Svigrúm til arðgreiðslna að myndast 26. nóvember 2014 07:00 Hörður Arnarson. Spurður um upphæð arðgreiðslna bendir hann á 50 milljarða skuldaniðurgreiðslur til viðmiðunar. vísir/gva Landsvirkjun gerir ráð fyrir að auka arðgreiðslur innan fárra ára. Á fjórum árum hefur verið fjárfest í nýjum orkumannvirkjum fyrir 50 milljarða króna og skuldir verið greiddar niður um annað eins á sama tíma. Þetta var meðal þess sem kom fram á haustfundi Landsvirkjunar í gær. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að fundi loknum að Landsvirkjun nýti sitt svigrúm í dag til að greiða niður skuldir eins og staða fyrirtækisins gerir kröfu um. „Við verðum að gera það áfram. En hversu mikið þarf að greiða skuldir niður áður en raunhæfur möguleiki er að auka arðgreiðslur ræðst af markaðsaðstæðum; við sjáum ekki fyrir hvernig gengur að auka tekjurnar. Þetta snýst um samspil tekna á móti skuldum og við þurfum að ná þeim stað að Landsvirkjun verði sjálfbær í endurfjármögnun, án ríkisábyrgðar. Þá, þegar því er náð, eykst arðgreiðslugetan,“ segir Hörður en í erindi sínu sagði hann enn fremur að tölurnar sýni að rekstur raforkukerfisins er í dag að skila verulegri verðmætasköpun. „Ef við horfum síðan til langs líftíma orkumannvirkjanna, aukinnar eftirspurnar, hækkandi raforkuverðs og lækkandi skuldsetningar þá er ljóst að allar forsendur eru fyrir verulega aukna fjármunamyndun.“ Spurður hvenær þessum áfanga verði náð, segir Hörður vonast til að það verði innan þriggja til fjögurra ára. Spurður um hversu háar arðgreiðslurnar verða, og eðlilegt geti talist að Landsvirkjun greiði eiganda sínum – þjóðinni – mikinn arð á ári, segir Hörður. „Við notum fjármunamyndun til að greiða skuldir, fjárfesta og greiða arð. Miklar fjárfestingar draga úr arðgreiðslugetunni en ef við þyrftum ekki að greiða niður lánin eins og undanfarin ár, en viðhaldið þeim, þá hefði arðgreiðslugetan verið 50 milljarðar. Svo ræðst þetta á endanum á vilja eigandans til að byggja upp fyrirtækið – hvort uppbygging eða arðgreiðslur eru forgangsatriði,“ segir Hörður. Hörður sagði í erindi sínu að meðalverð Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna væri 20 dollarar, en viðmiðunarverð nýrra samninga sé 43 dollarar. „Það er veruleg hækkun sem er að nást. Afsláttur er gefinn á fyrstu árum samninga, og einnig ef magnið er mikið og mótaðilinn er mjög sterkur,“ segir Hörður og bætti við að nú banki fyrirtæki á dyrnar og biðji um orku í stað þess þegar uppbygging orkukerfisins var háð stórum notendum og takmarkaðir möguleikar til að fá hærra verð. Ávinningur samfélagsins með hækkandi orkuverði kom skýrt fram í máli Harðar. Hver dollari í verðhækkun eykur arðgreiðslugetu Landsvirkjunar um 1,5 milljarða á ári. Það myndi skiptast þannig á milli kaupenda orkunnar að 1,3 milljarðar kæmu frá alþjóðlegum iðnaði, 150 milljónir frá almennum atvinnurekstri og 50 milljóna króna hækkun fyrir íslensk heimili.vísir/gvaVill uppbyggingu án frekari tafa Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerði tækifæri orkuiðnaðarins að umtalsefni í erindi sínu. Sagði að erlendir fjárfestar, sem koma að máli við hana, spyrðu ítrekað hversu mikil raforka muni verða til staðar og aðgengileg á næstu árum á Íslandi. Þessu segist hún ekki getað svarað og óvissan sé ekki til að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga, sagði Ragnheiður og bætti við: „Rammaáætlun átti að veita okkur svörin við þessum spurningum, en því miður hefur hún ekki gert það,“ sagði ráðherra. „Ég segi það hreint út. Ég tel vera fulla þörf á því að við förum út í nýja orkuvinnslukosti, til viðbótar við núverandi raforkuframleiðslu, hvort sem er í vatnsafli, jarðvarma eða vindi. Ég tel að röksemdir séu til staðar til að færa fleiri virkjunarkosti úr biðflokki í orkunýtingarflokk, á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir úr fyrsta, öðrum og þriðja áfanga Rammaáætlunar. Og ég tel í þriðja lagi brýnt að hafist verði handa við undirbúning þeirra virkjunarkosta sem eru í orkunýtingarflokki, í samræmi við lög og reglur.“Eftirspurn vex frá traustum iðngreinum Áliðnaðurinn er og verður kjölfestan í orkufrekum iðnaði á Íslandi, sagði forstjóri Landsvirkjunar í gær. Álfyrirtækin séu traust fyrirtæki sem horfi til langs tíma og hafi gert Íslendingum kleift að byggja upp öflugt raforkukerfi hér á landi. Hörður sagði að ef Landsvirkjun væri í dag að hefja uppbyggingu raforkukerfisins þá yrði aftur fyrst leitað eftir því að fá álfyrirtæki til að hefja starfsemi hér á landi. Um kísilmálmframleiðslu kom fram að vöxtur greinarinnar sé m.a. drifinn áfram af miklum vexti í framleiðslu á raforku með sólarorku. Hörður sagði í dag vera vitað um tólf verkefni í undirbúningi í heiminum og af þeim þrjú á Íslandi. Gagnaver er þriðja greinin sem horfir í dag til Íslands, sagði Hörður. Hagstætt rekstrarumhverfi, svalt loftslag sem dregur úr kostnaði við kælingu og staðsetning landsins styður við þá þróun. Landsvirkjun er í viðræðum við nokkurn fjölda fyrirtækja sem sýna því áhuga á að hefja slíkan rekstur á Íslandi. Athyglisvert er að umtalsverð samkeppni er á milli landa að fá til sín gagnaver, m.a. eru allar Norðurlandaþjóðirnar að vinna hörðum höndum að því að fá þennan rekstur til sín, og með góðum árangri þar sem Facebook reisir nú gagnaver í Svíþjóð og Google í Finnlandi. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Landsvirkjun gerir ráð fyrir að auka arðgreiðslur innan fárra ára. Á fjórum árum hefur verið fjárfest í nýjum orkumannvirkjum fyrir 50 milljarða króna og skuldir verið greiddar niður um annað eins á sama tíma. Þetta var meðal þess sem kom fram á haustfundi Landsvirkjunar í gær. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að fundi loknum að Landsvirkjun nýti sitt svigrúm í dag til að greiða niður skuldir eins og staða fyrirtækisins gerir kröfu um. „Við verðum að gera það áfram. En hversu mikið þarf að greiða skuldir niður áður en raunhæfur möguleiki er að auka arðgreiðslur ræðst af markaðsaðstæðum; við sjáum ekki fyrir hvernig gengur að auka tekjurnar. Þetta snýst um samspil tekna á móti skuldum og við þurfum að ná þeim stað að Landsvirkjun verði sjálfbær í endurfjármögnun, án ríkisábyrgðar. Þá, þegar því er náð, eykst arðgreiðslugetan,“ segir Hörður en í erindi sínu sagði hann enn fremur að tölurnar sýni að rekstur raforkukerfisins er í dag að skila verulegri verðmætasköpun. „Ef við horfum síðan til langs líftíma orkumannvirkjanna, aukinnar eftirspurnar, hækkandi raforkuverðs og lækkandi skuldsetningar þá er ljóst að allar forsendur eru fyrir verulega aukna fjármunamyndun.“ Spurður hvenær þessum áfanga verði náð, segir Hörður vonast til að það verði innan þriggja til fjögurra ára. Spurður um hversu háar arðgreiðslurnar verða, og eðlilegt geti talist að Landsvirkjun greiði eiganda sínum – þjóðinni – mikinn arð á ári, segir Hörður. „Við notum fjármunamyndun til að greiða skuldir, fjárfesta og greiða arð. Miklar fjárfestingar draga úr arðgreiðslugetunni en ef við þyrftum ekki að greiða niður lánin eins og undanfarin ár, en viðhaldið þeim, þá hefði arðgreiðslugetan verið 50 milljarðar. Svo ræðst þetta á endanum á vilja eigandans til að byggja upp fyrirtækið – hvort uppbygging eða arðgreiðslur eru forgangsatriði,“ segir Hörður. Hörður sagði í erindi sínu að meðalverð Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna væri 20 dollarar, en viðmiðunarverð nýrra samninga sé 43 dollarar. „Það er veruleg hækkun sem er að nást. Afsláttur er gefinn á fyrstu árum samninga, og einnig ef magnið er mikið og mótaðilinn er mjög sterkur,“ segir Hörður og bætti við að nú banki fyrirtæki á dyrnar og biðji um orku í stað þess þegar uppbygging orkukerfisins var háð stórum notendum og takmarkaðir möguleikar til að fá hærra verð. Ávinningur samfélagsins með hækkandi orkuverði kom skýrt fram í máli Harðar. Hver dollari í verðhækkun eykur arðgreiðslugetu Landsvirkjunar um 1,5 milljarða á ári. Það myndi skiptast þannig á milli kaupenda orkunnar að 1,3 milljarðar kæmu frá alþjóðlegum iðnaði, 150 milljónir frá almennum atvinnurekstri og 50 milljóna króna hækkun fyrir íslensk heimili.vísir/gvaVill uppbyggingu án frekari tafa Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerði tækifæri orkuiðnaðarins að umtalsefni í erindi sínu. Sagði að erlendir fjárfestar, sem koma að máli við hana, spyrðu ítrekað hversu mikil raforka muni verða til staðar og aðgengileg á næstu árum á Íslandi. Þessu segist hún ekki getað svarað og óvissan sé ekki til að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga, sagði Ragnheiður og bætti við: „Rammaáætlun átti að veita okkur svörin við þessum spurningum, en því miður hefur hún ekki gert það,“ sagði ráðherra. „Ég segi það hreint út. Ég tel vera fulla þörf á því að við förum út í nýja orkuvinnslukosti, til viðbótar við núverandi raforkuframleiðslu, hvort sem er í vatnsafli, jarðvarma eða vindi. Ég tel að röksemdir séu til staðar til að færa fleiri virkjunarkosti úr biðflokki í orkunýtingarflokk, á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir úr fyrsta, öðrum og þriðja áfanga Rammaáætlunar. Og ég tel í þriðja lagi brýnt að hafist verði handa við undirbúning þeirra virkjunarkosta sem eru í orkunýtingarflokki, í samræmi við lög og reglur.“Eftirspurn vex frá traustum iðngreinum Áliðnaðurinn er og verður kjölfestan í orkufrekum iðnaði á Íslandi, sagði forstjóri Landsvirkjunar í gær. Álfyrirtækin séu traust fyrirtæki sem horfi til langs tíma og hafi gert Íslendingum kleift að byggja upp öflugt raforkukerfi hér á landi. Hörður sagði að ef Landsvirkjun væri í dag að hefja uppbyggingu raforkukerfisins þá yrði aftur fyrst leitað eftir því að fá álfyrirtæki til að hefja starfsemi hér á landi. Um kísilmálmframleiðslu kom fram að vöxtur greinarinnar sé m.a. drifinn áfram af miklum vexti í framleiðslu á raforku með sólarorku. Hörður sagði í dag vera vitað um tólf verkefni í undirbúningi í heiminum og af þeim þrjú á Íslandi. Gagnaver er þriðja greinin sem horfir í dag til Íslands, sagði Hörður. Hagstætt rekstrarumhverfi, svalt loftslag sem dregur úr kostnaði við kælingu og staðsetning landsins styður við þá þróun. Landsvirkjun er í viðræðum við nokkurn fjölda fyrirtækja sem sýna því áhuga á að hefja slíkan rekstur á Íslandi. Athyglisvert er að umtalsverð samkeppni er á milli landa að fá til sín gagnaver, m.a. eru allar Norðurlandaþjóðirnar að vinna hörðum höndum að því að fá þennan rekstur til sín, og með góðum árangri þar sem Facebook reisir nú gagnaver í Svíþjóð og Google í Finnlandi.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira