Heita vatnið hækkar en rafmagnið lækkar Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2014 14:17 Útgjöld fjölskyldu í 100 fermetra íbúð með algenga orkunotkun hækka um rúmar 270 krónur á mánuði. vísir/valli Breytingar á verði veituþjónustu Orkuveitunnar um áramótin eru einkum vegna breytinga á lögum um virðisaukaskatt. Hann hækkar á hitaveituna og lækkar á rafmagnið. Útgjöld fjölskyldu í 100 fermetra íbúð með algenga orkunotkun hækka um rúmar 270 krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Fram kemur í tilkynningunni að verð Orkuveitunnar á heitu vatni, sem fylgt hefur vísitölu neysluverðs undanfarin misseri, lækkar um 0,1% nú um áramótin. Á móti kemur að virðisaukaskattur á hitaveituna hækkar úr 7% í 11%. Þess vegna má fólk búast við að hitareikningurinn hækki um 3,7% um áramótin. Virðisaukaskattur á rafmagn – hvorttveggja dreifingar- og söluhlutann – lækkar úr 25,5% í 24%. Þar sem engin breyting verður hjá Orkuveitunni á dreifiverði rafmagns, sem er meira en helmingur rafmagnsreikningsins, birtist sú lækkun beint á rafmagnsreikningum sem 1,2% lækkun.Vatns- og fráveitugjöld hækka um rúmt prósent Víða eru vatns- og fráveitugjöld tiltekið hlutfall fasteignamats húseigna. Sú er ekki raunin hjá Orkuveitunni heldur eru gjöldin lögð á miðað við stærð húsnæðis og hafa tekið breytingum með byggingavísitölu. Hún hefur hækkað um 1,26% á árinu. Vatns- og fráveitur eru undanþegnar virðisaukaskatti þannig að breytingar á honum hafa ekki áhrif á verð fyrir þjónustuna. Almenn þjónustugjöld Orkuveitunnar breytast ekki um áramót. Þau bera flest virðisaukaskatt í hærra þrepinu, sem lækkar þá þjónustugjöldin samsvarandi. Á vef Orkuveitunnar má finna ýmis góð ráð til að spara og nýta orkuna betur.Reikningsdæmi miðað við algenga notkun Hér er dæmi sem sýnir breytingar á verði þjónustu Orkuveitunnar um áramót. Miðað er við 100 fermetra íbúð í Reykjavík þar sem raforkunotkun á ári er 5.000 kílóvattstundir og heitavatnsnotkunin 500 rúmmetrar, sem er algeng notkun. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira
Breytingar á verði veituþjónustu Orkuveitunnar um áramótin eru einkum vegna breytinga á lögum um virðisaukaskatt. Hann hækkar á hitaveituna og lækkar á rafmagnið. Útgjöld fjölskyldu í 100 fermetra íbúð með algenga orkunotkun hækka um rúmar 270 krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Fram kemur í tilkynningunni að verð Orkuveitunnar á heitu vatni, sem fylgt hefur vísitölu neysluverðs undanfarin misseri, lækkar um 0,1% nú um áramótin. Á móti kemur að virðisaukaskattur á hitaveituna hækkar úr 7% í 11%. Þess vegna má fólk búast við að hitareikningurinn hækki um 3,7% um áramótin. Virðisaukaskattur á rafmagn – hvorttveggja dreifingar- og söluhlutann – lækkar úr 25,5% í 24%. Þar sem engin breyting verður hjá Orkuveitunni á dreifiverði rafmagns, sem er meira en helmingur rafmagnsreikningsins, birtist sú lækkun beint á rafmagnsreikningum sem 1,2% lækkun.Vatns- og fráveitugjöld hækka um rúmt prósent Víða eru vatns- og fráveitugjöld tiltekið hlutfall fasteignamats húseigna. Sú er ekki raunin hjá Orkuveitunni heldur eru gjöldin lögð á miðað við stærð húsnæðis og hafa tekið breytingum með byggingavísitölu. Hún hefur hækkað um 1,26% á árinu. Vatns- og fráveitur eru undanþegnar virðisaukaskatti þannig að breytingar á honum hafa ekki áhrif á verð fyrir þjónustuna. Almenn þjónustugjöld Orkuveitunnar breytast ekki um áramót. Þau bera flest virðisaukaskatt í hærra þrepinu, sem lækkar þá þjónustugjöldin samsvarandi. Á vef Orkuveitunnar má finna ýmis góð ráð til að spara og nýta orkuna betur.Reikningsdæmi miðað við algenga notkun Hér er dæmi sem sýnir breytingar á verði þjónustu Orkuveitunnar um áramót. Miðað er við 100 fermetra íbúð í Reykjavík þar sem raforkunotkun á ári er 5.000 kílóvattstundir og heitavatnsnotkunin 500 rúmmetrar, sem er algeng notkun.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira