Lágt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða mikið áhyggjuefni Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2014 18:30 Minna en fjórðungur eigna lífeyrissjóða eru í erlendum gjaldeyri og er þetta mikið áhyggjuefni, segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Þjóðarhagur krefjist þess að eignum sé safnað í útlöndum fyrir lífeyristöku þeirra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði. Ef að íslenskir lífeyrissjóðir fara ekki að fjárfesta í auknum mæli erlendis og fá heimildir til þess og undanþágur frá gjaldeyrishöftum þá gæti skapast mjög vond staða þegar þær kynslóðir sem nú eru á vinnumarkaði fara á eftirlaun. Aðeins 22,4 prósent eigna lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði eins og hér sést (sjá myndskeið). Í Eistlandi er þetta hlutfall 75,4 prósent og í hlutfall erlendra eigna norska olíusjóðsins er 93 prósent. Það segir sig sjálft að lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir lífeyri og neyslu lífeyrisþega framtíðarinar. Þessi mynd er því ekki jákvæð. Neysla þjóðarinnar er að mestu í gjaldeyri, þ.e. innflutningi.Verðum að eiga fyrir neyslu „Þegar þú ferð á eftirlaun muntu þurfa að flytja inn vörur og þær kosta gjaldeyri. Þess vegna er mjög mikilvægt að hluta af þínum lífeyrissparnaði í dag sé fjárfest í erlendum eignum svo gjaldeyririnn sé til þegar þú ferð á eftirlaun. Ef það er ekki gert þá mun það hafa verulega slæm áhrif á bæði gjaldeyrismarkaðinn og hagkerfið í heild sinni þegar lífeyrissjóðirnir byrja að soga peninga úr hagkerfinu aftur til þess að borga út lífeyri og það er ekki til gjaldeyrir til að standa straum af þeirri neyslu sem þarf,“ segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Ásgeir vann sérstaka úttekt um málið fyrir Landssamtök lífeyrissjóða sem má nálgast hér neðst í fréttinni. Lífeyrissjóðirnir eru þjóðin og vegna hafta geta lífeyrissjóðirnir ekki gætt hagsmuna eiganda síns, þjóðarinnar, með réttum hætti ef þeir fá ekki að fjárfesta í erlendum eignum.Hættuleg umræða um lífeyrissjóði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir þetta alvarlegt áhyggjuefni. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ segir Haukur. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Minna en fjórðungur eigna lífeyrissjóða eru í erlendum gjaldeyri og er þetta mikið áhyggjuefni, segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Þjóðarhagur krefjist þess að eignum sé safnað í útlöndum fyrir lífeyristöku þeirra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði. Ef að íslenskir lífeyrissjóðir fara ekki að fjárfesta í auknum mæli erlendis og fá heimildir til þess og undanþágur frá gjaldeyrishöftum þá gæti skapast mjög vond staða þegar þær kynslóðir sem nú eru á vinnumarkaði fara á eftirlaun. Aðeins 22,4 prósent eigna lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði eins og hér sést (sjá myndskeið). Í Eistlandi er þetta hlutfall 75,4 prósent og í hlutfall erlendra eigna norska olíusjóðsins er 93 prósent. Það segir sig sjálft að lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir lífeyri og neyslu lífeyrisþega framtíðarinar. Þessi mynd er því ekki jákvæð. Neysla þjóðarinnar er að mestu í gjaldeyri, þ.e. innflutningi.Verðum að eiga fyrir neyslu „Þegar þú ferð á eftirlaun muntu þurfa að flytja inn vörur og þær kosta gjaldeyri. Þess vegna er mjög mikilvægt að hluta af þínum lífeyrissparnaði í dag sé fjárfest í erlendum eignum svo gjaldeyririnn sé til þegar þú ferð á eftirlaun. Ef það er ekki gert þá mun það hafa verulega slæm áhrif á bæði gjaldeyrismarkaðinn og hagkerfið í heild sinni þegar lífeyrissjóðirnir byrja að soga peninga úr hagkerfinu aftur til þess að borga út lífeyri og það er ekki til gjaldeyrir til að standa straum af þeirri neyslu sem þarf,“ segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Ásgeir vann sérstaka úttekt um málið fyrir Landssamtök lífeyrissjóða sem má nálgast hér neðst í fréttinni. Lífeyrissjóðirnir eru þjóðin og vegna hafta geta lífeyrissjóðirnir ekki gætt hagsmuna eiganda síns, þjóðarinnar, með réttum hætti ef þeir fá ekki að fjárfesta í erlendum eignum.Hættuleg umræða um lífeyrissjóði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir þetta alvarlegt áhyggjuefni. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ segir Haukur.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira