Verðtrygging á brauðfótum – nýtt tækifæri? Skjóðan skrifar 26. nóvember 2014 13:00 Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira