Viðskipti innlent

N1 lokar bensínstöðinni við Ægisíðu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Bensínstöðin var opnuð í október 1978 af Olíufélaginu hf. (ESSO síðar N1)
Bensínstöðin var opnuð í október 1978 af Olíufélaginu hf. (ESSO síðar N1) Vísir/Vilhelm
Bensínstöð N1 við Ægisíðu 102 verður lokað í haust en fyrirtækið hefur tekið kauptilboði í fasteignina.

Frá þessu var greint í tilkynningu fyrirtækisins um uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Þar segir að gengið verði frá kaupsamningi á haustmánuðum og að áætlaður söluhagnaður sé að lágmarki 260 milljónir króna. Fyrirtækið gefur ekki upp hver kaupandi fasteignarinnar er.

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, segir í samtali við Vísi að verkstæði fyrirtækisins við Ægisíðu verði sameinað verkstæði N1 í Fellsmúla.   

„Síðan erum við með mjög öfluga þjónustustöð við Hringbraut sem við munum benda fólki á. Svo munum við kynna þetta nánar þegar nær dregur lokun," segir Eggert. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×