Viðskipti innlent

FACTA samningur undirritaður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton brink
Íslensk stjórnvöld hafa áritað FACTA samning svokallaðan við bandarísk stjórnvöld. Samkvæmt FACTA lögunum ber öllum erlendum fjármálastofnunum að senda árlega upplýsingar um tekjur og eignir bandarískra skattgreiðenda beint til bandarískra skattyfirvalda. Fallist fjármálastofnun ekki á að veita upplýsingarnar verður lagður 30 prósent afdráttarskattur á allar fjármagnstekjur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar frá Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu segir að með samningnum sé íslenskum fjármálastofnunum auðveldað að uppfylla kröfur samkvæmt FACTA reglum og mun ríkisskattstjóri hafa milligöngu um upplýsingaskiptin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×