sinna nýrri vinnu sem hann er kominn í. „Þetta er einhver mesta þruma úr heiðskíru lofti sem ég hef lent í. Maður var alveg orðlaus,“ segir Hlynur, sem var enn að melta tíðindin er hann sat í ferjunni Baldri á leið til Vestmannaeyja seinni partinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Nýstofnað fyrirtæki Ólafs kallar á mikla viðveru, meiri en svo að hægt sé sinna bæði þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins af þeim metnaði og fagmennsku sem krafist er á báðum stöðum,“ sagði í fréttatilkynningu Valsmanna um ákvörðunina í gær, en við stjórnartaumunum taka þeir Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson sem gerði Valsmenn að Íslandsmeisturum árið 2007. „Óli útskýrði þetta vel og stjórnin tilkynnti nýja þjálfara um leið. Menn fá núna helgina til að melta þetta, en þetta var mikið áfall,“ segir Hlynur, en hvernig tóku leikmenn liðsins fréttunum? „Það var misjafnt hljóðið í mönnum. Sumir voru mjög reiðir og aðrir í miklu áfalli. Það er náttúrulega alveg fáránlega stutt í fyrsta leik þannig að tímasetningin er ekki góð. En menn þurfa bara að þjappa sér saman. Við tökum bara góðan fund eftir helgi leikmennirnir og förum vel yfir þetta.“ Þegar Ólafur Stefánsson tók við Valsliðinu höfðu margir leikmenn áhuga á að spila undir handleiðslu þessa besta handboltamanns Íslands frá upphafi. Frændurnir og stórskytturnar frá Akureyri, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, fluttu suður og gengu í raðir Vals svo dæmi má nefna. „Það er nefnilega málið. Ég fann sérstaklega til með þeim leikmönnum. En hann mun vera í kringum okkur og kíkja við,“ segir Hlynur, en telur markvörðurinn að Ólafur snúi aftur um áramótin eins og til stendur? „Ég vona það. Það er bara vonandi að hann komi þessu fyrirtæki á ról. Hann vill gera það 100 prósent og það tekur bara mikinn tíma. Ég vona svo sannarlega að hann komi aftur.“
Handbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira