Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2014 12:06 "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður.“ Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreind þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Meint brot áttu sér ýmist stað símleiðis og í tölvupósti.„Mun handstýra allri tilboðsgerð“ „Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....,“ kom fram í símtali starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Símtal þeirra stóð yfir í rúmar ellefu mínútur. Tilboðsmál fyrirtækjanna voru meðal annars rædd, tilboðsgerð Byko í grófvörum og hvöttu starfsmennirnir hvorn annan meðal annars til að stuðla að því að Byko og Húsasmiðjan myndu ekki stunda samkeppni. „Nei, ég ætla mér semsagt að hækka núna, bara handvirkt tilboð. Alveg sama hvað það er. Þetta verður allt sent til mín hérna... til, skal ég segja þér, yfirferðar, ..ég ætla að hækka allt um lágmark 2%.“ Í ákærunni segir að starfsmaður Byko hafi haft það að markmiði að hækka framlegðina og minnka afslættina tvisvar sinnum um tvö prósent á einum mánuði.Hjaðningavíg „Þetta eru hjaðningavíg. Við erum að blæða báðir tveir,“ sagði starfsmaður Húsasmiðjunnar og tók starfsmaður Byko undir þau orð. „Það sem ég ætla með Akureyri sérstaklega og líka Selfoss, það er að ég ætla mér að draga þetta upp meira þar í tilboðsgerðinni og þeir verða bara undir þeim skipunum og ef þeir ekki hlýða mér og ef ég fæ ekki tilboðin og þeir klára þetta ekki eins og ég vil, þá hérna, fá menn hérna, skriflega áminningu og síðan geta þeir bara kysst starfið sitt bless.“Alvarlegustu brot sem þekkjast Brotin eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafa upp hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreind þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Meint brot áttu sér ýmist stað símleiðis og í tölvupósti.„Mun handstýra allri tilboðsgerð“ „Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....,“ kom fram í símtali starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar. Símtal þeirra stóð yfir í rúmar ellefu mínútur. Tilboðsmál fyrirtækjanna voru meðal annars rædd, tilboðsgerð Byko í grófvörum og hvöttu starfsmennirnir hvorn annan meðal annars til að stuðla að því að Byko og Húsasmiðjan myndu ekki stunda samkeppni. „Nei, ég ætla mér semsagt að hækka núna, bara handvirkt tilboð. Alveg sama hvað það er. Þetta verður allt sent til mín hérna... til, skal ég segja þér, yfirferðar, ..ég ætla að hækka allt um lágmark 2%.“ Í ákærunni segir að starfsmaður Byko hafi haft það að markmiði að hækka framlegðina og minnka afslættina tvisvar sinnum um tvö prósent á einum mánuði.Hjaðningavíg „Þetta eru hjaðningavíg. Við erum að blæða báðir tveir,“ sagði starfsmaður Húsasmiðjunnar og tók starfsmaður Byko undir þau orð. „Það sem ég ætla með Akureyri sérstaklega og líka Selfoss, það er að ég ætla mér að draga þetta upp meira þar í tilboðsgerðinni og þeir verða bara undir þeim skipunum og ef þeir ekki hlýða mér og ef ég fæ ekki tilboðin og þeir klára þetta ekki eins og ég vil, þá hérna, fá menn hérna, skriflega áminningu og síðan geta þeir bara kysst starfið sitt bless.“Alvarlegustu brot sem þekkjast Brotin eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafa upp hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið kærir brot til lögreglu á fyrstu stigum eigin rannsóknar.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira