Vaxtakostnaðurinn skerðir hér lífskjörin Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Birtir til? Samtök atvinnulífsins vekja á því athygli í umfjöllun og auglýsingum þessa dagana að síðustu tólf mánuði hafi náðst jákvæður árangur á vinnumarkaði og í efnahagslífi. Fréttablaðið/Heiða Íslensk heimili og fyrirtæki greiða á ári 200 milljarða aukalega vegna „gífurlegs vaxtakostnaðar sem skerðir lífskjör og þrengir að atvinnulífinu“ benda Samtök atvinnulífsins á í nýrri samantekt. Samtökin vekja þó í umfjöllun sinni athygli á því að hlutir hafi færst til betri vegar í efnahagslífinu og því ætti að vera rúm fyrir frekari vaxtalækkanir hér á landi verði haldið áfram á sömu braut. Bent er á að stýrivextir hér á landi séu nærri fjörutíu sinnum hærri en í Evrópu.Arnór SighvatssonÁ fundi Viðskiptaráðs Íslands um peningamál fyrr í þessum mánuði fjallaði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sérstaklega um hvað til þyrfti að koma ætti að draga hér úr vaxtamun við útlönd. Til að gera það þyrfti að ná niður verðbólgu og halda jafnvægi í efnahagslífinu yfir mjög langan tíma. Þar væri okkur hins vegar ákveðinn vandi á höndum. Gjaldmiðillinn væri mjög lítill og gengisbreytingar kæmu mjög hratt fram í verðlagi. Laun sem hækkuðu hratt með verðlagi aðlöguðust ekki endilega jafn hratt niður á við þegar gengið styrktist. Því væri ákveðin verðbólgubjögun innbyggð í lítinn gjaldmiðil og ekki önnur leið til að draga úr henni en reka efnahagsmál landsins jafn vel og jafnvel betur en önnur lönd, eigi vaxtastig hér að verða eitthvað svipað og þar. Þá sagði Arnór á fundinum að saga krónunnar hjálpaði ekki til í þessum efnum. „Gildi krónunnar hefur rýrnað um nálægt 99,9 prósent gagnvart þeim gjaldmiðli sem við vorum upphaflega tengd við þegar krónan var sett á flot á sínum tíma. Gjaldmiðill með slíka sögu þarf að búa við hærri vexti til þess að fjárfestar vilji eiga skuldbindingar í honum,“ benti hann á. Samtök atvinnulífsins benda í umfjöllun sinni á að viðbótarútgjöld landsmanna vegna hærri vaxta hér en annars staðar jafngildi öllum útgjöldum ríkisins til heilbrigðis og menntamála. Bent er á að lækki vextir verði meira eftir af launum fólks, atvinnulíf eflist og lífskjör batni. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Íslensk heimili og fyrirtæki greiða á ári 200 milljarða aukalega vegna „gífurlegs vaxtakostnaðar sem skerðir lífskjör og þrengir að atvinnulífinu“ benda Samtök atvinnulífsins á í nýrri samantekt. Samtökin vekja þó í umfjöllun sinni athygli á því að hlutir hafi færst til betri vegar í efnahagslífinu og því ætti að vera rúm fyrir frekari vaxtalækkanir hér á landi verði haldið áfram á sömu braut. Bent er á að stýrivextir hér á landi séu nærri fjörutíu sinnum hærri en í Evrópu.Arnór SighvatssonÁ fundi Viðskiptaráðs Íslands um peningamál fyrr í þessum mánuði fjallaði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sérstaklega um hvað til þyrfti að koma ætti að draga hér úr vaxtamun við útlönd. Til að gera það þyrfti að ná niður verðbólgu og halda jafnvægi í efnahagslífinu yfir mjög langan tíma. Þar væri okkur hins vegar ákveðinn vandi á höndum. Gjaldmiðillinn væri mjög lítill og gengisbreytingar kæmu mjög hratt fram í verðlagi. Laun sem hækkuðu hratt með verðlagi aðlöguðust ekki endilega jafn hratt niður á við þegar gengið styrktist. Því væri ákveðin verðbólgubjögun innbyggð í lítinn gjaldmiðil og ekki önnur leið til að draga úr henni en reka efnahagsmál landsins jafn vel og jafnvel betur en önnur lönd, eigi vaxtastig hér að verða eitthvað svipað og þar. Þá sagði Arnór á fundinum að saga krónunnar hjálpaði ekki til í þessum efnum. „Gildi krónunnar hefur rýrnað um nálægt 99,9 prósent gagnvart þeim gjaldmiðli sem við vorum upphaflega tengd við þegar krónan var sett á flot á sínum tíma. Gjaldmiðill með slíka sögu þarf að búa við hærri vexti til þess að fjárfestar vilji eiga skuldbindingar í honum,“ benti hann á. Samtök atvinnulífsins benda í umfjöllun sinni á að viðbótarútgjöld landsmanna vegna hærri vaxta hér en annars staðar jafngildi öllum útgjöldum ríkisins til heilbrigðis og menntamála. Bent er á að lækki vextir verði meira eftir af launum fólks, atvinnulíf eflist og lífskjör batni.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira