Nýir fjárfestar í Kjarnanum Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2014 16:40 Frá undirskrift kaupanna. Aðsend mynd Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, leiðir hóp fjárfesta sem keypt hafa hlutafé í vefmiðlinum Kjarnanum. Samkvæmt tilkynningu eru í hópnum fjárfestar sem hafa mikla reynslu af frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Hjálmar verður nýr stjórnarformaður Kjarnans. Með honum í stjórn eru þau Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. „Fyrst og fremst er Kjarninn afburðafjölmiðill. Á rétt rúmu ári hefur þessum hópi tekist að byggja upp öflugan, gagnrýninn og greinandi fjölmiðil og vörumerki sem fólk treystir. Við sjáum fjölmörg tækifæri til að byggja á þessum grunni, ekki síst í þeim breytingum sem bæði fjölmiðla- og auglýsingamarkaðurinn eru nú að ganga í gegnum,“ segir Hjálmar. „Því fylgir mikið frelsi og hagkvæmni að einbeita sér að stafrænni miðlun en vera ekki bundinn við ljósvaka- eða prentmiðla. Á sama tíma er íslenski markaðurinn frekar óþroskaður þegar kemur að netinu, sérstaklega hvað varðar auglýsingamiðlun. Ég hef sagt Kjarnateyminu það ítrekað í þessu ferli að ef ég væri að hugsa um að stofna fyrirtæki í dag yrði það líklega fjölmiðlafyrirtæki.“ Eigendur Kjarnans að hlutafjáraukningunni lokinni eru: Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (13,7 prósent), Magnús Halldórsson (13,0 prósent), Þórður Snær Júlíusson (13,0 prósent), Ægir Þór Eysteinsson (11,5 prósent), Gísli Jóhann Eysteinsson (11,5 prósent), Hjalti Harðarson (11,5 prósent), HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar (8,1 prósent), Fagriskógur ehf., í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (6,3 prósent), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,0 prósent), Jónas Reynir Gunnarsson (3,2 prósent) og Birgir Þór Harðarson (3,2 prósent). Hjalti Harðarson, framkvæmdastjóri Kjarnans segir aðkomu fjárfestanna vera viðurkenningu á starfi stofnenda og starfsmanna Kjarnans. „Nú er Kjarninn loks að verða fullorðinn. Við hlökkum mikið til að byrja að vinna með Hjálmari og félögum. Aðkoma þeirra, þekking og reynsla gerir okkur kleift að sækja fram af miklum krafti næstu misserin og nýta þau fjölmörgu stafrænu tækifæri sem breytt neysla á fjölmiðum hefur leitt af sér.“ Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, leiðir hóp fjárfesta sem keypt hafa hlutafé í vefmiðlinum Kjarnanum. Samkvæmt tilkynningu eru í hópnum fjárfestar sem hafa mikla reynslu af frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Hjálmar verður nýr stjórnarformaður Kjarnans. Með honum í stjórn eru þau Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. „Fyrst og fremst er Kjarninn afburðafjölmiðill. Á rétt rúmu ári hefur þessum hópi tekist að byggja upp öflugan, gagnrýninn og greinandi fjölmiðil og vörumerki sem fólk treystir. Við sjáum fjölmörg tækifæri til að byggja á þessum grunni, ekki síst í þeim breytingum sem bæði fjölmiðla- og auglýsingamarkaðurinn eru nú að ganga í gegnum,“ segir Hjálmar. „Því fylgir mikið frelsi og hagkvæmni að einbeita sér að stafrænni miðlun en vera ekki bundinn við ljósvaka- eða prentmiðla. Á sama tíma er íslenski markaðurinn frekar óþroskaður þegar kemur að netinu, sérstaklega hvað varðar auglýsingamiðlun. Ég hef sagt Kjarnateyminu það ítrekað í þessu ferli að ef ég væri að hugsa um að stofna fyrirtæki í dag yrði það líklega fjölmiðlafyrirtæki.“ Eigendur Kjarnans að hlutafjáraukningunni lokinni eru: Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (13,7 prósent), Magnús Halldórsson (13,0 prósent), Þórður Snær Júlíusson (13,0 prósent), Ægir Þór Eysteinsson (11,5 prósent), Gísli Jóhann Eysteinsson (11,5 prósent), Hjalti Harðarson (11,5 prósent), HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar (8,1 prósent), Fagriskógur ehf., í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (6,3 prósent), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,0 prósent), Jónas Reynir Gunnarsson (3,2 prósent) og Birgir Þór Harðarson (3,2 prósent). Hjalti Harðarson, framkvæmdastjóri Kjarnans segir aðkomu fjárfestanna vera viðurkenningu á starfi stofnenda og starfsmanna Kjarnans. „Nú er Kjarninn loks að verða fullorðinn. Við hlökkum mikið til að byrja að vinna með Hjálmari og félögum. Aðkoma þeirra, þekking og reynsla gerir okkur kleift að sækja fram af miklum krafti næstu misserin og nýta þau fjölmörgu stafrænu tækifæri sem breytt neysla á fjölmiðum hefur leitt af sér.“
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira